Færsluflokkur: Lífstíll
Það hefur sýnt sig að þegar stjörnurnar láta til sína taka, þá ganga málin. Afríka hefur notið góðs af framtaki því sem stjörnurnar hafa sýnt. Um það er engin spurning.
Eins og að kreista blóð úr steini. Þetta er samlíkingin, þegar að þessum ríku iðnríkjum kemur, ef um vopnakaup væri að ræða þá eru til nógir peningar. Ef það á að drepa fólk eða limlesta það, þá er ausið út peningum. Þá er nefnilega verið að gera þá ríku, ríkari, kaupa af þeim vopn. Greiða fyrir aðgengi þeirra að olíu. Hálfur heimurinn sveltur, er okkur alveg sama? Það er verið að drepa sárasaklaust fólk, er okkur alveg sama.? Ef okkur er sama þá eigum við ekki heima í mannlegu samfélagi.
![]() |
Stjörnur þrýsta á leiðtoga á G8-ríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 8. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki Þýski Kanslarinn Angela Merkel kona? Það held ég, hún var það allavega síðast þegar ég vissi. Ég vona bara að Antífemínistar fái nú ekki flog. Kona, Kanslari og í forsæti G8, hehe. Og stendur sig afspyrnu vel. Meira að segja USA, lúffar. Fín frétt.
Auðvitað streittust Bandaríkin við öllum tilraunum Angelu Merkel til að setja fram ákveðin markmið í mengunarmálunum þrátt fyrir að þetta sé framfaramál. Einhverjir aðrir hagsmunir ráða ferðinni, það er svo oft þannig að græðgin stjórnar.
![]() |
Leiðtogar G8 sættast á minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Fimmtudagur, 7. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er gott mál, miðað við þau mál sem hafa komið upp, er svo sannarlega þörf á virkri rannsókn á ferli þeirra sem leita eftir samskiptum við börn, hvort sem um vinnu eða eitthvað annað er að ræða.
Það hefur sýnt sig að betra er að fara varlega við ráðningu fólks t.d. í skóla...við barnaheimili og frístundaheimili, allsstaðar þar sem hætta er á að fólk misnoti aðstöðu sína.
![]() |
Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Fimmtudagur, 7. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Karlmenn hafa kvartað sáran undan því að hafa ekki umgengnisrétt við börn sín, til jafns við mæðurnar eftir skilnað. En nú lítur út fyrir að þau mál séu mikið að lagast. Hjónaskilnaðir eru svo algengir í dag og oft er það þannig að börnin gleymast í rifrildi um eigurnar, en börn eiga svo sannarlega sinn rétt og sá réttur er að eiga bæði föður og móður sem hægt er að umgangast á eðlilegan hátt.
Þó að foreldrunum semji ekki, er ekki þar með sagt að börnin eigi að gjalda þess. Báðir foreldrar eiga skyldur við börnin, það fylgir því ábyrgð að eignast börn.
![]() |
498 hjón skildu og 577 pör slitu sambúð á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 6. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
![]() |
Bandaríkin: Ekkert G8 samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 6. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég og mikið, mikið fleiri styðja við þessa ráðstefnu um Veðurfarsbreytingar. Angela Merkel kanslari Þýskalamds er í forsæti þessarar ráðstefnu, Avaaz.org hefur safnað undirskriftum þessu máli til stuðnings, þetta er mál nútíðar og framtíðar. Þessi tími er svo dýrmætur, nú er um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og vinna í málinu, okkur til heilla og afkomendum okkar.
Avaaz.org eru samtök sem berjast fyrir því að við verjum og verndum umhverfi okkar, og þessi samtök berjast líka fyrir friði, Alheimsfriði, en það tekst ekki nema við sýnum lit og tökum þátt í að gera heiminn íbúðarhæfan, með því að halda friðinn við nágranna okkar og náttúruna. En til að þetta takist verðum við að halda friðinn á öllum vígstöðvum, við umhverfið og náttúruna og mannfólkið.
Vinnum saman að þessu máli.
![]() |
Hvetur leiðtoga G8 að taka frumkvæði í baráttunni við veðurfarsbreytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Miðvikudagur, 6. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem mér finnst persónulega sniðugast við fréttir Mbl. er hvaða skoðun mismunandi bloggarar hafa á fréttinni. Sumum finnst hluturinn vera í stakasta lagi en öðrum finnst það alls ekki. Skoðun er látin uppi, konur, karlmenn láta auðvitað skoðun sína óspart í ljósi, en stundum hefur maður einhverja tilfinningu fyrir því að það sé í rauninni ekki svo mikill munur á skoðunum kynjanna, þetta virðist renna útí eitt. Ég hef nú alltaf haft þá skoðun að kynin séu langt frá því að vera eins, þá á ég ekki við, bara líffræðilega, heldur í skoðunum líka. Þetta er dálítið forvitnilegt, ég ætla að halda áfram að skoða athugasemdir við Moggafréttirnar. Þessi viðbrögð sem maður sér þar, eru virkilega rannsóknarefni.
Og nú er George Michael undir smásjánni. Er ekki alltaf verið að ávísa á þunglyndislyf? Það er víst allra meina bót. En George blandaði einhverri vitleysu saman við, og eftir köstin eru, rænuleysi, blóðsýni og auðvitað lögreglan. Við hverju bjóst maðurinn eiginlega.? Hann virðist vera algjörlega dómgreindarlaus, þó hann syngi eins og engill og hann hefur útlitið með sér, eða allavega stundum. Ég eiginlega þvælist á milli þess að finna til með Goðinu og þess að hann verði að skilja að þetta sem hann gerði er ólöglegt og þessvegna Lögreglumál.
![]() |
Michael ók undir áhrifum lyfjakokkteils" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Þriðjudagur, 5. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Bruce Willis hótar að drepa drengi sem fara út með dætrum hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Þriðjudagur, 5. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er hvorutveggja tekið með það farið er að heiman. Maður er algjörlega háður þessum tækjum og þá sögu má örugglega segja um marga fleiri, hvort sem það er nú viðurkennt eður ei.!!!!!
Það má hafa samband við allt og alla, um allann heim með þessum undratækjum. Auðvitað er fullt af fólki sem misnotar þessa tækni, en oft er hægt að sjá í gegnum ruglið og setja niður hælana. En stundum halda ruglararnir áfram í skjóli nafnleysis, en oft má líka sjá í gegnum það. Það sem er mjög svo áhrifaríkt er að hafa einhverja gulrót, þá er bitið á agnið. En þessi tækni er svo frábær, og ég ætla svo sannarlega að notfæra mér hana áfram. Hún hefur miklu fleiri kosti en ókosti, sem sagt fullt af plúsum.
![]() |
Fimmti hver Bandaríkjamaður tekur fartölvuna með í fríið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Mánudagur, 4. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Passion, Temptation, Obsession segir á umslaginu um þessa mynd og það verður ekki annað sagt um þessa mynd WOODY ALLEN´S. Myndin byrjar svo sakleysislega, hún segir frá tennisleikaranum Chris Wilson sem vantar meiri stöðugleika í sitt líf svo hann ræður sig sem tennisþjálfara í einkaklúbbi í Lundúnum. Og þar byrja hjólin að snúast, og stöðugleiki er ekki það sem hann finnur.
Þessi mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handritið og það er frábært og reyndar alveg ótrúlegt hvernig sýnt er í myndinni, það sem á eftir kemur, en samt kemur allt áhorfanda á óvart.
Brian Cox, Matthew Goode og Scarlett Johansson leika aðalhlutverkin og leika þau afspyrnu vel. Hvernig Chris breytist, úr þessum sakleysislega og metnaðarfulla einstaklingi sem er í reynd að leita að meiri festu í líf sitt, en hvernig það fer á allt annan veg. Þetta handrit setur Woody Allen á toppinn sem leikstjóra: Match Point er dramatísk gamanmynd......og þykir hún vera ein allra besta myndin hans um margra ára skeið. Ég tek undir þetta, ég mæli hiklaust með þessari mynd hún er ekkert minna en frábær. Reyndar leit ég og lít enn á hana sem spennumynd, en sjáið hana og fylgist með því sem gerist, það gerði ég og ætla að sjá hana aftur. Hún kemur á óvart.
Lífstíll | Mánudagur, 4. júní 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar