Mergurinn málsins....

Það hefur verið talsvert í umræðunni að konur séu ekki nógu atkvæðamiklar og áberandi í t.d. pólitík. Hverju sé um að kenna og allt það. (Gamla lumman.)

En skoðum málið aðeins.

Karlar hafa verið í valdastöðunni langt, langt aftur í tímann. Einni og einni konu er hleypt í gegnum Þennann valdamúr og stundum hefur maður það á tilfinningunni að það sé dúsa svona rétt til að halda friðinn. En hvernig líta karlmenn á konur svona yfirleitt? Eru það gömlu hlutverkin sem ráða ferðinni, eiga konur bara að vera húsmæður og mæður og vinna hlutastörf til að leggja í púkkið með eiginmanninum, eða hvað? Eru þessi gömlu gildi á lífi ennþá? Eða hefur sumt af þessu lifað af og fylgt hlutverkinu.

Í dag mennta konur sig og afla sér þekkingar og eru fljúgandi greindar, en passar það í raun og veru við hlutverk þeirra? Ég er hreint ekki viss um það.

Nú er leiði, tímarnir breytast nefnilega, við verðum að fylgja með. Meira að segja Frakkar sem hafa eingöngu litið á konur sem leikföng handa þeim (körlunum) skipað konur í ráðherraembætti.

Við erum konur, það er vitað fyrir löngu. En við erum konur ...... Með .....heilabú sem virkar.

En hvert er þá hlutverk karlanna? Eru þeir í Tarsan hlutverkinu með svuntu. Nú versnar í því....hvorugt kynið þekkir sitt hlutverk, eru allir þessir skilnaðir og endalaus óhamingja útaf því. Þetta er sko flókið og eldfimt mál. Og enginn virðist geta svarað.Crying

Svo ég ætla að glápa smástund á sjónvarpið, þá þarf ekki að hugsa neitt. En til öryggis....Sweet Dreams og Góða Nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Góðan dag! Ekki auðvelt að svara þessu með kynhlutverkin nema að því leyti að lífsklukkan tikkar, grerind og meðalgreind, kona eða karl ... Fyrst og fremst persónur sem standa á bak við grímuna! 

Fátt sem skilur kynin að nema kanski líkamlegur styrkur og konfektmolinn! 

www.zordis.com, 19.5.2007 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband