Færsluflokkur: Lífstíll

Meirihlutasamstarfið sprungið með....hvelli

Nýjasta fréttin er að borgarstjórnar samstarfinu sé lokið. Nú er forvitnilegt að vita um framhaldið. Whistling
mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvístígandi

Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera í  þessu efni víða erlendis er fólki treyst og vín og bjór selt eins og hver annar varningur. Ég held ég hafi aðeins í eitt skipti séð spánverja fullann en ég hef oft séð íslendinga fulla og þó er vínið bara selt í sérverslunum ÁTVR.

Hefur það nokkuð að segja annars, hvaða skoðun við hinn almenni kjósandi höfum um málið að segja? Einhver annar, óábyrgur tekur ákvörðunina, hvort eða er.


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær skáldkona

Það var ekki minnst á Doris Lessing í þættinum hans Egils sem var í sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur bara á karlskáldin sem væntanlega fengju þessi verðlaun.

Doris Lessing, er frábær rithöfundur og á þessi verðlaun svo sannarlega skilið. Ekki það að fleiri skáld, af báðum kynjum hefði ekki átt þessa virðingu skilið, það er nefnilega mikill heiður að fá þessi verðlaun. Halldór Kiljan Laxness fékk Nóbelinn 1955  og við Íslendingar fylltumst stolti. Og höfðum til þess fulla ástæðu.


mbl.is Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lísa í Undralandi

Það mætti halda að okkar ágæti borgarstjóri væi rammviltur í Undralandi, ég var nefnilega á þessum aukafundi sem skellt var á í Ráðhúsinu og hlustaði á nauðvörn D lista manna.

Borgarstjóri át upp aftur og aftur hve mikils virði Orkuveitan væri, það vissum við fyrir sem sátum á áheyrendabekkjunum. Það var imprað, í restina á að borgarstjóri hefði verið móðgaður og kallaður lygari af einum andstæðingnum en það var tekið til baka og beðist afsökunar.

Það sem hangir raunverulega á spýtunni er auðvitað: Að einhverjir útvaldir hafi ekki aðgang að auðlindinni sem er almenningseign og það séu ekki gerðir við þá Kaupréttarsamningar, vinstri, hægri. Þessir samningar eru algjör hneisa og hver ber pólitíska ábyrgð?

Dagur B. Eggertsson mæltist vel og hélt hann sér við efnið og fékk að launum, bæði lófatak og hlátur.

Þá reis frú forseti (D-listi) upp og bað viðstadda að sýna virðingu, annars yrði staðurinn rýmdur. Er það ekki virðingaleysi við almenning að taka svona einhliða ákvarðanir þegar um eign þeirra er að ræða.

Svandís Svavarsdóttir talaði sköruglega var einbeitt og rökföst, þetta er ámátlegur kattaþvottur, sagði hún um málflutning borgarstjóra og þá líklega Björns Inga, annars er hann víst að snúa við blaðinu.

Við verðum að standa vörð um almenna hagsmuni!!!!!!

Spurt var í Kastljósinu í kvöld: Hvor á að víkja ? Björn Ingi eða Vilhjálmur borgarstjóri?  Manni skilst að einhver höfuð hafi fengið að fjúka, eins gott að það séu þau réttu.


Sterkur karakter

Þennan þurfum við í forsvari vegna Orkuveitunnar, hann lætur sig ekki hvað hátt verð sem  Trump býður, góðurWink

Á undanförnum 18 mánuðum hefur Trump boðið tvívegis í landareign Forbes. Fyrra tilboðið var upp á 43 milljónir kr. og það síðara var 3 milljónum kr. hærra. Forbes segir að hann ætli sér ekki að selja landið, hvað svo sem Trump komi til með bjóða í framtíðinni. Þetta segir Mbl fréttin.

Ég held við ættum að bjóða karlinum hingað hann væri góð fyrirmynd í allri útrásinni. Cool

 


mbl.is Donald Trump og skoskur sjómaður í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum okkur frið á jörð....

Þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey fylltist ég af einhverju stolti, að Viðey...Ísland var valið sem friðarboði. Hver vill ekki frið á þessari jörð? Auðvitað vitum við að það verður aldrei....en að senda þessa ljósgeisla út í loftið með góðum hugsunum, er meiriháttar. Vonandi virkar þessi súla.
mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör viðbjóður....!!!!!

Gott hjá Interpol að auglýsa PERRANN. Svona skepnur á að auglýsa og taka úr umferð.....strax. Vonandi hefst uppá þessari andstyggð.
mbl.is Interpol leitar eftir aðstoð á Netinu við að handsama barnaníðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins....Loksins

Mikið var að Vesturveldin tóku við sér. Það hefur sýnt sig að ekkert þýðir að setja viðskiptabann á Búrma, saklausir borgarar verða harðast úti, það kemur nefnilega niður á sakleysingjunum sem ekkert hafa til saka unnið nema það eitt að búa á svæðinu.

Orð eru svo sem til alls fyrst, en þau duga ekki nema í byrjun. Það verður að grípa til róttækra aðgerða svo að árangur náist.


mbl.is Vesturveldin þrýsta á stjórnvöld í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsirammi....

Hvers vegna er refsiramminn ekki fullnýttur þegar að nauðgunarbrotum kemur? Menn sleppa með ótrúlega léttan dóm þó að allir viti að nauðgun er glæpur. Dómararnir vita það, almenningur veit það, nauðgarinn veit fyrir víst að hann fær vægan dóm og getur þessvegna endurtekið sálarmorðið. allir vita að refsiramminn er ekki nýttur þegar að nauðgun kemur.

Það hlýtur eitthvað meira en lítið að vera að í samfélagi sem lýtur svona á þessi sálarmorð. Nauðgun er glæpur og ætti að dæmast sem glæpur.


mbl.is Nauðgun er sálarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stinningarlyf.....

Það eru veitt verðlaun fyrir alla skapaða hluti. Þotuþreyta í hömstrum!!!! Hehe...í alvöru. Og það sem meira er stinningarlyf eru notuð í rannsóknirnar og þetta heitir Ig Nóbelsverðlaun. LoL

Þessi frétt er meiri háttar og þetta heita tímamótarannsóknir á samkynhneigð!!!!! Óvinahermenn fyllast óviðráðanlegri kynlöngun til hvors annars, þetta er sko mikið betri frétt en fréttir um pyntingar og dauða. En samt mætti engin til að taka við þessum verðlaunum. Af hverju skyldi það vera?


mbl.is „Samkynhneigðarsprengja" hlýtur Ig Nóbelsverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband