Ástkæra ylhýra.....

Við eigum eigið tungumál sem við getum verið og erum örugglega stolt af. Núna í sumar ver ég erlendis og þá barst í tal hvað við Íslendingar værum margir. Ég svaraði því auðvitað, ca. 300 þúsund og hvaða mál talið þið.? Við þessa spurningu varð ég hálfhvumsa, auðvitað okkar eigið mál, íslensku. Eigið þið, bara 300 þúsund manns eigið tungumál? Ég hélt kannski að þið töluðuð ensku.

Ó...nei, við tölum okkar eigið tungumál íslensku og það sem meira er við erum stolt af okkar tungumáli.

Þetta samtal rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las á forsíðu einhvers blaðs að fólk gengi hreinlega út úr búðum vegna þess að þeir/þær sem ynnu á kössunum töluðu hvorki Íslensku né ensku. Þetta er fólk sem við hleypum inn í landið er þá ekki lágmarkið að þetta fólk fái fría kennslu í okkar tungumáli svo bæði það og við getum gert okkur skiljanlegt.

Mest af þessum innflytjendum er láglaunafólk, það vinnur störf sem íslendingar kæra sig ekkert um sjálfir og hefur alls ekki efni á því að fara á rándýr námskeið að maður minnist nú ekki á ósköpin að eftir 8-10 klst. vinnu er engin orka eftir til að læra heilt tungumál. Við hvern er að sakast.?

Á Spáni sem dæmi, er hægt að fá fría kennslu í spænsku,(reynsla) í Svíþjóð er sama sagan uppi á teningnum, innflytjendur geta og læra málið áður en þeim er treyst í önnur störf. Hérna þarf sjáanlega að gera mikið í þessum málum.

Aðhlynningarmálin eru í stakasta ólestri, Íslendingarnir sem komnir eru til ára sinna, og hafa gert þetta þjóðfélag byggilegt með vinnu og borgað skatta sína og skyldur. Þeir geta tæplega gert sig skiljanlega við starfsfólkið sem talar enga eða litla Íslensku.

Nú er mál að linni og að þetta mál verði tekið föstum tökum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband