Færsluflokkur: Lífstíll
Verðlaun og viðurkenningar. Yrsa Sigurðardóttir. Greinar og viðtöl. Yrsa Sigurðardóttir. Textabrot. Brot úr verkum Yrsu Sigurðardóttur ...
Ég las til að byrja með unglinga-barnabækur Yrsu og það kom til af því að barnabörnin mín voru að koma frá Spáni og til að viðhalda móðurmálinu fór ég á stúfana og auðvitað beint á bókasafnið og þannig kynntist ég verkum Yrsu fyrst, ég nefnilega las sjálf bækurnar hennar og skemmti mér konunglega. Þetta eru frábærar bækur og ég skil vel að hún skyldi hreppa barnabókarverðlaunin 2003.
Núna er ég að lesa ,, Sér grefur gröf"og er reyndar rétt byrjuð en bókin lofar góðu, ég las hina bókina og líkaði vel, ,, Þriðja táknið"er fullorðins-spennusaga rétt eins og þessi sem ég er að lesa núna og gerist í byrjun í HÍ en þar er ég hagvön, svo umhverfið höfðaði strax til mín.
Fór inn á Google og fann þessar upplýsingar um Yrsu Sigurðardóttur.
![]() | ||||||||||
![]() |
| |||||||||
![]() |
|
Lífstíll | Fimmtudagur, 13. september 2007 (breytt kl. 09:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrapp í smá Sight Seeing með Þjóðverja nokkrum og fengum við okkur að snæða bara,súpu og salat, þetta var um hádegisbilið. Þegar reikningurinn kom brá Þjóðverjanum virkilega, upphæðin var himinhá,allavega að hans mati og reyndar mínu líka. Er allt svona dýrt á þessu rigningarskeri, hann var súr á svipinn og í bragði eftir þennann reikning, steingleymdi íslenskri náttúrufegurð og öllu þessu sem við íslendingar notum í þeim tilgangi að laða ferðamenn til landsins. Dagurinn var algjörlega ónýtur, maðurinn fór að tala um benzínverð hérna, (en það er dýrt allsstaðar) og verðið á hinum ýmsu hlutum s.s. hótelgistingu og ferðalöngunum sem koma með tjald með sér skríða inn í það og fá bullandi kvef og jafnvel lungnabólgu og verða að fara á spítala,og það kostar sko sitt.
En það kostar líka í útlöndum að fara út að borða, en auðvitað komust engin skynsamleg rök að í þessu máli. Ég fer aldrei aftur út í Sight Seeing eða út að borða með Þjóðverja.
![]() |
Dýrast að fara út að borða í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 12. september 2007 (breytt kl. 10:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég kannast við fólk sem tók að sér barn frá Kína, það var mikill undirbúningur, barnið varð að líkjast, ekki bara foreldrunum heldur afa og ömmu líka. Enda segir stoltur afinn, barnið er nauðalíkt mér!!!!!
Og svo gerðist þetta gamalkunna, mamman á núna von á barni, komin nokkra mánuði á leið, en það hafði ekki tekist áður en litla barnið kom frá Kína.
![]() |
Allt að 3 ára bið eftir barni frá Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 12. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að lesa bækur, er stundum eins og að flytja úr einum stað í annann. Maður veit ekkert fyrir víst, sumt kemur manni svo á óvart, en sumt er fyrirséð. Bókasafnið kemur sér vel, þar er hægt að nálgast bækur af öllum sortum og svo kemur sér vel að eiga vini með svipaðan bókasmekk. Það er hægt að gleyma sér alveg yfir góðri og hemm...spennandi bók. Þó nokkar bækur sem ég hef lesið og hafa ratað á náttborðið hjá mér hafa verið kvikmyndaðar og hefur í sumum tilfellum tekist afspyrnu vel að ná andanum úr bókinni. Sumir höfundar hafa þann eiginleika að skrifa afar myndrænt og gera persónurnar svo lifandi að manni finnst maður þekkja viðkomandi, það er sér hæfileiki og ekki öllum gefinn. Allavega þá upplifir maður nýjan heim og kynnist nýju fólki.
Sumir höfundar koma sér upp, ,, Persónugalleríi" og spinna svo út frá því. Það eru alltaf sömu aðalpersónurnar, Sue Grafton skrifar á mjög mannlegum nótum, hún hefur tekið stafrófið fyrir og er metsöluhöfundur, hún byrjar sem sagt á A, " A Is For Alibi" og heldur síðan áfram með Kinsey Millhone sem er kona og hefur verið rekinn úr lögreglunni en gerist þá sjálf spæjari á eigin vegum. Þessar bækur eru frábærar sem afþreyging enda er hún metsöluhöfundur .
James Patterson er annar höfundur sem er fínn ef maður sækist í spennubækur,hann er öðruvísi en Sue Grafton, hann skrifar stundum með öðrum, ekki veit ég hvort hann er að koma þessum meðhöfundum á kortið allavega eru sumar hans bækur skrifaðar með öðrum en sumar skrifar hann einn. Hann er alveg þess virði að lesa hann á hvorn veginn sem er.
En það er einn höfundur sem er í miklu dálæti hjá mér en það er viðurkenndur rithöfundur og þá sérstaklega fyrir sögur sem hún hefur skrifað um fyrri tíma fólk, hún fær skáldfákinn lánaðan og sprettir þá virkilega úr spori, þetta er Philippa Gregory hún er með háskólagráðu í átjándu aldar bókmenntum frá Edinborgarháskóla. Hún hefur hlotið allskonar viðurkenningar fyrir skrifin sín, það eru sem sagt engir asnar sem skrifa spennadi bækur, hún hefur líka skrifað nútíma bækur svo sem, "Zeldas Gut" og "Perfectly Correct".
Meira seinna....
Lífstíll | Miðvikudagur, 12. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi frétt er allrar athygli virði. Bækur eru heillandi margar hverjar, auðvitað er misjafnt í hvaða tegund bókmennta við finnum okkur. En oftast þarf ekki að leita lengi,áður en nokkur veit rata réttu bækurnar til okkar.
Og núna er bókmenntahátíð í Reykjavík sem hófst í gær. Mætum!!!
![]() |
Gleðilega bókmenntahátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er svo sem ekki nýtt að fólk sem hefur framið hroðalegustu glæpi þyrli upp ryki til að fela slóðina. ( Þekkt fyrirbæri í öllum mögulegum afbrotamálum.) Nærtækt dæmi er vegna morðs sem framið var á hrottafenginn hátt, sá sem glæpinn framdi gekk fremst í því að leita að hinum myrta og talaði hátt og fjálglega um vináttu og traust.
Vonandi er ekki sömu sögu að segja um hvarf Madeleine McCann, foreldrarnir hafa verið mikið í fjölmiðlum, frægt fólk lætur stóra fjármuni af hendi til að fá einhverja vitneskju um barnshvarfið. Lögreglan leitar dyrum og dyngjum að sönnunargögnum og telur sig vera búna að finna blóðslóð sem réttlæti hrikalega stöðu móðurinnar.
Vonandi fæst einhver vitneskja um þetta hræðilega mál sem allra fyrst. Móðirin hefur nú stöðu grunaðs manns í þessari rannsókn.
Saklaus uns sekt sannast.
![]() |
Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 7. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Núna nýverið las ég grein um að það var einn unglingspiltur eftirlifandi í Afrísku þorpi, enginn fullorðinn til þess að taka ábyrgð á börnunum sem voru eftir. Foreldrarnir voru dánir annað hvort úr hungri eða AIDS. Hvað bíður þessara barna? Þessi unglingspiltur var sá elsti í þessu þorpi og reyndi eftir bestu getu að halda lífinu í börnunum, en getur unglingur axlað þessa ábyrgð, getur hann útvegað mat á svæði þar sem er mjög takmarkað aðgengi að mat að maður minnist nú ekki á tilfinningalíf þessara einstaklinga.
Þessvegna finnst mér Angelina Jolie og Brad Pitt og Madonna og sem betur fer fullt af öðru góðu fólki sem skilur þennann hræðilega vanda, vera að gera góða hluti. Þetta fólk á peninga, en það verður að vinna fyrir þeim peningarnir vaxa ekki á trjánum, það er löngu vitað. Allt þetta fólk skilur þennann vanda og reynir að leysa hann, það er nefnilega svo auðvelt að dæma en það þarf hugrekki til að takast á við vandann. Að bjarga, þó ekki væri nema einu barni er frábært, kannski getum við hin lært eitthvað af þessu fólki. Það er allavega athugandi.
![]() |
Pitt vill gera fjölskyldu sína að lifandi fyrirmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 7. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Getur þetta staðist að foreldrar Madeleine eigi þátt í þessu hvarfi barnsins? Allt þetta mál er svo hrikalegt, hvernig getur barnið horfið svona sporlaust og foreldrarnir sitja að snæðingi á næstu grösum.
Ég vil ekki trúa því að foreldrarnir eigi einhvern þátt í þessu.
![]() |
Kate McCann fær réttarstöðu grunaðs einstaklings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 7. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg frábært að vísindamenn skuli vera búnir að rannsaka þetta með kossana, ekki seinna að vænta. Kossar eru nefnilega stórsniðugt fyrirbæri en ég myndi nú ekki alveg treysta á þá þegar að hjónabandi eða sambúð kæmi, sumir eru alveg ómögulegir kyssarar en ágætis fyrirvinnur og traustir. En svo eru það aftur aðrir sem kyssa afburðavel og eru ekkert að fara eftir neinum reglum þegar að sænginni kemur, hemmm.
En eitt er alveg víst að kossar eru nauðsynlegir, til að mynda þegar fólk heilsast. Það er nú víst staðreynd að konur kyssast, allavega á kinnina og stundum útí loftið, strax þegar þær hitta aðrar konur, karlarnir eru yfirleitt ekki kysstir strax. En sem viðmiðun t.d. við aðra gæja er kossinn fínn, en það er dálítið merkilegt að bestu kyssararnir eru The Bad Boys, en auðvitað hafa þeir mesta reynslu. En traustið og heiðarleikinn er það sem gildir.....SO
![]() |
Kossar skipta konur meira máli en karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 5. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það sem vísindin rannsaka ekki yrði örugglega fyrr upptalið en hitt.
En líklega er ég undantekning frá þessari reglu vísindamannanna, því þegar ég sá minn þá þurfti sko hvorki skattaframtal eða neitt í þá veru. Eitthvað kemískt fór í gang og þá hófst leikurinn, stundum standa svona leikir stutt og sumir lengur. En eitt er alveg víst að mínu mati, peningar hafa ekkert með þetta að gera, fyrir mína parta finnst mér ágætt að eitthvað af viti sé á milli eyrnanna á viðkomandi en það þýðir alls ekki einhverja rosalega háa greindarvísitölu, bara passlega.
P.S.
Annars er ég á leiðinni til Spánar í byrjun árs 2008, vill einhver vera þáttakandi í íbúðarmálum og svoleiðis. Þetta hefur ekkert með skattaframtalið að gera.
Heyrumst Sóldís
![]() |
Karlar vilja fegurð en konur leita ríkidæmis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 5. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar