Slúður...

Áhugi fólks á slúðri er því miður staðreynd. Gula pressan heldur sig við það efni, en einhver verður að lesa og kaupa slúðrið. Og það virðist alltaf vera til fólk sem beinlínis lifir á slúðri um náungann. En einhver svakalega gáfaður sagði einhverntímann, " Að betra væri illt umtal (slúður) en ekkert," ekki er ég nú alveg viss um það. Að minnsta kosti virðast þeir sem verða fyrir barðinu á slúðrinu ekki vera ýkja hrifnir, stundum.

Svo er líka til fólk sem gerir útá umtal, (slúður) og það gerir allt til að komast í Gulu Pressuna. Hvað varðar okkur sem dæmi um einkahagi fræga fólksins, hvort Britney Spears rakar á sér höfuðið eða hvort Brad Pitt og Angelína Jolie eru að gera hitt eða þetta. Ég held að þessi þörf fyrir slúður stafi af því að fólk þorir ekki að taka áhættur í sínu eigin lífi svo það lifir bara í gegnum líf annarra. Al Gore er hreint ekki ánægður með þetta og hvetur fólk til að beina áhuganum að raunverulegum málum eins og loftlagsbreytingunum eða Írak.


mbl.is Gore gagnrýnir áhuga fólks á slúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Því miður þá þrífast sumir af slúðri og helst vansæld og óhöppun annara!  Óskiljanlegt hreint út sagt   Fólki þykir sjaldnast mikið koma til þess goða og jákvæða sem rekur a fjörur samferðamanna okkar!  Þetta er undir okkur komið, meiri samúð og hvatningu vantar sennilega ásamt viðhorfi .... 

Þú talar um slúðurblöðin og það sem er kanski hvað merkilegast að sem dæmi ísl. útgáfan Séð og Heyrt er í þessum flokki, fólk kaupir það og segir að það sé lélegt .... etc  Spurning hvor er lélegri, lesandinn eða framleiðandinn sem er að þessu í hagnaðarskyni. 

www.zordis.com, 27.5.2007 kl. 08:03

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir kommentið Zordis, það er örugglega rétt að sumir þrífast á slúðri um annað fólk. Meiri samúð og hvatningu og annað viðhorf, þessu þarf öllu að breyta á jákvæða veginn en í sumum tilfellum dugir bara ekkert af þessu. En það er rétt hjá þér að það er spurning um hvor er verri sá sem les eða sá sem skrifar, en hugsanlega eru báðir að græða, annar fær andlegt fóður en hinn fjárhagslegan gróða sem sagt peninga. Úff...en svona er þetta stundum. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.5.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Slúður er alveg nauðsinlegt - að vissu marki, og þá væntanlega af einhverri ákveðinni gerð, en hver á að tæma um það, hvað er gott eða slæmt slúður verður seint fundið út. Við vitum náttúrulega um ýmislegt sem er slæmt slúður, svo sem það sem bitnar á fólki og jafnvel skaðar það, en svo er til "heppilegt" slúður, og eru það þá sögur sem koma einhverjum að gagni, og er sá/sú jafnvel höfundurinn af slúður sögunni. Jú jú, við vitum náttúrulega að mörg tímarit og blöð hagnast á slúðri, og þá oftast af "slæmu" slúðri.

Sigfús Sigurþórsson., 28.5.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband