Það er langt síðan var farið til Spánar í fyrsta sinn og þá var það Torre Molinos, hótelið var flott og þá var auðvitað nautaat inni í myndinni. Nautaatið kostaði maurabit þar sem setið var sólarmegin til að byrja með, dýnulaust. Síðan var farið skuggamegin með dýnu og það var örlítið skárra, en maginn þoldi illa blóðið og þessa hrikalegu staðreynd, að meiningin var að drepa nautið sem var líka gert. En þá var undirrituð orðin alvarlega veik af flökurleika og útbrotin eftir maurana létu ekki á sér standa. Þau kostuðu ferð í Apótekið. Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem farið var á nautaat. Vond minning.
Eitt sinn vorum við á ferðinni við ströndina þá stoppaði okkur ensk kona sem bauð okkur undir sólhlífina sína sem við þáðum. Hún sagði okkur, að túristar, sáust varla þá, næstum bara fólkið sem bjó á staðnum. Þvílík breyting, frá því að þau komu, þangað til að við komum og svo í dag.
En Spánn er flottur og sumstaðar svo fallegt, enda hefur maður oft lagt leið sína til Spánar. En skrýtið er það að spánverjar eru einhvernveginn mikið blóðheitari en portúglar, maður finnur mun á fólkinu. Og þó er Portúgal ræma af Pyreneaskaganum. Líklega þyrfti maður að leggjast í mannfræði til að átta sig á þessum mismun en mér fannst þetta merkjanlegt.
Heyrumst.....
Lífstíll | Þriðjudagur, 13. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var að hlusta á Kristinn Ólafsson tala frá Madrid, hann var að tala um talsetningar á erlendum myndum. Þetta er stórmál á Spáni og eins gott ef maður ætlar í bíó þar að kunna spænsku. Þegar ég var á Spáni, og þar hef ég verið mikið, dóttir mín býr þar ásamt börnum sínum sem öll tala málið reiprennandi. Það lá við að ég félli grátandi, úr feginleik um hálsinn á hverjum þeim sem gat bjargað sér á ensku, ég var þá allavega eitthvað með á nótunum. Enska er kennd þar í skólum en þar sem allt er yfirfært á spænsku tala Spánverjar bara sitt mál. Ég fatta það ekki alveg hvernig Spánverjar sem hafa í gegnum tíðina verið túristaþjóð, geta komist upp með það að tala bara sitt móðurmál. Þeir eru hreint ekki einir um svona mál allar latnesku þjóðirnar hafa sama hátt á.
Berlusconi, sá ítalski sagðist vilja færa sína þjóð á framfarabraut og með hverju? Jú, kenna þeim ensku og á tölvur. Úps... Á Vesturlöndum teljast það víst ekki framfarir að kenna meira á tölvur núna þegar allskyns perrar smygla sér inn á Netið og sigla þá undir fölsku flaggi og hræða foreldra upp úr skónum.
Það er vandi að lifa í dag. Annars sá ég kvikmyndina Volver eftir Pedro Almodovar með Penelope Crus í aðalhlutverki, sú mynd er meiriháttar. Myndmálið talar sínu máli, það er það góða við kvikmyndir að myndmálið segir okkur hvað er í gangi, en ég neita því ekki að það er enn betra að skilja tungumálið.
Ég hlustaði og horfði á úthlutun Bafta verðlaunanna í gærkvöldi, Helen Mirren í hlutverki Englandsdrottningar, er ein af mínum uppáhalds leikkonum, hreppti verðlaun og er svo sannarlega vel að þeim komin. Forrest Wittaker í hlutverki Idi Amins í myndinni, Last King Of Scotland, hann er frábær leikari, en ég legg samt ekki í að sjá myndina, ég veit hvernig þessi einræðisherra var. Ég sá myndina um daginn með þessari elsku honum Brad Pitt, Babel,myndin er ótrúlega sterk og skilur eftir mikið af áhrifum bæði góð og vond. Það dugir í bili. Annars hef ég stundað íslensku myndirnar af kappi og þær eru óvenju vel gerðar, vel talsettar, vel leiknar, vel teknar ekkert minna en frábært. En það furðulega gerðist að ég upplifði KALDA SLÓÐ meira sem spennumynd en MÝRINA.
Heyrumst......
Lífstíll | Mánudagur, 12. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins?
Svo virðist, sem ekkert lát sé á einkennilegum atburðum í kjölfar láts fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith. Þrír karlmenn hafa komið fram og lýst því yfir að þeir kunni að vera feður 5 mánaða gamallar dóttur Smith, en nú hafa komið fram vísbendingar um að Smith hafi notað fryst sæði úr fyrrum eiginmanni sínum, milljarðamæringnum E. Howard Marshall, til að verða þunguð og styrkja þannig kröfur um arf eftir hann.
Götusölublaðið New York Daily News segist í dag hafa komist yfir óútgefið bókarhandrit Donnu Hogan, hálfsystur Smith. Þar segi Donna, að systir hennar hafi gefið í skyn, að Marshall, fyrrum eiginmaður hennar, sé í raun faðir Dannielynn Hope Marshall Stern, dótturinnar sem fæddist í september.
Blaðið segir, að Hogan velti því fyrir sér í handritinu hvort Smith hafi með þessu viljað styrkja erfðakröfu sína, en hún átti í hörðum deilum við afkomendur Marshalls um arf eftir hann.
Howard K. Stern, lögmaður og fylgisveinn Smith, er skráður faðir barnsins á fæðingarvottorði þess. En Larry Birkhead, 34 ára fyrrum kærasti Smith, og Frederic von Anhalt prins, eiginmaður leikkonunnar Zsa Zsa Gabor, hafa einnig fullyrt að að þeir geti verið feður barnsins.
Kannski að sá gamli sem hún giftist eigi blessað barnið eftir allt saman? Núna vilja allir mögulegir karlar eiga barnið. Hvar í ósköpunum endar þetta.
Heyrumst....
Lífstíll | Laugardagur, 10. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hvern er að sakast.????
Ríkið sem heldur um fjárlagabudduna eða nefndina sem deilir úr þessari sömu buddu? Er enginn ábyrgur?
Við kjósendur veljum hver sér um þessa buddu okkar. Eða hvað.????
Eða er það Guðmundur í Byrginu sem sér um fjörið og iðrast sko alls ekki. Buddan, er ÉG. Svo gott sem í hjarta borgarinnar, í sama húsi og Mál og Menning er til húsa þrífst víst eitthvað SKAMM-stafað kynlíf. Á hvers kostnað er það ?
Getur fólk ekki séð prívat og á eigin kostnað, um sitt líf og kynlíf. Þarf varnarlaus börn í málið, eða einhver sem getur ekki varið sig. Það er sko heigulsháttur og ragmennska.!
Það hefur aldrei þótt drengilegt að ráðast á minnimáttar og þá oftast í skjóli sterkari stöðu. Að skjóta sér í skjól, hafa einhvern "Front" til að skýla sér á bak við er algjör bleyðuskapur.
Það mætti halda að fleiri væru í sama gír og Guðmundur í Byrginu.
Frásagnir, og ekki bara frásagnir, heldur birtast þeir einn af öðrum sem komust af í hildarleiknum á Betrunarhælinu fyrir drengi á vegum ríkisins, Þeir segja slíkar hryllings-og hrottasögur af nauðgunum, barsmíðum og viðbjóði af þeim toga að allt venjulegt fólk grætur.
Það sem fólk óttast er að þessi hryllingur þrífist enn í dag í skjóli þagnar.
Það verður að taka á þessum málum, ekki bara núna. ALLTAF. Okkur ber skylda til að bjarga börnunum. Öll BÖRN eru OKKAR börn.
Heyrumst.....
Lífstíll | Fimmtudagur, 8. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Segir barnsfæðingar af völdum kynferðismisnotkunar í Byrginu orðnar tíu
Pétur Hauksson, geðlæknir, hefur í annað skipti ritað landlæknisembættinu um kynferðismisnotkun, sem konur í Byrginu hafi sætt af völdum starfsmanna. Haft var eftir Pétri í fréttum Ríkisútvarpsins, að barnsfæðingar af þessum sökum séu væntanlega orðnar 10 en ekki þrjár eins og áður var talið.
Sagði Pétur, að ríkið ætti að viðurkenna sök í málinu og ekki bíða í 40 ár eins og varðandi upptökuheimilið á Breiðavík.
Pétur sagðist hafa skrifað bréfið þar sem ekki hafi verið brugðist við bréfi sem hann skrifaði árið 2002, þar sem það heyrði ekki undir landlæknisembættið.
Í bréfinu lýsir Pétur áhyggjum sínum af ástandinu og segir afleiðingarnar geigvænlegar og varanlegar, geðraskanir og verri fíkn. Konur hafi útskrifað sig úr Byrginu í slæmu ásigkomulagi og lent aftur í neyslu í kjölfarið.
Þetta er kópíerað úr Mbl. Þetta er algjörlega ótrúlegt! Er ekki tímabært að gera eitthvað í málinu?
Lífstíll | Miðvikudagur, 7. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú standa yfir æfingar í tölvunni, skipti út myndum. Allavega er ég að reyna og það er plús.
Ég hef verið að kíkja á bloggið og það sem virðist vera efst á Baugi er meðferðin á drengjunum á meðferðaheimilinu. Þetta er hræðilegt mál, kastljósið hefur tekið viðtöl við þolendur þessa harðræðis. Að fylgjast með þessum viðtölum er einn hryllingurinn til. Sendir fólk virkilega börnin sín upp í sveit í þeirri trú að það sé verið að hjálpa þeim? Þetta ömurlega mál er öllum sem hlut áttu að máli til háborinnar skammar, vægt til orða tekið!
Eitt mál annað virðist vera ofarlega á vinsældalistanum, það er geimfarinn,ástfangni. Hvað er í gangi er þetta USA í dag, Bush og Afganistan og allur sá hryllingur. Dönsum við bara með? Samþykkjum allt og þegjum, stingum höfðinu í sandinn. Þá er þetta ekki til.
En það hefur komið á daginn að það er ekki hægt bara að sofa, það kemur alltaf að skuldadögunum, bæði hérna heima og annars staðar. Það er nefnilega til fólk sem hreyfir við hlutunum og þá er komið að PAYDAY. En erum við tilbúin að borga, stundum þarf nefnilega að borga í einhverri mynt sem við áttum ekki von á.
Best að snúa sér að tölvunni, það er býsna erfitt, en það er bara dauður hlutur. Ekki lifandi fólk með tilfinningar.
Heyrumst seinna.....
Lífstíll | Miðvikudagur, 7. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eg er búin að vera að braska við það í allann eftirmiðdag að koma myndum inn á bloggið og er búin að vera gráti næst. En allavega hafðist sumt að mesru leyti rétt. En ég var voða fegin að myndin af mér var tekin áður en að þessum ósköpum kom.
Ég ætlaði að setja inn rosalega listræna mynd á hausinn á blogginu en það gekk ekki, myndin var of stór. En það var nú ekki endirinn með þessa mynd, í fyrsta lagi kom ekki rétta myndin og svo kom þessi virlausa mynd tvisvar og á allt annann stað en ég ætlaði.
Hvernig er hægt að vera svona ótæknilegur, ég hef skrifað sögur og fengið birtar og þá er allt í lagi með heilastarfsemina.Ég er alvarlega farin að halda að það skrifi einhver í gegnum mig. ÚFF...
Núna sem dæmi er ég komin með tengil í staðin fyrir bloggvin. Hvernig gat þetta gerst? Ég bara spyr. SORRY.
Heyrumst þegar ég er búin að rétta úr mér og þurrka tárin.
Ómægod....það er mynd af mér á forsíðunni.
Lífstíll | Þriðjudagur, 6. febrúar 2007 (breytt kl. 17:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er stóra spurningin, hver ræður ferðinni? Sé frekasti? Sá eða sú sem hefur hæst og kjaftar allt í kaf? Eða baktjaldamakkarinn sem er sakleysið uppmálað? Eða sá eða sú sem er heiðarlegur og segir sannleikann?
Það er sagt að hunang sé betra í mannlegum samskiptum, það er nefnilega betra á bragðið, það sem er sætt og virkar . Á þá að vera skoðanalaus, eða hvað? Segja bara það sem lætur vel í eyrum?
Ekki veit ég það fyrir víst, ég veit bara það að hunangið dregur að og virkar ótrúlega vel. Svo nú er það bara hunangið sem gengur. Þannig er það.!!!!
Þetta er alvarlegt umhugsunarefni. Ef óttinn ræður ferðinni er virkileg hætta á ferðum, þar sem að hrætt fólk gerir ótrúlegustu hluti á bak við tjöldin. Er hreinskilni samt þegar til lengdar lætur ekki það besta í stöðunni? Ég ætla að vakna betur svo ég geti hugsað skýrt.
Heyrumst....
Lífstíll | Þriðjudagur, 6. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var búin að skrifa heilmikið inn á bloggið um það sem ég var að lesa um tarantúlur og allskonar skriðkvikindi sem er smyglað inn í landið eftir ótrúlegustu leiðum. Ég veit það eitt um þessi kvikindi að það má sjá undir iljarnar á mér ef þær yrðu á vegi mínum.
Hvernig getur fólk haft þessi ósköp sem gæludýr?
Það er óneitanlega margt skrítið undir sólinni og á ég þá við þetta fólk sem vill hafa þetta nálægt sér. Er fólk þá haldið einhverjum totímingaranda. Sumt fólk hlýtur að skipta um karakter við ákveðnar kringumstæður,eða hvað? Spyr sá sem ekki veit?
Ég skrifa meira seinna, engin spurning. Ég var nefnilega búin að skrifa svo ferlega mikið, en það fór allt í vaskinn.Humm....
Heyrumst.....
Lífstíll | Mánudagur, 5. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)






Lífstíll | Mánudagur, 5. febrúar 2007 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 118631
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar