Færsluflokkur: Lífstíll
Kynlífsvandamál. Allt er nú til, til hvers eru karlarnir að leita sér hjálpar? Eru þeir ekki með þetta sögufræga typpi sem er til alls líklegt. Þetta er einn feluleikurinn til, það er bara verið að gera þetta einhversstaðar annars staðar. Auðvitað er þetta gömul lumma, kynlíf er nefnilega háalvarlegt mál og ég geri ekki lítið úr því.
Hemm...það er líklega alveg þess virði að skoða þessi mál,frá sjónarmiði beggja kynja.
Streitu og kynjahlutverkum er kennt um. Kynjahlutverkin eru óljós, karlarnir eru svo stressaðir og víst orðnir svo mjúkir og nú eru risvandamálin víst ekki til staðar lengur, það eru komin svo fín meðul, svo ekki er það ástæðan. Konur eiga víst í einhverjum vandamálum líka. Sem sagt bæði kynin eru í vandamálum. Kynlíf er jú hluti af tilverunni og spilar líklega stærra hlutverk en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Líklega verða kynin að sættast á einhverja góða málamiðlun ef ekki á að fara illa.
![]() |
Skortur á kynlífslöngun hrjáir æ fleiri danska karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 2. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góð vísa er ekki of oft kveðinn, það er margsannað mál.
Það hefur gerst hérna, er á hraðferð, laga seinna.
Lífstíll | Fimmtudagur, 31. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Lífstíll | Fimmtudagur, 31. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað í ósköpunum veldur því að nauðgunardómar eru svona lágir. Það er verið að ráðast á barn sem á engan hátt getur varið sig og misnota það kynferðislega. Hvað í ósköpunum getur réttlætt svona alvarlegan glæp?
Hvað er það í lögunum sem dómarinn getur fundið svona skepnu til málsbóta.??????????
![]() |
Í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 30. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er sagt að það verði að ávinna sér virðingu. Þegar Netið er annars vegar, með öllu góðu og illu er næstum ómögulegt að virða það. Og hvernig er hægt að gera slíkt í samfélagi (Netið) sem er landamæralaust og hefur engar reglur, hvorki siðferðilegar né neinar aðrar.
Þetta notfæra allskonar skúrkar sér og setja inn ógeðslegustu hluti og til að bæta gráu ofan á svart eru þetta kallaðir, LEIKIR. Allir hafa aðgang að þessu, börn sem fullorðnir. Og eitt enn, það er til í dæminu að, hemm....fólk....sumt fólk réttlæti ógeðið, sama hvað ljótt og klámfengið það er. Svo eru það dráps-LEIKIRNIR, það er nú ein hörmungin til. Gilda hér það sama og í viðskiptum, framboð og eftirspurn.
Er það nema von að maður velti þessu fyrir sér.
Þá er nú betra að lesa spennusögu eftir Donnu Leone, þar er kannski einn myrtur. Svo finnst morðinginn og fær sko almennilega refsingu. Góður endir er nauðsynlegur, allra hluta vegna, réttlætið nær fram að ganga. Það líst mér vel á. En hvað á að gera með Netið? Ekkert, segja sumir, bara að leyfa þessu að hafa sinn gang. Það er nefnilega það.
Lífstíll | Miðvikudagur, 30. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Google er mesta þarfaþing eða svo hélt ég þangað til ég sá þessa frétt. Ég hef farið inn á Google Earth og komist að ýmsu, þar er t.d.hægt að finna út hvar ýmsir einstaklingar búa sjá götuna og meira að segja húsið, núna heitir þetta víst persónunjósnir sem er þó gert í svo miklu sakleysi.
Google leitarvélina hef ég notað óspart og hafði ekki hugmynd um að með þessu athæfi væri ég að setja nafn mitt á spjöld sögunnar. Eins gott að fara varlega inni á Netinu.....ÚFF
![]() |
Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Þriðjudagur, 29. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Fálkaorður boðnar til sölu á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Þriðjudagur, 29. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýverið horfði ég á myndina The Queen með Helen Mirren í drottningarhlutverkinu. Myndi er mögnuð að svo mörgu leyti því að þar er skynngst á bak við tjöldin, Tony Blair er nýbyrjaður sem forsætisráðherra í byrjun myndar og sést þegar hann gengur á fund drottningar til að fá það formlega, að hann sem var kosinn af fólkinu sé raunverulega orðinn forsætisráðherra. Hvernig þetta gengur fyrir sig er svo hefðbundið og gamaldags að nútímafólki, það er að segja þar sem ekki ríkir konungsveldi, finnst meira en nóg um. Drottningin í myndinni er svo kuldaleg og fjarlæg að einum í liði Blair, stakk upp á því að það væri skafið af henni hrímið.
Það er svo sannarlega reynt að finna málamiðlanir, kröfur almennings sem heimta að það sé sýnt í verki að sviplegt fráfall Díönu prinsessu útheimti samúð og skilning. En kóngafólkið er samt við sig og vill láta hefðirnar ráða ferðinni. En tilfinningar fólks er ekkert sem er hundsað, fólkið sýnir í verki hver raunverulegur vilji þess er. Það að draga fána í hálfa stöng vegna dauðsfall prinsessunnar er stórmál, hvað þá að segja einhver hlýleg orð að hálfu konungsfjölskyldunnar.
Konungsfjölskyldan er svo fjarlæg í orði og verki að það hálfa er nóg. Maður skilur ekki að svona stofnun eins og konungsfjölskyldan, sé enn við lýði. Ég mæli með þessari mynd, hún er allmögnuð.
![]() |
Englandsdrottning sögð lítt hrifin af arfleifð Blairs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Sunnudagur, 27. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Áhugi fólks á slúðri er því miður staðreynd. Gula pressan heldur sig við það efni, en einhver verður að lesa og kaupa slúðrið. Og það virðist alltaf vera til fólk sem beinlínis lifir á slúðri um náungann. En einhver svakalega gáfaður sagði einhverntímann, " Að betra væri illt umtal (slúður) en ekkert," ekki er ég nú alveg viss um það. Að minnsta kosti virðast þeir sem verða fyrir barðinu á slúðrinu ekki vera ýkja hrifnir, stundum.
Svo er líka til fólk sem gerir útá umtal, (slúður) og það gerir allt til að komast í Gulu Pressuna. Hvað varðar okkur sem dæmi um einkahagi fræga fólksins, hvort Britney Spears rakar á sér höfuðið eða hvort Brad Pitt og Angelína Jolie eru að gera hitt eða þetta. Ég held að þessi þörf fyrir slúður stafi af því að fólk þorir ekki að taka áhættur í sínu eigin lífi svo það lifir bara í gegnum líf annarra. Al Gore er hreint ekki ánægður með þetta og hvetur fólk til að beina áhuganum að raunverulegum málum eins og loftlagsbreytingunum eða Írak.
![]() |
Gore gagnrýnir áhuga fólks á slúðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 25. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að fjarlægja leikinn er það eina rétta í stöðunni. Húrra fyrir lögreglunni. Vonandi er þetta bara upphafið á aðgerðum lögreglunnar inni á Netinu. Þar er nefnilega ýmislegt sem má missa sig og þessi aðgerð hefur ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Það er bara fyrirsláttur. Þessi mynd eins og fleiri ofbeldismyndir hafa áhrif og líklega meiri en maður gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Ég stend með lögreglunni í þessum aðgerðum.
![]() |
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 25. maí 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar