Færsluflokkur: Lífstíll

Brúðkaup

Og nú var komið að brúðkaupi. Tíminn hljóp frá okkur svo að við náðum ekki að fara í kirkjuna en þar fór athöfnin fram að kristinna manna sið. En klukkan fjögur átti að mæta í veisluna en við mættum um 4:30 þá var eitthvað af fólki mætt, en stundum fær maður það á tilfinninguna að fólk sé með almanak á hendleggnum í staðinn fyrir úr.  en það er að mörgu leyti hið besta mál, ekkert stress. Veislan var haldin í einu af úthverfum borgarinnar í sal sem var með upphækkun í enda salarins og þar var búð að koma fyrir sófa fyrir brúðhjonin og reikna með svaramönnum sitt til hvorrar handar við brúðhjónin.

Til hliðar var komið fyrir stólum, sitt hvoru megin öðru megin voru ættingjar og vinir brúðarinnar og hinu megin þeir sem tilheyrðu brúðgumanum. Nú átti nefnilega að halda ræður á báða vegu. Um 6 leytið var boðið uppá drykki og svona í framhaldi af því mættu brúðhjónin og settust en þá voru allir búnir að koma sér fyrir. Sumir komu langt að, þarna var t.d. ein hvít kona frá Þýskalandi og svo við frá Íslandi.

Ræðumenn, það skal tekið fram fyrir antífemínista að það voru einungis karlmenn sem héldu ræður. Ræðumenn tíunduðu hvað brúðhjónin hefðu nú fengið í brúðargjöf og gáfu foreldrar brúðgumans þeim nýjan bíl, m.a. en foreldrar hennar gáfu belju, þær eru víst mjög dýrmætar í Afríku. Sem betur fer var ágætis túlkur við hliðina á okkur sem leiddi okkur í allann sannleika um það sem sagt var annars hefðum við lítið vitað um gjafirnar. Eftir að ræðumenn höfðu lokið máli sínu, eftir langan tíma, því að þeir stóðu upp sitt á hvað bæði til að segja frá gjöfunum og hrósa brúðhjónunum, þá var borðað og Afríkönsk tónlist spiluð. Maður fær einhverja annarlega já og seiðandi tilfinningu þegar maður hlustar á þessa tónlist, mér finnst hún meiriháttar og hún höfðar svo sannarlega til mín.

Við fórum frekar snemma, dansinn var eftir en við vorum með lítið barn með okkur sem þurfti að komast í ró. Þarna var fullt af fólki sumt svo ótrúlega vestrænt í útliti, það sem skildi á milli var litarhátturinn og þessir tveir menningarheimar. En við erum öll fólk með tilfinningar og skoðanir og auðvitað þarf að sýna sveigjanleika þannig að skoðanir beggja heima fái að njóta sín en það er víst þannig þegar fólk þó það sé af sama litarhætti þá tekur tíma að finna rétta farveginn fyrir bæði svo að báðir aðilar fái að njóta sín. En gefum við alltaf tækifærin, tölum saman og leitum úrræða, eða hlaupum við bara frá öllu saman og eignumst nýjan partner og hefjum leikinn aftur.

En allavega þá var þetta búðkaup fínt start og vonandi verður framtíðin þeim hagstæð. InLove

Heyrumst


Minningarathöfn....

 

 Svo furðulegt sem það er þá kom kvikmyndin, "Four Weddings And A Funeral" upp í hugann þegar ég fór við minningarathöfn ungs manns sem var við háskólanám í Frakklandi. Hann hafði farið niður að strönd og alda hrifið hann,ósyndan, með sér. Hann var rétt rúmlega tvítugur en bróðir hans sem er búsettur í Svíþjóð hélt um hann minningarathöfn í gömlu íþróttahúsi úti í skógi þar sem trén voru svo hávaxin að það rétt sá fyrir endann á þeim. Umhverfið var óneitanlega dularfullt og hæfði vel tilefninu, sjálf hafði ég ekki þekkt þennann unga mann, aldrei svo mikið sem séð hann, en hann hafði verið góður vinur og ættingi fólksins sem ég dvaldi hjá. Svo ég fór með, ég hafði reyndar komið sérstaklega til að vera viðstödd eina ákveðna athöfn en þá dundu allar þessir atburðir yfir og þar á meðal þessi minningarathöfn.

Til að standa straum af þessu, tók fólk frá Afríku sig saman og lagði bæði peninga og mat af mörkum.Svartur prestur minntist hins látna og hið sama gerðu vinir hans. Það er svo hræðilega sorglegt þegar ungt fólk í blóma lífsins kveður svo snögglega. Ljóð W.H. Audens sem var flutt í kvikmyndinni "Four Weddings And A Funeral," er svo frábært og það var svo vel flutt í kvikmyndinni og þaðáalltaf vel við.

 

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He is Dead.
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last forever: I was wrong.

The stars are not wanted now; put out every one,
Pack up the moon and dismantle the sun,
Pour away the ocean and sweep up the woods;
For nothing now can ever come to any good.

Meira aðeins seinna.....Sóldís 

 

 


Ólíkir menningarheimar.....eða....??????

Annars eru hér í nágrenninu hjón frá Afríku. Þau eiga eitt barn sem hvorki getur talað né gengið en er tveggja ára og frúin á von á öðru barni fljótlega. Þau eru nýflutt og með fullt af kössum með ýmsu dóti, óupptekið. En systir mannsins var að fara að  gifta sig svo maðurinn brá sér til Afríku til að vera viðstaddur giftinguna sem staðgengill látinna foreldra þeirra. Svona er hefðin rík og tekur yfir alla skynsemi, samt er maðurinn háskólamenntaður á vestræna vísu í SAMSKIPTUM. Ætli pabbinn hafi séð þetta fyrir þegar hann gifti dótturina.

En nú var málið orðið nálægara, nákomið skyldfólk var að fara að trúlofa sig. Þau voru löngu byrjuð búskap og áttu meira að segja eitt barn!

Veislan byrjaði um tvöleytið á laugardegi en þá var búið að flytja næstum allt úr stofunni í annað herbergi því að veislan var haldin heima. Elda mat, margréttað fyrir tugi manna enda reyndist fjöldinn vera um 50 manns. Í startið töluðu samningamennirnir um kaupin ávæntanlegri brúður sem auðvitað lét ekki sjá sig fyrr en samningar höfðu tekist og komið á hreint með verðið. (Leikrit....ekki gleyma því.) Beljur sem eru þó nokkuð verðmætar í þessum hluta Afríku voru notaðar sem viðmiðun og því nokkuð í húfi að kýrnar væru sem flestar það sýndi svart á hvítu hvers virði konan væri. 

Það var túlkur til staðar til að útskýra fyrir okkur sem ekki töluðum málið hvað væri í gangi, framvinduna í leikritinu. Á sama tíma var faðir brúðarinnar væntanlegu að halda aðra veislu heima hjá sér.

Eftir mikil ræðuhöld og samningaumleitanir á báða bóga var komist að niðurstöðu og þá birtist kærastan loksins klædd að sið innfæddra, þessari innkomu fylgdu kossar og fjafir til mæðra parsins en á eftir þessari seremóníu var snætt og teknar myndir en síðan var Marsípan tertan skorin handa gestum. Kakan var búin til að íslenskum kokki og var frábær, með nöfnum parsins og flottum ávaxtaskreytingum.

En veisluhöldin héldu áfram, þetta var orðin eins og framhaldsmynd af, "Four Weddings And A Funeral."  Og reyndar magnað og áhrifaríkt, allt saman. Meira seinna. Heyrumst. Heart


Hefðir....

 Í Festum.

Klukkan tifaði áfram og yfir sjö, en það var umræddur tími. Við vorum boðin í trulofunarveislu þarsem kærastinn var staddur í Afríku, heimalandi sínu að halda uppá trúlofunina með föður kærustunnar en sem sagt kærastan hélt í gilli fyir vini og vandamenn í Svíþjóð. Partíið var haldið á þriðju hæð í stúdentagarði og plássiðmjög takmarkað, en einhvernveginn voru allir mjög sáttir með það, rétt eins og með klukkuna. Klukkan sjö þýddi einhverntíma á því bili, annars var bara beðið. Þessum tíma mátti hagræða en framtíðin var lífið sjálft.

En þetta er ekki alveg svona einfalt.

Faðirinn lætur ekki verðmætin sem felast í því að eiga dóttur af hendi við við hvern sem er. Fræg er sagan af því þegar faðir vísaði 5 manna sendinefnd sem mætti til að semja um kaup á dóttur. Faðirinn sem lika hafði sér til styrktar og halds 5 manns sagði að kaupandi væri siðlaus skepna, drykkfeldur, lauslátur, færi illa með fé og engan veginn samboðinn fjölskyldunni. Sendinefndin druslaðist í burtu með skottið ámilli lappanna og auðvitað varð ekkert úr smningum. Svona fer þegar svikin vara er á boðstólunum og upp kemst um svikin tímanlega.

Já, alveg rétt, það blandaðist inn í málið að það voru tengsl við ráðherra og auðvitað flækti það málin en frú ráðherrans var systir móður umræddrar konu. Það skal tekið fram að hérna var um sannkristið fólk að ræða, ekki einhverrar annarar trúar og Amen eftir því efni.

Er þetta spurning um heila öld aftur í tímann miðað við vestræn gildi,- eða er þetta spurning um sjálfstæði. Að ekki sé hægt að selja konur eins og húsdyr þar sem allt ræðst af eigandanum.

En nú var dansinn eftir. Sú sem var að trúlofa sig startaði dansinum, alein, en ekki lengi karlmenn og konur bættust í hópinn og það var sko dansað af hjartans list, þetta Afríkufólk er svo hávaxið og grannt og gengur þráðbeint, bæði konur og karlar. Konurnar eru sumar eins og hávaxnir karlmenn, þær eru ekkert endilega brjóstamiklar en um rassinn gegnir öðru máli, hvað grannar sem þær eru, þá skagar rassinn út og það er ekki löstur, það er meiri háttar flott. Þó sumar konurnar séu aðeins þybbnar eru þær fit og flott og bera sig vel.Músikin var eins og maður væri komin inn í frumskóg, framandi en seiðandi og flottur og grannir hávaxnir líkamar sveiguðust í takt við hana.

Endast þessi hjónabönd betur en vestræn hjónabönd sem er nú oft og tíðum ekki stofnað til af mikilli forsjá og algjörlega án hjálpar eða afskipta foreldranna. Og þó er nú skárra að væntanlegum foreldrum og fjölskyldunni líki sæmilega við nýja meðliminn.

Auðvitað er þetta gert alltsaman með hefðirnar í huga og leikriti líkast.En það kom nú ýmislegt fleir til sögunnar, en meira seinna. Ég er reyndar í bloggfríi en fylltist af einhverri dularfullri þörf fyrir að trúa blogginu fyrir þessari upplifun. Hérna nefnilega varðveitast hlutirnir. Og það er svo frábært.

 

 

 

                                     

 


Barnaklámhringur...

Lögreglan stendur sig afspyrnu vel í þessu átaki sem er í gangi núna, vonandi heldur lögreglan áfram. Police

Allhrikaleg frétt var á Stöð 2 núna í kvöld. Devil


mbl.is Átta Svíar grunaðir um að reka barnaklámhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlíf.....

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af börnum og unglingum inni á Netinu, jafnvel fullorðið fólk getur brennt  sig illilega þar, svo það er eins gott að fara varlega. Hætturnar leynast víða. Það er nefnilega fullt af svikahröppum sem nota Netið og það í versta tilgangi.

SO.....VARÚÐ....Varúð.

Inni á Netinu eru allskonar PERRAR sem sigla undir fölsku flaggi.


mbl.is Foreldrar vilja takmarka aðgang barna að klámi og ofbeldi í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KLÁM....

Barnaklámhringur sem telur, ég æpi og skrifa, 700 meðlimi í 35 löndum er ótrúlegt. Þetta fólk á dauðadóm skilið, hvernig er hægt með góðri samvisku að níðast á saklausu barni. Það er eitthvað meira en lítið athugavert við þetta hræðilega fólk, Siðleysi eða algjöra Siðblindu þarf í svona hroðalegt ofbeldi. Aðgerðir lögreglunnar í þessu máli eru til hreinnar fyrirmyndar og er vonandi að lögreglan geti náð sem flestum af þessum ógeðslegu þrjótum og þeir fengið almennilega refsingu, ekkert hálfkák dugir á svona forhert fólk....ef fólk skyldi kalla.
mbl.is Barnaklámshringur með 700 meðlimi upprættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litarháttur....

Ég er nú alls ekki viss um að fjárhagsástæður séu stærsti þátturin í því að fólk af sama þjóðerni þjappar sér saman og myndar svokölluð, "Gettó." Það eru örugglega margar ástæður sem ráða ferðinni, sem dæmi menningin, tungumálið og litarhátturinn. Fyrir mína parta held ég stundum að ég sé litblind þegar að litarhætti fólks kemur, stóra málið er að fólk sé vel innrætt, gott fólk og heiðarlegt, það spilar stórt hlutverk. En það er ekki auðvelt að komast að fólki og kynnast því náið þegar það safnast saman og fær allann sinn styrk frá fólki af sama þjóðerni, hefðir þjóðar eru af hinu góða ef um heilbrigða hluti er að ræða og innflytjendur eru tilbúnir að semja sig að háttum, menningu og tungumáli þeirrar þjóðar sem þeir flytja til.

Ég hef búið þó nokkuð erlendis og veit fyrir víst að þeir sem aðlagast best eru þeir sem samþykkja nýja umhverfið, tungumálið og menningu þjóðarinnar sem upphaflega bjó/og býr í landinu. Það þyðir alls ekki að þeir þurfi að láta af öllum sínum hefðum og menningu en allt verður samt að miðast við nýja landið og fólkið sem þar býr.


mbl.is Vísar að innflytjendahverfum að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Royale.....

Á þessu sést nú best að Bloggið er ekki fyrir neinn ruslaralýð, drottningin í Bretlandi sendir tölvupóst,vinstri,hægri og er með mini iPod að auki. Að vísu hefur hún ritara, hamast ekki sjálf á lyklaborðinu, en hún semur það sem á fara til ættingja og vina og fleiri. Ég er nú samt að hugsa um hvort hún hefur einhverja prívatlínu eða hvort, að konunglegu bréfaskriftirnar, séu bara látin flakka beint á Netið. Úps...það getur ekki staðist, þar geta allir lesið, allt.


mbl.is Konunglegur tölvupóstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listamaður...

Ragnar bjarnason á þennan heiður svo sannarlega skilið. Hann er búin að standa sig frábærlega vel í gegnum tíðina.....en ég held að hann sé aldrei betri en núna. Til hamingju Ragnar Bjarnason, þetta er flott.
mbl.is Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband