Færsluflokkur: Lífstíll
Hvaða skilyrði ætli herforingjastjórnin setji??? Það verður fróðlegt að vita hvað kemur út úr þessum viðræðum. Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi á annann áratug og nú á að tala við hana, eins gott að hershöfðinginn sitji á reiði sinni, hann þolir sjáanlega ekki vel skoðanaskipti og engan veginn Suu Kyi. Vonandi verður dauðdagi munkanna (Búdda munkar) til þess að eitthvað breytist. Að auki dráðu þeir japanskan blaðamann, skutu bara af handahófi og þetta var sýnt í beinni.
Vonandi grípa Vesturveldin í taumana og setja á þá einhverskonar bann. Það versta er að saklausir borgarar verða verst úti ef sett verður á þá viðskiptabann.
![]() |
Leiðtogi Búrma segist tilbúinn að eiga fund með Suu Kyi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Fimmtudagur, 4. október 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrapp út á bókasafn og rakst þá á bókina, " Bush On The Couch," Inside the mind of a president, bók þessi er skrifuð af sálfræðingi að nafni Justin A. Frank. Það er margt í þessari bók sem er virkilega þess virði að lesa. Eftir útgáfu bókarinnar, bjóst höfundurinn við því versta, en bókina fann ég á bókasafninu svo höfundurinn hlýtur að vera hérna megin ennþá. Höfundur segir: ef sjúklingur hjá mér segði einn hlut en gerði annann, þá vildi ég vita hversvegna......Ég myndi hafa áhyggjur af tilveru þeirra sem hann kæmi nálægt, óttast um öryggi þeirra.Í síðustu þrjú ár hef ég skoðað með vaxandi áhyggjum afneitun sama einstaklings. En hann er ekki, einn af sjúklingum mínum. Hann er forsetinn okkar!!!! (þetta er lausleg þýð.á upphafi bókarinnar.)
Mér datt þessi bók í hug þegar ég horfði á Kastljósið fyrir stuttu síðan og sá þá Pétur Tyrfingsson sálfræðing sem var að tala um óheðbundnar lækningar og var hann alfarið á móti þeim og talaði þannig að maður fékk óbeit á hroka mannsins. Ekki ætla ég mér að fullyrða eitt né neitt um þessar aðferðir en eitt veit ég þó, að það er sammannlegt að þurfa á snertingu að halda og það er einmitt það sem gerist við svokallaðar óhefðbundnar lækningar. Snerting er hverjum manni nauðsynleg , ég mæli með því að læknastéttin sem er að svo mörgu leyti góð, ég hef reynslu af því, og óhefðbundnar lækningar, vinni saman svipað og gert er í Bretlandi og ég er sannfærð um að þetta samstarf skilar árangri. Fordómar eru aldrei til góðs, það er staðreynd.
Lífstíll | Fimmtudagur, 4. október 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Clinton hlýtur að vera skyldur mér, mamma var rauðhærð og örugglega komin af Írum. Írar fóru ekki bara til Færeyja, þeir komu við hérna á Íslandi líka og af báðum kynjum.....karlar og konur, eða hvað voru þær ambáttir? Allavega þá skildu þeir eftir ýmislegt sem bendir til að við séum af þeim komin.
Ég er afspyrnu stolt af því að við Clinton eigum sameiginlega forfeður, hann hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér,bæði sem forseti og maður. Hann hefur einhverja töfra sem heilla, ekki bara mig, heldur mikið fleiri.
![]() |
Bill Clinton segist finna til skyldleika með Færeyingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Mánudagur, 1. október 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki veit ég hvað mikið er af verðlaunasamkomum eru í veröldinni, en auðvitað eru þau frægustu Oskars verðlaunin og bíða allir kvikmyndaunnendur spenntir eftir þeim. En þau eru sko mikið fleiri, Gullbjörninn í Berlín, Sundance hátíðin í USA sem Robert Redford á heiðurinn af og fleiri og fleiri.
Íslendinga hafa í seinni tíð gert garðinn frægan og unnið til verðlauna og þeir eiga þau fyllilega skilið fyrir framlag sitt. Við eigum frábæra kvikmyndaleikstjóra og leikara sem standa þeim heimsfrægu fyllilega á sporði. Og nú erum við íslendingar að eignast okkar fyrsta virkilega spennu framhaldsþátt, ,, Mannaveiðar," vonandi stendur þessi byrjun fyrir því að fleiri þættir verði gerðir. Björn B. Björnsson var bæði leikstjóri og allavega að hluta meðframleiðandi að, ,,Kaldaljósi," sú mynd stóð virkilega fyrir sínu sem spennumynd, bæði var henni vel leikstýrt, leikarar stóðu sig afspyrnu vel og myndatakan var ekkert minna en frábær. Ísland í vetrarham, það fáum við ekki oft að sjá, glansmyndir af frægum stöðum af landinu okkar í sumarskrúða og við kjöraðstæður það er það sem við sjáum oftast. En í þessari mynd sjáum við allt aðra mynd og þessi mynd stendur fyrir sínu.
Ég hef séð mjög margar af íslenskum kvikmyndum gegnum tíðina og finnst þeir standa að flestu leyti útlendum kvikmyndum á sporði. Mér datt þetta svona í hug þegar ég las Mbl. og sá um þessa verðlauna afhendingu , ég hef að vísu ekki séð þessa mynd en um leið og ég sá nafn Paul Austers og að hann væri formaður dómnefndar þá vissi ég að það væri ástæða til að skoða þessa frétt nánar, ég þekki hann sem rithöfund og það af góðu einu, hann er merkilegur rithöfundur, og höfðar til mín.
![]() |
Wayne Wang fékk gullskelina í San Sebastian |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 29. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki veit ég hvernig færi fyrir mörgum hjónaböndum og sambúðum, á Vesturlöndum ef það eitt að glápa á sjónvarp væri næg ástæða til skilnaða. Ég er ansi hrædd um að hjá okkur hérna á Íslandi séu aðrar ástæður sem liggja að skilnaði. Sem dæmi: spenna, vegna ógreiddra reikninga, fólk er svo lítið saman, pörin kynntust aðeins í tilhugalífinu og svo koma börnin og allt það, svo sem fyrrnefndir reikningar og fleira og fleira.
Best að glápa bara á sjónvarpið.
Myndir eru allt annað en staðreyndir.
![]() |
Ósiðlegt sjónvarpsgláp olli skilnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 29. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er fólk að hugsa í USA? Er það nema von að maður spyrji. O.J.Simpson var sýknaður af þessum sömu morðum en þá tóku ættingjar þeirra myrtu sig til og hófu málssókn, einkamál og unnu það mál. Hvernig getur svona nokkuð gerst?
Það er ekki hægt annað en vera hissa á USA. Ég sem hélt að íslenskt réttarfar ætti heimsmet í furðulegum dómum. Þ.e.a.s. í Vestrænum heimi. En það er margt skrítið í kýrhausnum.
![]() |
Ný bók O.J. Simpsons vinsæl í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 29. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oprah hefur lengi, gert það afspyrnu gott í sjónvarpsheiminum. Að því viðbættu að hún hefur leikið í kvikmyndum, gert kvikmyndir þar sem hún hefur verið, framleiðandi og bókum hefur hún komið á framfæri og gert höfunda þekkta um leið og hún lætur þeirra getið í sjónvarpsþáttunum. Hún gefur líka út blað þar sem eru einungis,myndir af henni sjálfri á forsíðu.
Sá sem er nr.7 er Dr. Phil, en honum kom hún á kortið og er hann líklega orðin frægur um allan heim fyrir sína þætti. Fleiri hefur gert fræga með því að styðja við bakið á þeim og hagnast hún auðvitað á því tiltæki. Hún hefur sett upp skóla fyrir litaðar unglingstelpur í Afríku og er það flott framtak.
Svo það er ekki nema von að hún beri svona mikið úr bítum, framkvæmdasemi hennar er með ólíkindum. Hún er frábær kona og á allt gott skilið, hún hefur reynst mörgum svo vel sem minna mega sín.
![]() |
Oprah lang launahæsta sjónvarpsstjarnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Föstudagur, 28. september 2007 (breytt kl. 11:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er með andstyggilegasta veðri sem ég get hugsað mér. Rok og rigning, ég fékk samt heimsókn austan af fjörðum og þau létu sig hafa það að keyra alla leiðina, í þessu líka veðri.
Vonandi gengur þetta veður fljótt niður, lægðir í biðröðum hafa svo sannarlega áhrif á sálartetrið, til hins verra. Úff.....
![]() |
Óvenjumikil úrkoma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Fimmtudagur, 27. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við eigum eigið tungumál sem við getum verið og erum örugglega stolt af. Núna í sumar ver ég erlendis og þá barst í tal hvað við Íslendingar værum margir. Ég svaraði því auðvitað, ca. 300 þúsund og hvaða mál talið þið.? Við þessa spurningu varð ég hálfhvumsa, auðvitað okkar eigið mál, íslensku. Eigið þið, bara 300 þúsund manns eigið tungumál? Ég hélt kannski að þið töluðuð ensku.
Ó...nei, við tölum okkar eigið tungumál íslensku og það sem meira er við erum stolt af okkar tungumáli.
Þetta samtal rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las á forsíðu einhvers blaðs að fólk gengi hreinlega út úr búðum vegna þess að þeir/þær sem ynnu á kössunum töluðu hvorki Íslensku né ensku. Þetta er fólk sem við hleypum inn í landið er þá ekki lágmarkið að þetta fólk fái fría kennslu í okkar tungumáli svo bæði það og við getum gert okkur skiljanlegt.
Mest af þessum innflytjendum er láglaunafólk, það vinnur störf sem íslendingar kæra sig ekkert um sjálfir og hefur alls ekki efni á því að fara á rándýr námskeið að maður minnist nú ekki á ósköpin að eftir 8-10 klst. vinnu er engin orka eftir til að læra heilt tungumál. Við hvern er að sakast.?
Á Spáni sem dæmi, er hægt að fá fría kennslu í spænsku,(reynsla) í Svíþjóð er sama sagan uppi á teningnum, innflytjendur geta og læra málið áður en þeim er treyst í önnur störf. Hérna þarf sjáanlega að gera mikið í þessum málum.
Aðhlynningarmálin eru í stakasta ólestri, Íslendingarnir sem komnir eru til ára sinna, og hafa gert þetta þjóðfélag byggilegt með vinnu og borgað skatta sína og skyldur. Þeir geta tæplega gert sig skiljanlega við starfsfólkið sem talar enga eða litla Íslensku.
Nú er mál að linni og að þetta mál verði tekið föstum tökum.
Lífstíll | Þriðjudagur, 25. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáum við virkilega hrós fyrir drykkjuþol, sjálf menningarþjóðin með þjóðararfinn, allar bækurnar og hetjurnar sem riðu um héruð. Menn hjuggu mann og annann, bláedrú, býst ég við. Eða hvað?
Við höfum ýmislegt til að hreykja okkur af , sjálf er ég, miðað við þetta algjör þjóðarósómi. Hef aldrei drukkið neinn undir borðið og stend varla í lappirnar eftir nokkar skálar. Ég held við þurfum nauðsynlega á fleiri svona grínistum að halda, til að kynnast okkur nánar, þ.e. þjóðarsálinni.
![]() |
Dáist að drykkjuþoli Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Þriðjudagur, 25. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar