Hundur Og Köttur

 Fínt ráð þegar flensa herjar á mann  og heilsan er orðin aðeins betri, er að horfa á kvikmyndir. Ég horfði reyndar á þær tvær, The Queen með Helen Mirren í aðalhlutverki, en hún er í algjöru uppáhaldi sem leikkona og War Of The Roses, en sú seinni er hörkumynd með Michael Douglas, Kathleen Turner og Danny DeVito og auðvitað ýmsum fleirum. En þau Douglas og Turner hittast á uppboði og enda með því að giftast, þau eignast tvö börn en þau koma frekar lítið við sögu, en samskipti þeirra hjónanna er í sviðsljósinu og það er sko ekkert smá sem gengur á.  Á einum stað í myndinni segir Danny DeVito,sem leikur lögfræðing ,Olivers (Douglas) að ýmislegt megi ráða af því hvort hjónanna velji köttinn og hvort velji hundinn og það er nokkuð til í því, konan velur köttinn, og það afsannast all kirfilega mítan um að kötturinn hafi 9 líf, í þessari mynd. Þegar þau Rose hjónin eru búin að vera gift í 18 ár vill konan, Barbara( Turnar) skilnað. Og þá byrjar first ballið, eiginmaðurinn Oliver vill nefnilega ekki skilja. Þegar á að ákveða hvort þeirra fái húsið þeirra, þá vill hvorugt þeirra gefa eftir. Lögfræðingur Olivers (DeVito) reynir að gefa ráð í þessu sambandi, en það er of seint. Í þessum átökum hjónanna sem einkennist af hefndum sitt á hvað, gerast svo hrikalegir hlutir að áhorfandinn trúir tæpast eigin augum og skynjum. Skilnaðir geta verið hrikalega subbulegir, en þessi mynd slær allt út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Æj, elsku kjéddlingin mín, láttu þér batna!  Ekkert betra en spennandi grínmyndir!  Ekki horfa á Dr. House .....

www.zordis.com, 23.11.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég ligg svona öðru hvoru undir teppi til að halda hita, en þess á milli er mér of heitt, svo er höfuðverkur, beinverkir og svona sitt af hvoru til skrauts. Annars er þetta allt að lagast og ég á uppleið, en ég á fullt af myndum. Öryggisventill.

Dr.House er ekki inn í myndinni.  Nú er það grínið sem blívur.

Takk fyrir bataóskir  ....   Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.11.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband