Færsluflokkur: Lífstíll
Lífstíll | Fimmtudagur, 6. desember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þeir vita hjá Hagkaupum hvað kemur karlmanninum best. Fótbolti.
Á meðan konurnar versla, nauðsynjar fyrir heimili beggja, horfa þeir,(heimilisfeðurnir....hemm) bara á fótbolta. Hver er þá ábyrgur fyrir fjárhag heimilisins.?????????
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Fimmtudagur, 29. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vonandi, verða sem flestir barnaníðingar settir bak við lás og slá og lyklinum hent.!!!!!!!!!!!!!!
Þetta er eitt af varnaráðunum til að fyrirbyggja að þessir níðingar nái til barna.
![]() |
Unnið við að setja upp síur fyrir myndefni á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 28. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lífstíll | Mánudagur, 26. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drottningarmyndin er 4 stjörnu mynd, og miðað við leik á hún það fyllilega skilið. Helen Mirren á afburðaleik í The Queen þar sem hún leikur Elísabetu II Englandsdrottningu, myndin sýnir viðbrögðin við dauða Díönu prinsessu. Og þar takast sko hefðirnar á, hvernig almenningur bregst við, með Tony Blair nýbakaðan forsætiráðherra Bretlands með sýnar nýju hugmyndir, um hvernig útför prinsessunnar á að fara fram og þær hugmyndir eru þær sömu og alþýðunnar, og síðan gömlu hefðirnar og hugmyndir drottningar um sama mál. Og þar mætast stálin stinn.
,, Fylkingarnar reyna að finna málamiðlun á því sem er annars vegar persónulegur harmleikur konungsfjölskyldunnar og hins vegar krafna almennings um að konungsfjölskyldan sýni sorg sína á opinberan hátt. Þetta stendur á umslaginu um myndina, en sjón er sögu ríkari. Drottningin rígheldur í gamlar hefðir, þar sem óleyfilegt er að sýna tilfinningar á hverju sem gengur. Prinsessan tilheyrir ekki lengur háaðlinum og skal því jarðast í kyrrþey og þá virðist ekki skipta máli, að Díana er móðir ríkisarfans. Drottningin einangrast í þessari ömurlegu afstöðu sinni og áður en lýkur verður hún að gangast inn á að.tímarnir eru breyttir.
Þegar ég horfði á þessa mynd þá datt mér í hug , hafa allir fylgt nútíma þróun.?????
Tökum sem dæmi, að konur leita jafnréttis og þá með þessu sem hæst ber núna, launajafnrétti kynjanna og því að vera kenndar við sitt kyn þegar að embættum kemur. (Konur eru ekki menn, að mati karla, Sumra, þá eru þær konur.) Karlar (Sumir) reka í besta falli upp hæðnishlátur og gera endalaust grín að konum, búa til allskonar ónefni í þessum vanmáttugu tilraunum sínum. Tímarnir eru breyttir strákar mínir, hvernig væri að fylgja þróuninni, tímanna tákni svo þið dagið nú ekki uppi? Jafnvel hundgamalt heimsveldi varð að beygja sig. Fyrir hverju? Þróuninni. Sá tími er liðinn, að konan átti bara að ala manni sínum börn og taka þegjandi framhjáhaldi hans, vera endalaust tilbúin að þóknast húsbónda sínum. Nýju nafnabreytingarnar eru bara hluti af nýja tímanum, það var alls ekki gert ráð fyrir því að konur yrðu nokkurn tíma ráðherrar eða forsetar, öll nöfn voru og eru ætluð karlinum og honum einum. En nú er tími breytinga.Lífstíll | Laugardagur, 24. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lífstíll | Föstudagur, 23. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig dettur fólki svona hryllingur í hug? Það var augljóst fyrirfram hvað myndi gerast. Fimmtán ára gömul lokuð inni með harðsvíruðum glæpamönnum, í heilan mánuð!!!!! Það á að refsa þessum lögreglumönnum, þetta var yfirvegaður glæpur, mannslífið er einskis metið. Þetta er hræðilegt.
Manni finnst nóg um þegar íslenskt dómsvald nýtir engan vegin réttar rammann í naðugunarmálum, það mætti halda að þolandinn væri sökudólgurinn. Það er öruggt mál að réttarafarið í Brasilíu er ömurlegt fyrst svona nokkuð getur átt sér stað og mikil þörf á að taka það til endurskoðunar, en það er víða í landi pottur brotinn. Lítum okkur nær, blinda auganu er beitt víðar en í Brasilíu. Þetta er óhugnanlegt.
![]() |
15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 23. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Marquez er Nóbels verðlauna skáld og hefur skrifað bók eins og , ,,Hundrað ára einsemd." og svo auðvitað margar í viðbót eins og, ,,Liðsforingjanum berst ekki bréf." Það mætti halda að á þessum mótmælum að Gabriel Garcia Marquez hefði bara skrifað þessa bók, ,,Minningar um döpru hórurnar mínar," því fer auðvitað víðsfjarri, núna nýverið var þessi bók lesin upphátt í lestrarhring þar sem ég er þátttakandi og fannst mér eiginlega aðalsöguhetjan vera hálf niðurdregin. En það er eins og gengur það hafa ekki allir sama smekk og gekk ein konan út, hneyksluð.
Það er þannig með Suður Amerísku skáldin að bækur þeirra reyna alvarlega á heilann, þær eru eins og köngulóarvefur, lesandi fer 1/3 eða kannski hálfaleið og heitir sjáfum sér því að lesa afganginn seinna og þá á ég við bók eins og :,,Hundrað ára einsemd." Þessa bók ætti alls ekki að banna, bara að lesa hana sér til ánægju. Þá á ég auðvitað við:,, Minningar um döpru hórurnar mínar."
Aðal-söguhetjan á níræðis afmæli og langar til að halda uppá daginn með einhverja girnilega sér við hlið.....og gera auðvitað dodo. Hehe....lesið þið bókina.
![]() |
Bann vekur mikinn áhuga á bók Marquez |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 17. nóvember 2007 (breytt kl. 18:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Pólverjar ætla að kalla hermenn sína heim frá Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 17. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessar konur hafa ekki bara unnið Feneyjarskálina fyrir frammistöðuna í Bridge, þær hafa unnið alheims athygli fyrir að mótmæla stríðsrekstri Bush. Það er viðbúið að USA dæmi þær í keppnisbann fyrir framtakið, en þær eiga alheims athygli skilið fyrir framtakið. Oft var þörf en nú er nauðsyn að taka í taumana. Karlarnir sem stjórna þessum hrikalega stríðsrekstri með Bush í fararbroddi, virðast ekkert hafa lært af hrakförunum í Viet Nam, hvað á það að þýða að senda jafvel unga drengi beint út í opinn dauðann til að verja þessa karla og græðgi þeirra. Það er viðbúið að peningar séu drifkraftur þessara auðjörfa sem vija enn meiri auð hvernig sem þeirra er aflað. Þeir sitja bara í hægu sæti og láta aðra berjast fyrir sig.
Því er þetta frábært framtak til að vekja enn meiri athygli á framferði USA sem er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Vonandi hefur þetta enn meiri áhrif, stríðsrekstrinum hefur verið mótmælt áður, en Bush og þessir gráðugu fylgifiskar hans halda samt áfram, þetta hörmulega ástand getur ekki varað að eilífu, skarið verður tekið af áður en lýkur og þaðverður örugglega ekki Bush og Co í hag.
Áfram konur, stöðvum þennann hrylling.
![]() |
Bandarískar bridskonur í kröppum dansi vegna Bush-mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Fimmtudagur, 15. nóvember 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar