Sagan endalausa

Nú ætla ég að horfa á sjónvarpið í kvöld, mér finnst nefnilega athugandi hvort Prison Break verður inni. Ég minntist á þættina við systur mína og hún hafði það eitt um þá að segja að þeir væru eins og sagan endalausa. En þannig eiga þessir þættir að vera, einhverjar uppákomur til að halda manni gangandi. Þessir þættir eru þrælspennandi og maður tekur sko afstöðu, sumar persónurnar eru svo andstyggilegar að manni hryllir við.

En samkvæmt fréttinni er Sopranos með einhverjar tilnefningar af einhverjum ástæðum hafa þessir þættir aldrei höfðað til mín. Enda hefur Mafían aldrei upp á pallborðið hjá mér, en það er sko ekkert minna ofbeldi í Prison Break.

En nú er bara að sjá til. Wink


mbl.is Emmy-verðlaunin veitt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband