Að lifa af....og vel það.....

 Ég var að sannfærast eina ferðina til, að kvikmyndin, "Lawrence of Arabia," stenst tímans tönn. Myndin var tilnefnd til 7 Oskarsverðlauna og hún á allar þessar tilnefningar skilið, myndin er frábær.

 Myndinni er leikstýrt af David Lynch og aðalhlutverkið leikur stórkostlega Peter O´Toole.Myndin er síðan 1962 og er að sögn Steven´s Spielberg, " A miracle of a film,"sum atriði í myndinni eru hreint út sagt heillandi. Í myndinni koma fram í misjaflega stórum hlutverkum, Ómar Shariff ( Egypti sem leikur stórt hlutverk), Antony Quinn, Alec Quinness, Jack Hawkings, Jose Ferrar, Antony Quayle allt þungavigtarleikarar frá gömlum tíma.

Ég hélt satt að segja að myndin myndi ekki þola nýja skoðun, en ég fór alveg villu vegar þar. Þessi sanna saga stenst fyllilega nýtt áhorf,þar sem Lawrence reynir að sameina hina grimmlyndu og árásargjörnu araba og leiða þá til sigurs gegn heimsveldi Tyrkja á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar.

Um Arabíu Lawrence sagði Winston Churchill, " I deem him one of the greatest beings alive in our time.I do not see his like elsewhere.His name will live in English letters; it will live in the annals of war; it will live in the legends of Arabia."

Og þetta er sko ekkert smáræði, myndin er stórkostleg. Ég legg til að þessi mynd, þó löng sé, ( 218 mín.)   skoðist á nýan leik, og ef þið hafið ekki séð hana áður,þá er full ástæða að skoða hana núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Man að ég sá þessa mynd, bara sem krakki eða unglingur. Peter O´Toole er náttúrulega næg ástæða til að sjá þessa mynd aftur. Ég er mjög svag fyrir breskri kvikmyndagerð almennt.

Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Peter O´Toole er svo sannarlega ástæða til að sjá þessa mynd, hann er frábær leikari. Ég er hræðilega, svag, fyrir góðum myndum og enskar myndir eru í sérflokki.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, ég veit ekki Sóldís. Þegar ég loksins hafði það af að horfa á þessa margfrægu mynd þá hafa væntingar mínar líklega verið fullmiklar. Alla vega varð ég fyrir vonbrigðum.

Emil Örn Kristjánsson, 15.9.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband