Lísa í Undralandi

Það mætti halda að okkar ágæti borgarstjóri væi rammviltur í Undralandi, ég var nefnilega á þessum aukafundi sem skellt var á í Ráðhúsinu og hlustaði á nauðvörn D lista manna.

Borgarstjóri át upp aftur og aftur hve mikils virði Orkuveitan væri, það vissum við fyrir sem sátum á áheyrendabekkjunum. Það var imprað, í restina á að borgarstjóri hefði verið móðgaður og kallaður lygari af einum andstæðingnum en það var tekið til baka og beðist afsökunar.

Það sem hangir raunverulega á spýtunni er auðvitað: Að einhverjir útvaldir hafi ekki aðgang að auðlindinni sem er almenningseign og það séu ekki gerðir við þá Kaupréttarsamningar, vinstri, hægri. Þessir samningar eru algjör hneisa og hver ber pólitíska ábyrgð?

Dagur B. Eggertsson mæltist vel og hélt hann sér við efnið og fékk að launum, bæði lófatak og hlátur.

Þá reis frú forseti (D-listi) upp og bað viðstadda að sýna virðingu, annars yrði staðurinn rýmdur. Er það ekki virðingaleysi við almenning að taka svona einhliða ákvarðanir þegar um eign þeirra er að ræða.

Svandís Svavarsdóttir talaði sköruglega var einbeitt og rökföst, þetta er ámátlegur kattaþvottur, sagði hún um málflutning borgarstjóra og þá líklega Björns Inga, annars er hann víst að snúa við blaðinu.

Við verðum að standa vörð um almenna hagsmuni!!!!!!

Spurt var í Kastljósinu í kvöld: Hvor á að víkja ? Björn Ingi eða Vilhjálmur borgarstjóri?  Manni skilst að einhver höfuð hafi fengið að fjúka, eins gott að það séu þau réttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Undraland er flókið svæði .... ég hef ekki mikið vit á gerendum í þessu leikriti en sendi þér hlýjar kveðjur!

www.zordis.com, 10.10.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Já...satt segir þú, það er sko hægt að Villa-st í Undralandi.

Takk fyrir hlýjar kveðjur, vonandi hafa flutningarnir tekist vel hjá þér og eru nú afstaðnir.

Hlýjar kveðjur til þín og þinna.

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.10.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband