Verðlaunaafhendingar ...!!!!!

Mæli sterklega með

 

Leit út um gluggann í morgun um tíuleytið og þá var snjór yfir allt, það er svo sannarlega vetur enn.

Þó megum við víst þakka fyrir smá snjó því hrikalegir fellibyljir ganga yfir Florida og leggja heilu hverfin í rúst og flóð ganga yfir annars staðar og svipta fjölskyldur heimili sínum. Hræðilegt.

Ég fann þessar perlur á slóðinni hans Magna í gær og finnst þetta frábært:

Yesterday is history,

tomorrow is mystery,

but today is a gift,

that is why its called the present.

Flott....Heart

Heyrumst.....Smile


Lífið getur verið flókið...

Núna er leikritið Eilíf hamingja á fjölunum í Borgarleikhúsinu. Svo þangað liggur leiðin á næstunni. Manni skilst að leikrítið sé meiriháttar. Smile

Var að fá boðskort í brúðkaup og það hefst svona: Ást er... Heart Þetta er flott...

Ég ætla að hlusta á Ísland í býtið þar verður leikritið Eilíf hamingja tekið til umræðu. Smile

Heyrumst....Happy


Hvar eru mörkin...???

Hef verið að lesa bækur að undanförnu sem eru gefnar upp sem meistaraleg Erótík...hmmm.!!! Heart

Seinni bókin sem ég hef verið að lesa er eftir Gabriel Garcia Marques og heitir, Memories of my melancholy whores. Á bókarkápu segir: "Masterful.Erotic. As hypnotizingn as it is disturbing." Svo sannarlega var ég hálfrugluð við lesturinn. Sagan segir af níræðum piparsveini sem ákveður að leyfa sjálfum sér að njóta villtrar nætur með jómfrú. InLove Bjartsýni..? Það er spurningin.

Það er svo furðulegt að lesa svona bókmenntir, " Garcia Márques has composed, with his usual sensual gravity and Olympian humor, a love letter to the dying light. " Þetta segir John Updike í The New Yorker. Halo En hvað finnst venjulegum lesanda.? Jómfrúin er ekki nema 14 ára. "Yet with this sleeping beauty at his side, it is he who awakens to a romance he has never known." Kissing Sumir virðast geta gert svona furðulegar aðstæður að meistaraverki. Dæmi nú hver fyrir sig.

"Dætur hafsins, eftir Súsönnu Svavarsdóttur, var fyrri bókin sem ég las. Rammíslenskur höfundur og kona að auki. Joyful Mér finnst þurfa mikinn kjark til að skrifa um svona viðkvæmt efni. Ég legg engan dóm á hvernig til hefur tekist í þessum bókum. En einhvernveginn fannst mér ég þurfa að koma þessu hérna inn, umræðan hefur verið svo mikið á þessum nótum að undanförnu. Errm

Danir unnu Íslendinga með aðeins einu marki í framlengdum leik. Crying Eigum við að skæla aðeins saman.

Heyrumst....Smile


Spaugstofan stóð fyrir sínu spaugi....að vanda.!!!!!

Spaugstofan getur verið meiriháttar fyndinn og hún var það svo sannarlega í kvöld. Nú var það þróunarsaga maurasamfélagsins. Wink Ómægod....hverju skyldi maður nú tilheyra?

Ísmaurarnir eru nefnlega af nokkrum tegundum, auðmaurinn sem dæmi trónir náttúrulega efst. Það fer enginn í grafgötur um það, þegar þeir, eiga sem dæmi afmæli.  Frægir uppgjafasöngvarar, sem að vísu kostar nokkrar millur að fá á svæðið, þenja raddböndin um þessa nýríku auðmaura. Whistling

Svo eru lágstéttarmaurarnir, þeir eru auðvitað sérkapituli, þeir eru nefnilega svo margir. Þeir eru t.d. ótrúlega duglegir að fara í kaffi og svoleiðis s.s. skrifa reikninga. Auðmaurunum til skapraunar, en auðvitað komast þeir ekki upp með það til lengdar. Devil

Auðmaurarnir hafa nefnilega sérstakt dómskerfi sem virkar þeim í hag. Cool

En það er laugardagskvöld og undirbúningur undir Erovision á fullu, átta lög voru spiluð. En eins og Páll Óskar sagði 90% af lögunum eru "crap" sem sagt tóm tjara en 19% eru gull, hann er gullgrafari og finnur örugglega gullið. Wizard En annars varð Jónsi með lagið, Segðu mér, númer 1.....númer 2 var Eiríkur Hauksson, gamla kempan með rokkagið eftir Svein Rúnar Sigurðsson, Ég les í lófa þínum. Númer 3 var kallaður fram Friðrik Ómar, hann var með frábært lag, Eldur eftir Grétar Örvarsson.

Mér fannst þetta nokkuð góð útkoma. Kissing

Heyrumst......Smile


Fer samt í sund.....!!!!!

Nú er sko þoka alveg niður að jörð, en það breytir nú samt ekki miklu, ég ætla í sund. Vatnið hressir, bætir og kætir, engin spurning. Smile Er samt búin að drekka 2 vatnsglös í morgun, það er víst algjört lágmark. Jafnvel þó maðurinn sé gerður úr 70% vatni þarf samt vatn úr krananum til að halda balance.

Hef verið að kíkja bloggið hérna inni og finnst ég vera hræðilega sjálfmiðuð, miðað við ýmislegt. Frown

Heimurinn er á heljarþröm, spilling og allskonar ósómi þrífst sem aldrei og fyrr. Það virðist ekkert vera hægt að gera, það eru einhverjir spillingagaurar sem ráða ferðinni. Allt sem er sagt, sem er í rauninni svo skynsamlegt, dettur bara um sjálft sig, ekkert gerist, ekkert breytist. Er mannskepnan virkilega svona hræðilega hefnigjörn og gráðug? Crying

Það vill nú samt svo vel til að hérna inni á Mbl. blogginu hafa sumir svo frábæran húmor og það lyftir sko andanum. Smile Húrra fyrir þeim.!!!!

Heyrumst......Happy


Nú er það svart...!!!

Ég hef verið að spá í það að undanförnu að fá mér eitthvað dýr, en það er víst algjörlega bannað í þessu húsi. Crying Svo ég verð líklega að fá mér eitthvað í mannsmynd. Þá verður það líklega að vera eitthvað uppblásið og umfram allt löglegt. Police

Manni skilst að allt sé vaðandi í bófum Bandit sem framkvæma fyrst og tala svo, ef þeir eru þá nokkuð að hafa fyrir því að tala yfir höfuð. Úps...

En það er svo sem allt í lagi að láta sig dreyma. Sleeping Ef að t.d. köttur væri inni í myndinni þá er það víst ferlegt vandamál hvað þeir eru sjálfstæðir, bara koma og fara að vild. Hundur væri líklega skárri kostur og þó, það fer víst eftir tegund. Sumir hundar eiga það til að gelta einhver ósköp, eins gott að velja rétta tegund. Líklega er bara skást að láta sig dreyma, það kostar ekkert, ekkert vesen nema að kíkja í draumráðningabókina. Woundering

Núna er best að drífa sig í bólið og inn í draumalandið. Joyful

Heyrumst......Smile


Þolinmæði þrautir vinnur allar.....!!!!!

Fór til Svíþjóðar í desember og var þar fram í janúar. Ég tók með mér nokkrar kvikmyndir á diskum og þar á meðal franska mynd um Mörgæsir. En auðvitað tók ég alvarlegan feil á myndum, þessi var um Mörgæsir, engin spurning. En hún var í alvöru og kostaði slíkt þunglyndi og ég sem ætlaði bara að kenna þolinmæði. Hehe....smákennari í mér.!!!! FootinMouth

Myndin fjallaði sem sagt um hvernig lífi þessar Mörgæsir lifa. Þær labba eða renna sér á maganum langar, langar leiðir sem tekur langan, langan tíma. Þá tekur frjógvunin við og það er bara eitt egg inni í myndinni. Í byrjun sér mamman um eggið eða þangað til hugrið rekur hana af stað og það er enginn smáspölur sem hún þarf að fara til að ná sér í æti. Á meðan passar karlinn eggið og stendur í sömu sporum í ca. 3 mánuði eða þangað til kerlingin kemur til baka, södd og sæl. En þá er karlinn orðinn örmagna úr hungri og kulda. Crying Þvílíkt líf.!!!

Ég held nú samt að þolinmæðin hafi komist til skila, lituð af þunglyndisáhrifum. Næsta mynd verður Léttir Fætur, sú mynd fjallar um Mörgæsir líka en á annan hátt. Það var horft á fyrri myndina til hálfs, restin bíður betri tíma. Wink

Heyrumst.....Smile


Foreldrar, fín mynd.....!!!!!!

Fó að sjá íslensku kvikmyndina, Foreldrar, hún er númer 2 í tríólógíu. Myndin er vel leikin og þar finnst mér bera hæst Ingvar Sigurðsson, nútíma tannlæknir með takmarkaðan skilning á tilverunni. Wink Ný útgáfa af Ingvari, flott og velheppnuð.

Myndin er mjög góð, að vísu var ég hrifnari af mynd nr. 1....Börnum, en þessi er fín, vel leikin, vel teki og á allan hátt íslenskum kvikmyndaiðnaði til sóma. Rós í hnappagatið. Kissing

Það er fullt af góðum kvikmyndum í gangi og það er sko freistandi. InLove

Heyrumst......Smile


Mynd sem allir ættu að sjá.....!!!!!

 

User Comments:

202 out of 303 people found the following comment useful:-
Excellent performances, superb direction, wonderful script!, 25 May 2006
10/10
Author:
locationmanager from Ireland

Babel is my film of the year, and probably the best film I've seen in quite a few years. The film looks at relationships, from husband/wife, parent/children, brother/sister and plays around the themes of love in adversity. The characters are all interlinked in a very random way, it's a little like 10 degrees of separation. The film is set in Morocco, Mexico, Japan and the US, and the director makes full use of the different backdrops to bring the picture alive. The characters are deep and insightful, each has a problem to face up to and the subtle, naturalistic way their issues play out make for truly emotional cinema. This is not a film about heroes, it's a film about trying to make the right choices when your back is to the wall, and the doubts that go with this. Great movie, especially if you're a parent as your protective instincts will kick in at least once during this movie!

Þessi umsögn var inni á Google. Mæli með þessari mynd.

Heyrumst....Smile


ÚPS.....!!!!!

Blush Tók heldur betur feil. Ætlað að svara bloggi dótturinnar, en setti textann inn á mitt eigið blogg. En ég meinti allt sem ég sagði inn á blogginu. Það er hreint ótrúleg hvað fólk getur lagst lágt í nafnleysi. GetLost

Samt er órökstuddur grunur um hver nafnleysinginn er....!!!!!! Pouty

Á þá að láta til skrarar skríða?..... Devil

Er að spá í að setja bloggvini inn á hjá mér, en kann ekki nóg á tölvuna til gefa skipanirnar. Smile Vantar sjáanlega einhverja aðstoð við málið. Ég er búin að reyna allt mögulegt en ekkert gengur, samt sé ég að aðrir bloggarar eru með langar raðir af bloggvinum. HJÁLP...!!!!!

Heyrumst vonandi, fljótlega......Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband