Hvernig er hægt að treysta þegar maður hefur staðið fólk að lýgi. Það er nefnilega mjög erfitt. Það er víst ekki hægt að taka til baka töluð orð. Þau eru alltaf til staðar þegar fólk sem hefur logið á í hlut.
Það þarf sko engan Munchausen í svoleiðis mál. Þó var hann nú ansi skrautlegur, satt að segja hefði mátt halda að hann hefði víða komið við. H.C. Andersen gerði nú garðinn frægann þegar hann skrifaði um fjöðrina sem varð í meðförum að heilli hænu. Ó, eru það bara skáldlegar ýkjur. Ekki aldeilis, í raunveruleikanum er slúðrað bak og fyrir og hvað heitir það. Að vera málglaður? Nei, það nefnilega býr eitthvað að baki þegar fólk lýgur. Eitthvað er í gangi sem kemur sér betur fyrir lygarann, en hvernig líður þá þeim sem logið er að. Svona uppá komur eru hið versta mál og hafa kostað ómældan taugatitring.
En það er víst til það sem heitir Hvít Lýgi, en hvernig virkar hún. Í rauninni er það sama sagan, svoleiðis björgunarleiðangrar eru oftar en ekki bara til að bjarga vondri sitúasjón. Og hverjum kemur það til góða? Lygaranum.!!! Svona er veröldin, það er langbest að vera ekki með hana á herðunum, bara fljóta með. Eða hvað? Það er spurningin, að taka afstöðu er nefnilega stórvarasamt. Ég held að það sé best að lesa um svona mál í bókum, en hvernig er þetta annars,kemst ekki allt upp áður en lýkur.
Smáhugleiðing ....
Heyrumst....
Lífstíll | Sunnudagur, 18. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Draumar eru ekki bara draumar og þá er ég ekki að tala um dagrauma sem þeytast út og suður og staldra stundum svo stutt við.
Ég á við hina draumana,þessa sem birtast á nóttunni og stundum í furðulegustu myndum. Þessa drauma sem maður getur alls ekki ráðið strax. Eftir að hafa leitað til allskyns draumasérfræðinga án árangurs, þá ræður maður þá bara sjálfur í þá getur maður ráðið úkomunni og það er sko fínt því niðurstaðan verður oftar en ekki hagkvæm. Þetta er fínt ráð og svo hræðilega praktískt uppá framtíðina.
Sweet Dreams....
Lífstíll | Sunnudagur, 18. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


Lífstíll | Laugardagur, 17. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er það svart, það er víst ekki hægt að taka á móti Klám-kóngafólkinu á réttann hátt, það er of mikið af tilfinningum í spilinu. En hvernig er þetta annars snýst ekki kynlíf um tilfinningar eða er þetta tvennt aðskilið, kynlíf á annað borðið og ástin á hitt. Sumum hefur nú tekist að aðskilja þetta tvennt að því að sagt er og það all hressilega, og það í leynum.
ÚPS og aftur ÚPS.
Heyrumst.....
Lífstíll | Laugardagur, 17. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kvennadagurinn er 8. mars og þá eru væntanlegir hingað til Íslands Klámkóngar og skyldi maður ætla Klámdrottningar, eða hvað? Þetta hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sýnist sitt hverjum. En allavega eru Klámkóngar væntanlegir og þegar konungborið fólk á í hlut verður náttúrulega að tjalda því sem til er. Gamla Bændahöllin ætlar víst að taka á móti liðinu, þar eru víst svítur fyrir þetta fólk sem hugsar svo vel um þarfir þegnanna. ( Er nokkur peningalykt af þessu.)
Þegar Kóngar eiga í hlut hljóta að vera þegnar og þeirra þarfir er verið að uppfylla, eða hvað?
Í áraraðir hefur staðið yfir barátta um launamisrétti, konur fá ekki laun til jafns við karla og munar þar umtalsverðum upphæðum. Og þetta skil ég ekki þar sem valdhafar eru eiginmenn, feður, synir, frændur og guð einn veit um skyldleikann, en ekkert gerist jákvætt. Eru það þessir sömu eiginmenn, feður, synir, frændur og allt það sem eru að fá þessa Klámkónga í heimsókn? Tæplega eru það konurnar sem eru óbreyttar barnamaskínur og vinnukonur og stundum þrælar. Konur hafa náttúrulega ekkert um þetta mál að segja.
Nema hvað, við gætum staðið með borgarstjóranum okkar hérna í Rvík og sagt STOPP hingað og ekki lengra. Hvernig væri að láta Kné fylgja kviði, (það verður að tala sama mál og hinir svo allt skiljist nú.) Hleypum þessu liði ekki inn í landið, skítt með ferðamannastrauminn, þetta er ekki sú tegund af fóki sem við vijum hafa sem gesti okkar og barnanna okkar.
Segjum STOPP.....
Heyrumst.....
Lífstíll | Laugardagur, 17. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að lesa DV í dag um hrikalegar, pyntingar ungra drengja sem voru sendir af einhverjum ástæðum á upptökuheimili. Það að ung börn eru send til dvalar á slíku stöðum er svartur blettur á ráðamönnum okkar. Að senda ung varnarlaus börn til dvalar á heimilum sem misnotuðu svona hrikalega valda stöðu sína, er glæpur. Fyrir hvað var verið að refsa þessum börnum eða voru misheppnaðir einstaklingar að fá útrás fyrir Sadista hátt sinn og ómennsku. Í byrjun virðist allt vera í lagi en svo kemur allur hryllingurinn í ljós. Ég ætlaði varla að þora að lesa þennann ófögnuð, þvílík mannvonska. Fólk sem svona hegðar sér á ekki að vera í mannabyggð, það á ekki heima þar.
En sem betur fer þá er ekki allt svart, Róbert heimspekingur hefur allt aðra sögu að segja. Hann segir fósturforeldra sína hafa verið sómafólk sem hann og fleiri sem hafa verið í þessu sama fóstri bera vel söguna. Hann segir jafnframt að hann og fleiri sem hafa verið í fóstri halda tryggð við þetta fólk vegna gæsku þess og kærleika. Það liggur við að manni vökni um augu, það er þá til gott fólk eftir alltsaman.
Jafnframt kíkti ég á viðtalið við Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu og segir hún að við fáum til baka allar okkar misgjörðir. Margfalt. Ég segi nú bara...Ómægod....Er heitt og nóg pláss í HELVÍTI. Þar er ábyggilega alltaf Rush Hour. ÚPS....
Heyrumst....
Lífstíll | Föstudagur, 16. febrúar 2007 (breytt kl. 16:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var stödd á Spáni 11. mars árið 2004 nánar tiltekið í Murcia þannig að ég fylgdist með þessum skelfilegu atburðum sem gerðust þennan dag í gegnum sjónvarpið. Hvernig líður fólki sem í raun upplifa svona hrylling, ég get ekki einusinni ímyndað mér það. Maður situr eins og frosinn fyrir framan skjáinn og allt verður svo óraunverulegt, útlimir fólks liggja á víð og dreif, blóðið bókstaflega flæðir.Þetta er skelfilegt.
Maður nokkur, Spánverji gekk fram eins og hetja, hjálpaði öllum þeim sem hann mögulega gat og maður furðaði sig á hugrekki þessa frábæra manns. Hann var seinna hylltur eins og þjóðhetja enda fórust í þessu hrikalega hryðjuverki 191 og 1800 manns slösuðust og hvað þýðir það? Fólk er jafnvel við dauðans dyr, það lifir að vísu, en hvernig?
Þessi sami maður var tekin tali af sjónvarpinu (man ekki hvaða stöð) nokkru seinna,líklega einum tveimur dögum og þá grét hann eins og barn, hetjan sjálf. Ég yrði ekki hissa þó fleiri hafi grátið allavega gerði ég það.!!!
Núna eru spánverjar með þá sem grunaðir eru um hryðjuverkin fyrir rétti, vonandi kemur það sanna í ljós. Svona hryllingur á ekki að vera til og alls ekki að endurtaka sig.
Heyrumst.....
Lífstíll | Föstudagur, 16. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrapp aðeins í Kringluna og átti leið framhjá Pennanum og viti menn þar voru bækur og reyndar ýmislegt fleira á 70-75% afslætti. Biðröðin þar inn var eins og hlykkjótt slanga langar leiðir. Auðvitað fór ég inn og þó að ég fengi ekki það sem ég var að leita að þávar það sko sannarlega þess virði að líta inn.
Ég brá mér þá inn hjá Eymundsson og fékk akkúrat það sem ég var að leita að. Fínar bækur til að viðhalda íslenskunni hjá barnabörnunum sem eiga heima á Spáni. Þannig er að þau lesa alltaf hvað meira minna á móðurmálinu og nú var farið að vanta lestrarefni. Ég varð alfarið að treysta á sjálfa mig við valið ábókunum og þá vandaðist málið. Ég var jú að velja fyrir strák 10 ára gamlan, algjörlega af Harry Potter og Aragon kynslóðinni og stelpu sem er sex ára og hefur mestan áhuga á dúkkum, tónlist, dansi og að teikna og lita. Úff...nú var úr vöndu að ráða. Égsnerist í kringum sjálfa mig dágóðastund en tók svo þá ákvörðun að fá afgreiðslumanninn til liðs við mig. Hann sagði bara, sjálfsagt og ég fékk flottar bækur sem passa alveg, þvílíkur léttir. Ef þessi uppákoma hefur ekki sannfært mig um að strákar eru strákar og stelpur eru stelpur þá máhundur í haus mér heita, hehe.
En svona gamalaust þá er frábært að hitta fyrir svona afgreiðslufólk sem hjálpar manni.Það bjargar deginum.
Heyrumst.....
Lífstíll | Fimmtudagur, 15. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er Valentínusardagurinn liðinn og framundan er konudagur. Maður skyldi ætla að öll blóm væru uppurinn í tilefni af síðasta ástar degi, en að öllum líkindum verður þessu bjargað með blómin. En þarf einhverja sérstaka daga til að sýna væntumþykju?
Ef við raunverulega virðum og elskum einhvern þá eigum við að geta sýnt það, undir öllum venjulegum kringumstæðum. En stundum vill það bregðast og, hugsanlega koma þessir dagar að góðum notum sumstaðar. Hver veit?..
Nú eru kennarar að sýna óánægju sína, eina ferðina til. Loforð um launahækkanir standast ekki og allt er í hassi. En kemur það börnunum til góða að hafa þetta óánægða fólk við kennslu? Þarf ekki að gera eitthvað í málunum? Við hvaða skilyrði búa svo kennarar og þá á ég við tilfinningalega.Þeir og þær eiga væntanlega börn og maka. Hvernig ganga þau samskipti þegar kennarar þurfa að vinna langt fram á kvöld og geta þar af leiðandi ekki sinnt sínum eigin börnum og makanum. ÚFF...þetta er vont mál hvernig sem á það er litið. Og manni skilst að sökin liggi hjá Sveitarstjórnum það er ekkert SMÁ...
Heyrumst.....
Lífstíll | Fimmtudagur, 15. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum á veraldarvefnum leikur nokkur vafi á því hver Valentínus var, en ein heimildin hermir að hann hafi verið prestur sem gifti ung pör á laun, að sögn gerði hann það í óþökk Kládíusar keisara í rómaveldi sem á að hafa bannað ungum og ógiftum sveinum að giftast, því skortur var á hermönnum um þær mundir. Þegar upp komst um prestinn Valentínus var hann tekinn af lífi og síðar tekinn í dýrlingatölu af kirkjunnar mönnum.
Önnur og líklegri skýring er sú að á tímum rómverja var um miðjan febrúar haldin mikil heiðin frjósemishátíð. Hluti af hátíðarhöldunum fólst í því að ungar og ógiftar konur í Rómarborg settu nafn sitt í stórt leirker og ógiftir sveinar dróu síðan nafn úr kerinu og þannig var ungt fólk parað saman það árið.
Talið er að það hafi verið Gelasíus páfi sem ákvað um 498 e.Kr. að 14. febrúar yrði dagur heilags Valentínusar og ætti að koma í stað hins rómverska konulotterís sem þótti vera fremur ókristilegur siður. AHA...þá veit maður það.
Á þessum blessaða degi Valentínusar var ég á ferðinni í Kringlunni og var í rauninni að leita að góðum safa, þegar allt í einu ung kona stóð við hliðina á mér og spurði hvort ég horfði á Kastljósið. Ég kvað já við því og spurði á móti hvort hún væri með eitthvað sérstakt í huga. Hún sagði það vera þáttinn í gærkvöldi um akstur undir áhrifum. Ég hafði horft á þáttinn og var því upplögð í spurningar. En ég segi bara eins og krakkarnir: Ómægod.....þetta var sannarlega spontant...útkoman sést í kvöld í Kastljósinu. Og þetta gerist á degi Valentínusar, guð láti gott á vita.
Í framhaldi af þessu fór ég og náði í DVD disk um The Queen með Helen Mirren, og myndin fór langt fram úr mínum vonum þó ég hafi mikið dálæti á Helen Mirren. Þetta er nefnilega mögnuð mynd og maður áttar sig á átökunum sem gerast annars að mestu bak við tjöldin. Átökin við gamlar hefðir, heinræktaða fordóma í skjóli hefðanna. Þegar ég sá myndina skipti ég snarlega um skoðun á Tony Blair sem mér hefur alltaf fundist vera eins og hvolpur Bush bandaríkjaforseta, um tíma átti hann virkilega samúð mína, alþýðlegar hugmyndir hans stangast svo sannarlega á við konungsdóminn. Elísabeth Englandsdrottning er svo sannarlega ekki öfundsverð af hlutskipti sínu. Um myndina er sagt á bakhlið: Í myndinni er skyggnst á bak við tjöldin í kjölfar sviplegs dauðsfalls Díönu prinsessu þar sem sterkar hefðir konungsfjölskyldunnar takast á við nútímann, sorgina, börnin í fjölskyldunni sem eru barnabörn drottningarinnar. Úff...þetta er magnað alltsaman og fara þarf í miklar málamiðlanir. Mæli með þessari mynd....hún er mjög góð.
Heyrumst.....
Lífstíll | Miðvikudagur, 14. febrúar 2007 (breytt kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 118631
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar