Misjafnt höfumst við að.....

Skrapp út á bókasafn og rakst þá á bókina, " Bush On The Couch,"  Inside the mind of a president, bók þessi er skrifuð af sálfræðingi að nafni Justin A. Frank. Það er margt í þessari bók sem er virkilega þess virði að lesa. Eftir útgáfu bókarinnar, bjóst höfundurinn við því versta, en bókina fann ég á bókasafninu svo höfundurinn hlýtur að vera hérna megin ennþá. Höfundur segir: ef sjúklingur hjá mér segði einn hlut en gerði annann, þá vildi ég vita hversvegna......Ég myndi hafa áhyggjur af tilveru þeirra sem hann kæmi nálægt, óttast um öryggi þeirra.Í síðustu þrjú ár hef ég skoðað með vaxandi áhyggjum afneitun sama einstaklings. En hann er ekki, einn af sjúklingum mínum. Hann er forsetinn okkar!!!! (þetta er lausleg þýð.á upphafi bókarinnar.)

Mér datt þessi bók í hug þegar ég horfði á Kastljósið fyrir stuttu síðan og sá þá Pétur Tyrfingsson sálfræðing sem var að tala um óheðbundnar lækningar og var hann alfarið á móti þeim og talaði þannig að maður fékk óbeit á hroka mannsins. Ekki ætla ég mér að fullyrða eitt né neitt um þessar aðferðir en eitt veit ég þó, að það er sammannlegt að þurfa á snertingu að halda og það er einmitt það sem gerist við svokallaðar óhefðbundnar lækningar. Snerting er hverjum manni nauðsynleg , ég mæli með því að læknastéttin sem er að svo mörgu leyti góð, ég hef reynslu af því, og óhefðbundnar lækningar, vinni saman svipað og gert er í Bretlandi og ég er sannfærð um að þetta samstarf skilar árangri. Fordómar eru aldrei til góðs, það er staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband