eBay.....

Það gerist ýmislegt fréttnæmt á eBay, núna eru Fálkaorður boðnar til sölu fyrir stórfé. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var einhver náungi í kjaftaþætti í Bretlandi, og hafði hann sent inn lýsingu á tengdamóður sinni og verðið á henni var eitt pund,( hann ákvað verðið)  segi og skrifa...1 pund í enskri mynt. Það sem fór mest í taugarnar á tengdamóðurinni var hve lágt verðið var. Tengdasonurinn gaf þá skýringu á þessu athæfi væri sá að tengdamamma kæmi of oft í heimsókn og stoppaði of lengi. Fyrir utan það að fara í vinnuna sína hékk hann sjálfur á Pöbbnum, svo það vakti furðu allra hvernig hann gat yfir höfuð nokkuð vitað um veru tengdamömmu á svæðinu þar sem var sjálfur víðsfjarri. Hann hlýtur að hafa verið gæddur einnhverri fjarskynjun, allavega taldi hann sig vera húsbónda á sínu heimili, hvort sem hann var staddur þar eður ei.
mbl.is Fálkaorður boðnar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband