Meira um spennu

Ég fæ stundum smá ritþörf og þá krota ég um hvað sem er, verst hvað það dugir mér lítið í hinum skriftunum. Donna Leon er alþjóðlegur spennuhöfundur en er frá og á íbúð í Feneyjum. Hún er prófessor í bókmenntum, hámenntuð og hefur kennt við háskóla víða um heim. Hún kom sér bara upp persónugalleríi sem eru hjón, hann er lögregluforingi í Feneyjum en hún, konan hans kennari við háskóla og hefur sterkar skoðanir á flestum hlutum og fylgir þeim eftir. Hún á að vera dóttir einhvers mikilsmetins ríkisbubba í Feneyjum en er frekar , hemm vinstrisinnuð í skoðunum sem sagt fylgir ekki flæðinu. Þau ásamt tveimur börnum þeirra sem eru orðnir unglingar spila stór hlutverk í bókum hennar. Og svo er auðvitað einhver glæpur framinn, og lögregluforingjanum tekst að leysa málið. Leon skrifa um allt mögulegt, lesbíur, vændi, ferðir til Thailands, og það vita víst flestir hvað það þýðir. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum hennar, fínar myndir.
Þessi er sko vel...og meira en það...þess virði að lesa bækurnar hennar. Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband