Færsluflokkur: Lífstíll
Sopranos fékk öll þessi verðlaun, ég held bara að ég verði að kíkja á þessa þætti, þrátt fyrir andúðina á mafíunni. James Gandolfini er ekki í neinu uppáhaldi, en kannski má venjast honum já og meira að segja þykja svolítið vænt um hann. Batnandi mönnum er best að lifa.
James Spader, hemm og humm, hann er óneitanlega meira en lítið sérstakur en í Boston Legal er hann alveg á mörkunum, en hann fékk verðlaun.
Sally Field, er búin fyrir löngu síðan að vinna sér nafn sem leikkona, hef aðeins fylgst með þessum þáttum, Sisters and brothers, þessir þættir eru mjög svo tilfinningalegir og svoleiðis nokkuð passar vel fyrir Sally, hún kann á alla þá flóru.
Fleiri voru verðlaunaðir og kemur það fram í þessari frétt Mbl.
![]() |
The Sopranos besti sjónvarpsþátturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Mánudagur, 17. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað á þetta tvennt sameiginlegt? Sumir virðast álíta það að sé fíkniefnum mótmælt, þá sé verið að ráðast á ritfrelsið.
Það má so sem, mín vegna segja ótal hluti um Fíkniefni, bæði í gamni og alvöru. Brennivín er sem dæmi fíkniefni, það er karakterbreytandi sé það látið ofan í sig og kostar vímu. Það má vel vera að sumir komist í vímu þegar rætt er um ritfrelsi og láti gamminn geysa út um víðan völl, og segi allskonar hluti sem benda nú ekki beint til að viðkomandi sé allsgáður.
Eitt veit ég þó fyrir víst að Fíkniefni eru grafalvarlegt mál, oftast.
![]() |
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú ætla ég að horfa á sjónvarpið í kvöld, mér finnst nefnilega athugandi hvort Prison Break verður inni. Ég minntist á þættina við systur mína og hún hafði það eitt um þá að segja að þeir væru eins og sagan endalausa. En þannig eiga þessir þættir að vera, einhverjar uppákomur til að halda manni gangandi. Þessir þættir eru þrælspennandi og maður tekur sko afstöðu, sumar persónurnar eru svo andstyggilegar að manni hryllir við.
En samkvæmt fréttinni er Sopranos með einhverjar tilnefningar af einhverjum ástæðum hafa þessir þættir aldrei höfðað til mín. Enda hefur Mafían aldrei upp á pallborðið hjá mér, en það er sko ekkert minna ofbeldi í Prison Break.
En nú er bara að sjá til.
![]() |
Emmy-verðlaunin veitt í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Sunnudagur, 16. september 2007 (breytt kl. 13:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að skoða dýralífsmyndir og Það var ein sem minnti mig á kött sem var einn af fjölskyldu meðlimunum einu sinni. Hann var alltaf til í tuskið og þó fór ég með hann einu sinni til dýralæknis og fór með hann í heimilisbílnum og það var sko lífsreynsla útaf fyrir sig. Ég ætla nú ekki að tala um hvað gerðist hjá dýralækninum.
Einu sinni þegar fjölskyldan kom heim lá Bangsi dauður rétt við húsdyrnar.Það hafði víst verið keyrt á hann og hann eyddi síðustu kröftunum í það að komast heim. Þetta atvik kostaði mikla sorg hjá fjölskyldunni.Ég hringdi grátandi í lögregluna með strákana mína allt í kringum mig með augun full af tárum. Lögreglumaðurinn spurði mig að því hvort ég væri nú viss um að kötturinn væri dauður. Ég svaraði skjálfandi og hálfgrátandi´að ég héldi það.
Ég er með það á hreinu,þó ég væri í uppnámi að lögregluþjónninn píndi niður hláturinn yfir þessum pínlegu aðstæðum.
Þá sagði sonur minn, sá yngsti."Mamma getum við ekki reynt blásturaðferðina?"
En Bangsi var farinn á vit feðranna svo að blástursaðferðin var ekki reynd. En jarðaför varð að halda Bangsi var jú einn af fjölskyldunni.Við fundum tóman skókassa og þar var Bangsa komið fyrir og eitthvað hlýlegt sett utan um hann og síðan sungum við skjálfandi röddu, Ó Jesú bróðir besti.
Þetta var sorgardagur fyrir okkur öll,við vorum að kveðja góðan vin, hinstu kveðju.
Lífstíll | Sunnudagur, 16. september 2007 (breytt kl. 11:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Horfði nýlega á kvikmyndina, " The Accused," Með Jodie Foster og Kelly McGillis í aðalhlutverkum. Um myndina segir Rex Reed...At The Movies: " A powerful, lacerating look at both the consequences of not only rape, but our judicial system as well.
Hver eru mörk réttlætisins? Af félagslegri ábyrgð?
Kvikmyndin Accused skoðar á sterkan og ögrandi hátt, á mannlega náttúru og einstaklingsbundna samvisku þess sem við köllum, "Homo Sapiens." Og á réttarfarið sem kemur fram við fórnarlambið eins og sökudólg.
Eftir undangengna nauðgunardóma hlýtur svona mynd að vekja upp vondar tilfinningar, og spurningar um: Hvar stöndum við íslendingar í svona málum? Því er fljótsvarað: í gömlum tilfinningahöftum sem segja: Var konan sem var nauðgað í stuttu pilsi? Var toppurinn sem hún klæddist of fleginn? Hafði hún fengið sér í glas, þá bauð hún sem sagt uppá nauðgun. Sama gamla lummann, sem tiðkast hérna líka. Er það nema von að aumingja nauðgararinir,létu hendur standa fram úr ermum og létu þessa druslu hafa það. Ekki bara einhver einn heldur margir, í myndinni er um hópnauðgun að ræða.
En á endanum, eftir mikil málaferli og leit að sönnunargögnum nær réttlætið fram að ganga og þeir sem hvöttu til ódæðisins með hrópum og köllum fá líka dóm.
Ég mæli með þessari mynd hún er bæði vel leikinn, það er tekið fyrir eldfimt og viðkvæmt efni sem fær alla til að hugsa. Svona uppákomur eru því miður ekki einsdæmi og eru ekkert séríslenskt eða bandarískt fyrirbæri, ofbeldi í öllum myndum tíðkast í flestum þjóðfélögum.Spurning er bara hvernig við tökumst á við þennan hræðilega vanda. Og svona til öryggis ofbeldi tilheyrir ekki bara karlmönnum heldur, því miður konum líka.
Lífstíll | Laugardagur, 15. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það þýðir víst ekkert að spyrja, hvað er að íslensku dómskerfi.? Nauðgunarbrot eru bara milduð í hæstarétti, ef eitthvað er. Við höfum, og það ekki að ástæðulausu, hneyklast yfir sögum af bananalýðveldunum og allt það sem lýðst þar, en erum við nokkuð betur sett. Alls ekki miðað við dóma. Dóms-og réttarkerfið segir þó nokkuð um samfélagið sem við búum í.
Það að nauðga konu á Íslandi er sko ekkert mál, það er hægt að fara inn á klósett og loka og læsa kyrfilega á eftir sér, (menn kunna jú almenna kurteisi,það er bara verið að nauðga) allar staðreyndir málsins benda til hrikalegrar misnotkunar, en samt fellur dómurinn nauðgaranum í vil. Eru sumir ekki læsir, er ekki lagadeild við HÍ þar sem kenndur er t.d.refsiréttur og reyndar ýmislegt fleira sem viðkemur lögunum. Eru lögin ekki til að vernda borgarana?
Sem betur fer hefur Mbl.bloggið látið í ljós hvaða skoðun þeir hafa á þessum dómum, en virkar það?
Fólk er sem lurkum lamið og gráti næst yfir nauðgunardómunum, foreldrum ofbíður að samfélagið skuli ekki gæta þegna sinna betur að þetta sé það sem bíður barnanna okkar. Ömurlegir dómar og fólk sem bíður þess jafnvel aldrei bætur að þrjótar sem ættu að vera bak við lás og slá, ganga lausir og hreykja sér jafnvel af framtakinu. Nauðgun er ekkert mál á Íslandi, það segja dómarnir okkur.
![]() |
Bloggheimar loga vegna dóms yfir nauðgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 15. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Woody Allen á sér marga aðdáendur og líka marga hatursmenn, en það er víst ekkert nýtt, sumt fólk og það sem það gerir, getur farið ótrúlega í taugarnar á manni. Myndirnar hans sem hann bæði leikur í og semur handritið að hafa farið sigurför um heiminn, þrátt fyrir taugaveiklun hans í þeim myndum sem hann leikur í sjálfur. Já, og reyndar leikstýrir hann líka.
Báðar þessar myndir hans, "Manhattan" og "Match Point" hafa verið tilnefndar til verðlauna. "Manhattan" var tilnefnd til tveggja verðlauna og segir Time Magasin um hana, " A masterpiece, perfect blending of style and substance, humor and humanity." Þessi mynd er í svart hvítu og ótrúlega dökk á köflum, En hún snertir samt við manni og sýnir nútíma sambönd en sýnir jafnframt gamaldags (býst ég við) hugsun, um tal almennt um kynlíf og sambönd.
Woody Allen hefur alls ekki útlitið með sér, en taugaveiklun hans passar einhvernveginn við þessar furðulegu persónur sem hann leikur. Hann er furðulegur fír, en listrænn er hann og fær alltaf til liðs við sig þungaviktar leikara, það þykir nefnilega mikil upphefð að leika í myndunum hans.
" Match Point," er allt öðruvísi mynd, en samt fjallar hún um þetta sama thema, sambönd og sambandsslit. Þessi mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna og segir á umslaginu utan um myndina, Passion, Temptation, Obsession og er hann kallaður ekkert minna en snillingur og það sem meira er þetta er talin hans allra bestamynd í áraraðir. Því er ég algjörlega sammála, þessi mynd er meiriháttar, hann leikur ekki í henni sjálfur en leikstýrir og skrifar auðvitað handritið.
Báðar þessar myndir er meiri háttar góðar og mæli ég með þeim. Inni á Google er meistarans að sjálfsögðu getið og ætla ég að láta fylgja með umsögn um Woody Allen.
www.starpulse.com/Actors/Allen,_Woody/Pictures/ -
Lífstíll | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Varað við nöktum börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Lífstíll | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekkert smámál að vera giftur í dag og ganga með hring til að staðfesta nú málið.
Og ég sem stóð í þeirri meiningu að skilnaðir væru hausverkurinn.
![]() |
Í bann fyrir að vera giftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Fimmtudagur, 13. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar