Tær Snilld .....

Passion, Temptation, Obsession segir á umslaginu um þessa mynd og það verður ekki annað sagt um þessa mynd WOODY ALLEN´S. Myndin byrjar svo sakleysislega, hún segir frá tennisleikaranum Chris Wilson sem vantar meiri stöðugleika í sitt líf svo hann ræður sig sem tennisþjálfara í einkaklúbbi í Lundúnum. Og þar byrja hjólin að snúast, og stöðugleiki er ekki það sem hann finnur.

Þessi mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handritið og það er frábært og reyndar alveg ótrúlegt hvernig sýnt er í myndinni, það sem á eftir kemur, en samt kemur allt áhorfanda á óvart.

Brian Cox, Matthew Goode og Scarlett Johansson leika aðalhlutverkin og leika þau afspyrnu vel. Hvernig Chris breytist, úr þessum sakleysislega og metnaðarfulla einstaklingi sem er í reynd að leita að meiri festu í líf sitt, en hvernig það fer á allt annan veg. Þetta handrit setur Woody Allen á toppinn sem leikstjóra: Match Point er dramatísk gamanmynd......og þykir hún vera ein allra besta myndin hans um margra ára skeið. Ég tek undir þetta, ég mæli hiklaust með þessari mynd hún er ekkert minna en frábær. Reyndar leit ég og lít enn á hana sem spennumynd, en sjáið hana og fylgist með því sem gerist, það gerði ég og ætla að sjá hana aftur. Smile Hún kemur á óvart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband