Ég skil vel að þú sért búin að fá nóg af þessu leyni bloggi, það er óþolandi að maður sé með blogg síðurnar sínar í læstum hirslum. Fólk nennir ekki að fara inn á þær með leyniorðum. Það að einhver dóni setji óþverra inn á síðurnar, bendir auðvitað til þess að eitthvað meira en lítið sé að viðkomandi.
Ég get ekki vorkennt svona vesalingum sem finna sig í svona framkomu, ég vona bara að viðkomandi fái þessa hegðun borgaða í einhverri mynd. Það heitir víst á ensku, PAYDAY, það kemur nefnilega alltaf að skuldadögunum.
Það að aðrir þurfi að líða fyrir hegðunina, er alveg út úr korti.
He, he, en mér er alvara, þetta er óþolandi.
Það er samt frábært að heyra að krakkarnir gera það gott, Ólafur í skákinni, það er örugglega frábær íþrótt. Perla seinna í fótboltanum, hún þarf mikla hreyfingu svo fótboltinn á örugglega vel við hana. Það hafa fleiri konur innan fjölskyldunnar verið í fótboltanum og gert það gott.
Í kvöld ætla ITC konurnar að hittast á Súfistanum í Hafnarfirði og ætla ég að mæta. Það verður gaman að hitta gömlu félagana á nýja árinu og heyra nýjustu fréttir af þeim.
Fór að hitta Bellu til að láta hana hafa gjafakortið, núna er fullt af útsölum í gangi svo vonandi getur hún nýtt sér þetta eitthvað.
Heyrumst seinna....knús og allt það,
Mamma
Lífstíll | Miðvikudagur, 17. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýja árið byrjar vel, veðurfarslega, eða hitt þá heldur. ! Úff....snjór og hálka yfir allt. Spáin er þannig að það á víst að hlýna aðeins í komandi viku, en hvað þýðir það? Meiri snjó.?
Vonandi vorar snemma, veturinn er óttalega leiðinlegur í þessu formi. Líklega er best að koma sér ritthvað annað þar sem er meiri hlýja. En hvert.? Heimurinn er víst á heljarþröm, það eru allir að berjast og drepa.
En líklega er best að vera bara bjartsýnn, dagarnir fara að lengjast smátt og smátt.
Allavega lifum við í voninni um gott vor og sumar í framhaldinu.
Hef stundað kvikmyndir af kappi og sá síðast Kalda slóð. Ramm íslensk mynd og ótrúlega vel leikin og tekin. Ísland í vetrarham. Á tveimur stöðum í myndinni fannst mér ég vera komin, eitt augnablik, á kvikmyndina Shining. Myndin er frábær og virkilega þess virði að sjá hana. Íslensk spennumynd af bestu sort.! Drífðu þig. !!!!!
Heyrumst.....
Lífstíll | Sunnudagur, 14. janúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú fer nýtt ár að ganga í garð, eina ferðina til. Góð tíðindi í Mbl. í dag að Jón Kalmann var heiðraður, frábært, ekkert minna. Hann er mjög góður rithöfundur, skrifar þéttann og lýriskan texta.Ég hef lesð eftir hann og hlustaði á upplestur eftir bókunum hans. það var meiriháttar. Bókasafn Kópavogs á heiður skilið fyrir hvað vel það stendur sig í því að fá til sín frábæra höfunda.
Hvernig skyldi nú þetta nýja ár verða, svona prívat. Betra en þetta sem er að líða undir lok?
Ég ætla rétt að vona að það verði gott og gjöfult, ekki bara prívat, heldur fyrir alla heimsbyggðina. Ekki veitir af. Friður hefur verið eins og bannorð, barist hefur verið á banaspjótum, fólk sveltur heilu hungri og allur heimurinn horfir á fólk drepið, saklaust fólk sem ekkert hefur til saka unnið.
Vonandi verður þetta nýja ár hagstætt öllum. Friður og Samkennd er það sem við biðjum um.
Enn og aftur, GLEÐILEGT NÝTT ÁR.
Heyrumst á nýju ári.......
Lífstíll | Sunnudagur, 31. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólin hafa verið frábær og fært gleði og yl. ég hef verið að lesa bloggið hjá hinum og sumt hefur minnt mig á hversvegna við höldum jól. Það er þörf áminning því stundum mætti halda að jólin væru vegna pakkanna og matarins. Svo er nefnilega ekki, jólin er hátíð friðar og kærleika.
Svo að nú segi ég bara: GLEÐILEG JÓL
Njótið þeirra, það geri ég.
Heyrumst......sreinna. Það er jú nýtt ár framundan......
Lífstíll | Þriðjudagur, 26. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Draumalandið er ein af þeim bókum sem er tilnefnd til næstu íslensku fagurbókmenntanna, þ.e.a.s. hún er reyndar ekki í þeim flokki, heldur í heimildaflokknum. Og það er spurningin, bókin á heima í báðum flokkunum. Hún er víst sjálfshjálparbók., en hvenær tökum við Íslendingar við okkur.
En sú bók sem er spáð vinningi í fagurbókmenntunum er Sendiherrann, eftir Braga Ólafsson, Sykurmola. Annars koma fleiri bækur sterklega til graina,s.s. Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur og Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann, þetta er æsispennandi.Fleiri bækur eru tilnefndar s.s. Guðlausir menn og Fyrir kvölddyrum. Ég er nú ekki alveg með síðast talda titilinn. EN...! Allar eiga þær athygli skilið, svo nú er bara að bíða, og sjá til.
Fór á bókasafnið í dag, það var verið að lesa uppúr barnabókum. Sigrún Eldjárn kynnti tvær nýjar bækur, Gula sendibréfið og Eyju gullormsins.´Mér fannst ég sjá alveg nýja hlið á Sigrúnu, hún var svo lífleg og skemmtileg. Hún sýndi myndir með annari bókinni, sögurnar hennar eru nýtískulegar og heillandi, mjög vel gert hjá henni.
Viðborg Davíðsdóttir las upp fyrir litlu krakkana og stóð sig afspyrnu vel. Mikið skemmtilegri en ég hafði reiknað með.
Síðust, en ekki síst var Margrét Tryggvadóttir með söguna af: Undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar. Og það var mjög sérstakt. Þessi saga vann til verðlauna í barnabókarsamkeppninni síðustu. Ég veit ýmislegt um þá samkeppni þar sem ég veit deili á höfundum sem tóku þátt í þessari keppni. Sagan sem vann er allt öðruvísi, því að texti og myndir eru alls ekki í takt. Myndirnar sýna eitt en textinn allt annað, þetta er alveg öfugsnúið og vekur upp spurningar. Frábært fyrir krakkana að takast á við svona sögu, hún er örugglega ekki fyrir svefninn. Það sofnar örugglega enginn krakki undir þessari sögu, þau vakna ef eitthvað er.
Ég hitti konu sem ég þekki nokkuð vel í dag í Kringlunni í dag og fengum við okkur kaffi saman og heilmikið tal, hún var nýkomin frá Kanaríeyjum eftir þriggja vikna dvöl. Hún elskar Spán útaf lífinu. Við eigum eftir að hittast aftur og tala meira. Fljótlega.
Heyrumst....það hefur sko verið nóg að gera....
Lífstíll | Fimmtudagur, 7. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er búið að ákveða hverjir taka þátt í verðlauna samkeppni rithöfunda, Norðurlandaráðs. Þeir tveir sem eru tilnefndir fyrir hönd Íslands eru: Jón Kalmann Stefánsson, rithöfundur og Hallgrímur Helgason sem er bæði rithöfundur og málari. Þeir eru báðir góðir rithöfundar, hvor á sinn hátt. En ég veðja á Jón Kalmann, hann er meiriháttar.
Ég er nýbúin að vera þar sem var lesið upp úr bókum Jóns Kalmanns og ég var bæði undrandi og hrifinn. Hann sat fyrir svörum eftir lesturinn og var þá spurður um ljóð, þar sem hann hafði gefið út ljóðabók. Þá svaraði hann: Rithöfundur yfirfærir þetta ljóðræna á textann sem hann er að skrifa hverju sinni. Líklega er ekki hægt að gera hvort tveggja í einu.
Þetta svar fannst mér fínt, en þó þetta sé kannski ekki orðrétt eftir haft þá var þetta inntakið. Mér finnst Jón Kalmann vera gott skáld og vona bara að honum vegni vel í þessari keppni, og auðvitað segi ég það sama um Hallgrím þó hann höfði ekki til mín á sama hátt.
En hver veit hvað kemur út úr þessu öllu saman. Það er nánar getið um málið inni á Mbl. og jaframt hvaða bækur eru í þessari keppni og þá hvaða höfundar taka þátt frá hinum Norðurlandaþjóðunum.
Sjáum til....og...heyrumst.....
Lífstíll | Laugardagur, 2. desember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alltaf á fimmtudögum lesa höfundar uppúr nýjum bókum sínum og annara, á bókasafninu í Kópavogi. Þetta er svo frábært framtak og meiriháttar skemmtun að hlusta á höfundana lesa.
Eftir lesturinn sitja höfundarnir fyrir svörum. Í þetta skiptið voru hjón sem vissu svo margt um presta sem höfðu að einhverju leyti verið hafðir til hliðsjónar við sögupersónur. Konan er kennari í bókmenntum en ég er ekki alveg viss um manninn hennar, en það var ekki komið að tómum kofanum hjá þeim. Sigurjón Magnússon rithöfundur, las upp úr bók sinni, ,,Gaddavír" og í framhaldi af því spunnust fjörlegar umræður. Þar á meðal um prestana. Þeir voru víst alls ekki við eina fjölina felldir, í mörgum skilningi.
Steinar Bragi las upp úr bók sem heitir, ,,Hið stórfenglega leyndarmál heimsins." En Jón Karl Helgason las úr þýðingunni sinni, ,,Brestir í Brooklyn," eftir Paul Auster, og fyrir þeirri bók hef ég mikinn áhuga. Paul Auster er fínn höfundur og mjög sérstakur. Minn maður.
Heyrumst.....
Lífstíll | Fimmtudagur, 30. nóvember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór á bókasafnið í Kópavogi og þar var mættur Jón Kalmann Stefánsson rithöfundur, það var lesið upp úr bókunum hans og hann er svo fínn.
Hann er frábær höfundur, sögurnar hans eru svo þéttar og flæða ótrúlega var. Orðavalið er meiriháttar. Ég hef ekkert lesið eftir hann en ég á það örugglega eftir. Ég heillaðist algjörlega, það er svo frábært að heyra einhvern annann lesa upp eftir hann.
Allar lýsingar eru svo lifandi og vel orðaðar, lýriskar og flott.
Hann talaði við hópinn eftir að fólk hafði lesið upp eftir hann, og mér til mikillar ánægju hafði hann, þá orðinn þrítugur, bætt Kalmann við nafnið sitt. Hann var ekki sáttur við það að heita bara Jón.
Ég tók nefnilega sjálf uppá því að bæta við nafnið mitt, Sóldís er við bótin hjá mér. Nafnið vekur mikla lukku, bæði hjá mér sjálfri og öðrum.
Heyrumst .....mjög fljótlega....bókasafnið lumar á enn þá meiru....og ég ætla sko að mæta....
Lífstíll | Miðvikudagur, 29. nóvember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór að sjá 007 og það var sko spennandi. Engin furða þótt Daniel Craig fái hrós fyrir hlutverkið, hann getur nefnilega leikið.
Myndin var meiriháttar frá upphafi til enda. Spenna, hraði og allt sem getur virkað sem plús var til staðar. Um tíma var ég svo lofthrædd að ég ætla ekki að reyna að lýsa því.
Daniel Craig er alls ekki sá laglegasti sem hefur leikið mr. Bond, en hann er frábær.
Ég er með svo margar bækur í takinu núna að ég veit varla hvar ég á að bera niður. Allar eru góðar.
Jæja ég læt þetta gott heita í bili, en meira seinna.
Heyrumst......
Lífstíll | Mánudagur, 27. nóvember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fólk er svo misjafnt, hefur misjafnar skoðanir og þess vegna þrífst pólitík svo hressilega. Og ekki nóg með það, það þrífst svo margt annað. Þessi spurning um heiðarleikann kom uppá um daginn og mér til mikillar undrunar voru skiptar skoðanir um heiðarleikann.
Það sem sumum fannst allt í lagi að aðhafast, finnst öðrum alls ekki í lagi. Sérstaklega þeim sem urðu fyrir barðinu á óheiðarleikanum. Hemm...ýmsar sögur í sambandi við heiðarleikann voru sagðar og auðvitað tíundað rækilega, það sem hefur verið efst á baugi að undanförnu hvað varðar pólitíkina. Og tæknilegu mistökin. Og svo voru margar sögur sagðar um framhjáhald og hver veit síðastur um það??????
Auðvitað sá sem er haldið framhjá. ÚFF...þvílíkar umræður.!!!
En upp komast svik um síðir....sagði einhver. Og það er líklega rétt.
Það er margt skrafað, sumt í laumi og sumt opinskátt.
Eins gott að halda sig á beinu brautinni. Ef fólk stefnir á betri staðinn.
Heyrumst...........fljótlega....
Lífstíll | Laugardagur, 25. nóvember 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 118631
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar