Færsluflokkur: Lífstíll

Tækifæri...

Þetta er flott, og ef að íslendingur kemur af stað nýju æði.....þá er ég til í tuskið. Ég var einmitt að hugsa um að taka þátt í ævintýrinu.....en....Wink
mbl.is Íslendingur tekur þátt í nýjum raunveruleikasjónvarpsþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listrænir hæfileikar...hehe...

Eða hvað? Þarf ekki listræna hæfileika til að setja myndir í texta. Það ætla ég að reyna fljótlega. Wink

Skotvopn.....

Þessu er ég algjörlega sammála, það er nefnilega hægt að drepa og vinna óbætanlegt tjón með byssum. Crying Hryllilegustu atburðir hafa gerst einmitt þar sem byssur eru leyfðar og allur almenningur á greiðan aðgang að ´þeim. Það þarf nú ekki að fara lengra en í sjónvarpið til þess að sjá afleiðingar skotvopna. Fréttirnar eru alls ekki fyrir viðkvæma, segir þulurinn, ofbeldið og viðbjóðurinn sem viðgengst er svo hrikalegur að allt venjulegt fólk vill bara loka augunum.

Börnin í minni fjölskyldu fá ekki byssur til að leika sér með, það er gott og líklega áhrifaríkast að byrja innan fjölskyldunnar, þá er kannski einhver von að mannskapurinn skilji hættuna, byssur eru ekkert leikfang. Gott mál hjá Angelínu og Brad Pitt að banna leikfangabyssur. Sleeping Þetta ættu fleiri að gera.


mbl.is Ekkert ofbeldi fyrir leikarabörnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástamál....

Þetta er nú meiri flækjan, eins gott að hver og einn þekki sinn og sína. Wink  Penélope Cruz er fín leikkona, sömu sögu er að segja um Nicole Kidman, Smile  en Tom Cruse er leiðindaskarfur.
mbl.is Eru Cruz og Kravitz saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNEKKJAN.....

Baugmenn ættu að lesa þessa frétt, snekkjuferðalög eru ekki sjálfsögð, alltaf. Íslendingar kippa sér ekki upp við snekkjuferðir, það hefur sannast í löngum og vafasömum réttarhöldum hérna á Fróni. Um að gera að njóta peninganna, hver sem nú á þá. Wink
mbl.is Sarkozy gerir lítið úr snekkjuferðalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggt er gests augað...

Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að setja inn texta hérna, í hvert sinn sem ég reyni að vista þá hverfur allt saman.  Úff...ritandinn er rokinn út og suður með textanum sem hvarf. Crying

En suður í Hafnarfjörð var ákveðið að fara og byrja í Fjörukránni og fá sér eitthvað í svanginn, en það var þá lokað. En við tókum samt þá ákvörðun að koma seinna og þá að kvöldlagi og helst um helgi og virkilega leita uppi anda forfeðranna, Víkinganna. Víkingarnir höfða svo sannarlega til mín, ég er farin að hafa grun um að ég hafi verið uppi á þeim tíma, eitthvað Deja Vu dúkkar upp í huganum og það er sko engin blekking. Wink

En allavega þá varð okkur litið yfir fjörðinn, sem glampaði í sólinni og logninu, og þá blasti við smábátahöfnin og það var ævintýri líkast. Þarna lágu bátarnir, flestir í hvítir í grunninn, og biðu eiganda sinna. Og við óskuðum okkur að við ættum einn slíkan og við myndum láta okkur hverfa þó ekki væri nema nokkra klukkutíma, ég verð kapteinninn, pantaði ferðafélaginn, og stýri, þú verður að hafa einn með þér sem kann á þau mál. Ó, en hvað á ég þá að vera og gera? Þú verður konan um borð, og segir til um hvert við eigum að fara, hehe. Þessi var góður, það er árið 2007, Wake Up, baby. Þar með var sá draumur rokinn, maður verður nefnilega að lifa drauminn til enda, hvaða ár sem er.Wink

Ferðafélaginn var algjörlega heillaður af Hafnarfirði og vildi helst setjast þar að, en í bili sættumst við á A. Hansen og fórum þar inn og fengum okkur frábæra súpu og salatrétt. Gamla húsið undirstrikaði enn betur hjá aðdáanda Hafnarfjarðar ágæti staðarins og við eigum eftir að koma aftur og aftur. Staðurinn býður upp á nánari kynni, við eigum nefnilega ýmislegt sem við þessir innfæddu sjáum ekki vegna nálægðar en gesturinn sér og nýtur. KissingSmile


Íslenskar mæður......

Ég er móðir, á rammíslensk börn sem hafa verið alin upp á Íslandi sem samkvæmt,: Save The Children er eitt af bestu löndum í heimi til að ala upp börn. Ég á son í Svíðjóð og barnabarn og það er líka eitt af bestu löndum í heimi fyrir mæður og börn. Svo ég er ein af þessum lánsömu mæðrum sem gat og get gefið börnunum mínum besta vatn í heimi, það þekki ég af reynslu. Þak yfir höfuðið, mat að borða, en það er meira en sagt verður um börn sem alast upp víða í Afríku. Ég á líka dóttir og barnabörn á Spáni og þau hafa nóg að bíta og brenna. Öll læknaþjónusta og skólamál eru í fínum farvegi, þó er hún einstæð móðir sem á vin sem er fráskilinn, en hugsar eins og dóttir mín, vel um börnin sín.

Við erum svo sannarlega heppinn hérna á Norðurhveli jarðar, það er best að ala börnin sín upp hérna norður frá. Spánn er líka flottur og gerir mikið fyrir börnin um það er engin spurning.

Feður sem hafa rænu á að hugsa um börnin sín, uppskera eins og þeir sá. Börn eru svo sannarlega manneskjur með tilfinningar, allan skalann. Verndum börnin okkar, þau eiga það skilið, og skiptum okkur af þeim, þau vilja það. Öll börn eru börnin okkar. HeartSmile Við uppskerum eins og við sáum.!!!!!!!!!


mbl.is Best að vera móðir í Svíþjóð og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrútið var loft og þungur sjór...

Hafið hefur alltaf heillað mig, ekki það að  ég vissi ekki um, flóð og fjöru, skipskaða, öldurnar sem geta orðið himinháar. Innst inni vissi ég þetta alltsaman, ég sá meira að segja Titanic og allar þær hörmungar sem yfir farþegana dundu, sem voru, að því að þeir töldu sjálfir eins öruggir og hægt væri í þessu stóra og flotta skipi. Þar sem voru öll lífsins þægindi og þjónar til að framkvæma allann þennann lúxus. En hafið hafði vinningin í þeim hildarleik og sjórinn, ef hann tekur sig til með aðstoð veðurguðanna hefur æði oft vinningin. En samt hugsaði ég ekki um hafið á þennann hátt, ég sá bara fegurðina.

Einhverju sinni lenti ég í matarboði, þar var stödd ensk kona og sagði hún.: I cant stand the sea it is always moving. En er ekki lífið einmitt þannig, alltaf á hreyfingu. Auðvitað er margt að varast, en það er ekki hægt, ef maður ætlar að njóta þess, að vera tortrygginn og alltaf á vaktinni.

Svo ég hef hugsað mér að njóta sjávarins, þrátt fyrir hætturnar, og þá ætla ég auðvitað líka að njóta lífsins, einmitt vegna þess að í því felst að vera ekki stöðugt að líta yfir öxlina af ótta við að eitthvað leynist þar. Lífið er eins og sjórinn á stöðugri hreyfingu og ég ætla bara að stíga ölduna og taka því sem að höndum ber. Joyful


Framhjáhald......??????

Í grein sem birtist í Nýju Lífi (7. tbl. 29 árg. 2006) segir, : Hóran í hádeginu - fjölskyldan á kvöldin. Sú grein segir okkur að  eitthvað er um að íslenskir karlmenn flækist í net kynlífsins utan sambúða eða hjónabands, en það er spurningin um að borga fyrir greiðann, sumir vilja fá allt frítt, þannig er líka auðveldara að fela eða þá að hrein níska ræður ferðinni.

Sumir eru auðvitað algjörir PERRAR en leyna á sér, en ekki lengi. Ég vil gjarnan benda fólki á þessa furðulegu grein, hún er þess virði að lesa hana. Þessi grein MBL. kom mér til að muna eftir þessu blaði. En sínum augum lítur hver silfrið, það segir þessi grein í dag okkur og hin greinin líka. Whistling


mbl.is Bandaríkjamenn líklegri til framhjáhalds en Frakkar; og skammast sín meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munur á kynjum...

Því segi ég það sem ég hef alltaf haldið....það er munur á kynjum. Konur eru rómantískari, engin spurning. Heart
mbl.is Geta horft aftur og aftur á Stjörnustríðsmyndirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband