Þetta atvik átti sér raunverulega stað á Spáni. Ég var eina ferðina til hjá dótturinni, Guðrúnu Helgu og barnabörnunum Ólafi og Perlu Líf. Hitinn úti var næstum óbærilegur og ekki lagaði heilsan málið.
Ristill Svitinn streymdi., það var hræðilega heitt. Fötin loddu við mig þar sem ég lá í sófanum. Hitinn kvaldi mig í viðbót við þjáningafulla verkina.Það byrjaði allt með útbrotum á baki sem líktust helst, að ég hélt sjálf, þar sem ég gat ekki séð bakið á mér, flugnabiti!Þetta er ekki flugnabit, þú verður að fara á neyðarvaktina, sagði stúlkan í apótekinu.Og þangað fór ég hálfæpandi úr kvölum!Satt að segja hélt ég að ég hefði étið eitthvað lítið kvikindi sem hefði stækkað og orðið að skrímsli og renndi sér nú fótskriðu eftir einhverri taug sér til skemmtunar.!Taug sem liggur frá útbrotunum á bakinu, sagði læknirinn. Falleg dökkhærð, spænsk kona og sveiflaði höndunum um leið og hún reif upp bolinn minn að aftan til að kíkja aftur á útbrotin.Ó, guð, hvernig er hægt að breytast í fimm ára hálfgrátandi mállaust barn? En þannig var þetta, það varð að tala fyrir mig...Þvilík þjáning.!!En þarna lá ég þjáð og sveitt þegar Perla Líf gekk inn og stillti sér upp fyrir framan mig.
Abuela.! (amma) sagði hún. Ætlar þú til guðs?
Ekki alveg strax ,ef ég kemst hjá því, svaraði ég...
En hvernig ætlar þú að fara til guðs,? spurði Perla Líf..
Ég horfði þögul á hana, ég gat varla talað fyrir verkjum hvort eð var.
Hún hélt áfram. Þegar þú ferð ætlar þú þá svona liggjandi og beint upp?
Ég hef nú ekki alveg ákveðið það, stundi ég...
Ætlar þú kannski að fara standandi.? Ég hlýt að hafa litið út eins og liðið lík fyrst barnið talaði svona..
Perla Líf horfði hugsi á mig. En verður þú ekki örugglega uppi hjá guði þegar við Ólafur komum þangað?
Ég tek á móti ykkur, það er alveg öruggt, svaraði ég .
Það sem fólst í þessari spurningu barnsins var trygging fyrir því að hún og Ólafur bróðir hennar þekktu einhver fyrir víst, að þau yrðu ekki ein og vegalaus þó það væri uppi hjá Guði. Börn hugsa sitt, það er klárt mál.
Svona er lífið, eins gott að standa vaktina.
Heyrumst.....
Lífstíll | Mánudagur, 5. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú fer að verða úr vöndu að ráða, hvert sérframboðiðí pólítíkinni birtist í fjölmiðlunum, myndir af frambjóðendum birtist á skjánum, hver og einn með allskonar hugmyndir um framtíðina.
Allir hafa svo rétt fyrir sér, Umhverfið, vatnsrétturinn, virkjanir, eldri borgarar og öryrkjar og svo auðvitað gömlu flokkarnir með sömu málin og nýju framboðin. Það er takmarkaður tími til stefnu svo það er líklega eins gott að fara að ákveða hverjum maður ætlar að fylgja. Á bara að halda sig við gömlu lummurnar með nýju málin eða á að hengja sig á þessa nýju. Það er nefnilega viðbúið, hver sem stjórnar nú skútunni í framtíðinni setji bara á sama kúrsinn og sú fyrrverandi, það er víst svo hræðilega erfitt að breyta, þegar einu sinni er búið að taka einhverja stefnu. Úff...þetta er erfitt.
Og enn er Klámið til umræðu og enn sýnist sitt hvorum. Klám er bara Klám, engin spurning. Ég skil það ómögulega að fólk sé með myndavélar við samfaraiðjuna. Getur ekki hver og einn haft þetta útaf fyrir sig? Ef einhver hefur einhverjar Perra hugmyndir þá getur viðkomandi bara átt þær með þeim sem VILJA það sama, PRÍVAT. Og HANA NÚ.....
Heyrumst.... og verndið þið BÖRNIN ykkar..... um það er engin spurning.....
Lífstíll | Sunnudagur, 4. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leit inn á bloggið hans Jóns Steinars Ragnarssonar og það er sko flott. Mæli eindregið með honum.
Zygmarr stendur fyrir sínu ég lít oft þar inn og verð aldrei fyrir vonbrigðum. Líttu inn NÚNA.
Ég fer oft inn á Skypið, mest til að tala við ættingja sem ég á erlendis. En fyrir stuttu síðan kom ensk kona BETTÝ inn á Skypið og var aðal erindið það að hún ætlaði að ferðast ásamt vinkonu til Íslands í júní í sumar, hvernig hún ætti að vera klædd. Hvað hún ætti að setja í ferðatöskuna. Það er spurningin, hvernig verður veðrið? Ég ráðlagði henni að hafa allavega með sér regnkápu, það gæti rignt í júní. Annars gæti ég ekki svarað þessu, þar sem ómögulegt væri að vita fyrirfram hvernig veðrið yrði. Að heimsækja Ísland væri hinsvegar meiriháttar ævintýri og þó ég hefði búið hér alla mína ævi finndist mér Ísland besta land í heimi.
Norðmaður kom óvænt inn undir nafninu: Ivar Nordhagen, og var hann hvalfangari, veiddi aðallega bláhveli og langar hann að hitta Íslendinga sem hafa verið á hvalveiðum líka. Ég hef að vísu smakkað hvalkjöt en það er það sem ég hef komist næst hvalveiði. Enda eru það hvalfangararnir sem verið er að óska eftir. Vonandi les einhver þetta og gefur sig fram.
Það er svo frábært að lesa sumt af Blogginu hérna inni, sumt er beinlínis mannbætandi og það upplífði ég í dag þegar ég las Bloggið hans Jóns Steinars Ragnarssonar, hann er örugglega góður maður, það getur enginn skrifað svona nema hafa inn í sér eitthvað gott. Að hafa hæfileikann til að tjá sig á þennann hátt er örugglega, " Talent."
Það er ennþá fleiri góðir pennar hérna inni, það veit ég. En læt staðar numið í bili.
Heyrumst.....
Lífstíll | Laugardagur, 3. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumir hérna inni á blogginu hafa ótvíræða hæfileika með pennann, eða réttara sagt tölvuna. Frásagnirnar eru eins misjafnar og fólk er margt en þetta alltsaman gegnir ýmsum hlutverkum. Sumir segja frá sér persónulega, aðrir tala um pólitík, sumir takast á um ákveðin málefni og hafi maður blandað sér í umræðuna liggur við að maður sjái eftir þrætuefninu þegar allt er búið.
Stundum er fólk bara hérna inni til að láta ættingja vita af sér og setja þá gjarnan upp myndir sem eru teknar við öll möguleg tækifæri og sumir vilja endilega láta ljós sitt skína. Og það heitir víst athyglissýki og stundum er alveg frábært að vera í sviðsljósinu.
Ég sá hérna inni um daginn að einn bloggarinn var að tala um að setja inn smásögu, það hefði óneitanlega verið gaman en annrs finnst mér stundum að fólk sé í rauninni að segja sögur. Maður hefur jafnvel enga hugmynd um hvaða persónur þetta eru alveg eins og í smásögu.
En ef maður les nógu oft fer maður að átta sig á sögupersónum, kynnast þeim gegnum verk þeirra og hegðun. Og það getur verið býsna fróðlegt. Fólk er nefnilega eins misjafnt og það er margt.
Það er óneitanlega margt sem maður ekki skilur frekar en líf á annarri plánetu.
Smáhugleiðing.....heyrumst.....
Lífstíll | Laugardagur, 3. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fór í Apótek að sækja lyf og spurði um nálar í leiðinni svo ég gæti nú fengið lyfið hjá lækninum. En þá sagði stúlkan í Apótekinu að læknirinn ætti að eiga nálarnar og ég fengi engar nálar. Og með það fór ég.
Ég neita því ekki að ég varð alveg undrandi á þessum svörum konunnar í Apótekinu. Er virkilega búið að misnota svo Apótekin í þessum efnum? Mér leið ekkert sérstaklega vel og þakkaði mínum sæla fyrir að það voru engir viðskiptavinir inni sem urðu vitni að þessari niðurlægingu. Lyfið sem ég fékk er óttalega sakleysislegt og hefur ekkert með Dóp að gera. En svona varð endirinn í Apótekinu.
Auðvitað sagði ég lækninum frá þessu atviki, hann sagði fátt en sjálfsagt hefur hann hugsað sitt.
En svona er víst Ísland í dag, totryggnin ræður ríkjum. Engin spurning um það..!! En eitt er víst að þetta vakti upp ýmsar spurningar og þar á meðal þeirri, í hverskonar þjóðfélagi lifum við?????
Heyrumst.....
Lífstíll | Föstudagur, 2. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við lögðum upp í þessa frábæru ferð frá Murcia á Spáni þar sem dóttir mín,Guðrún býr ásamt tveimur börnum sínum Ólafi sem er níu ára og Perlu Líf sex ára. Við lögðum í hann og Guðrún keyrði sem leið lá til Madrid en þar ætluðum við að gista hjá vinafólki.
Þar var meiningin að fara í Tívolí, Warner Bros er með eitt slíkt í Madrid. Innanum tæki og Tívolítól voru allskonar fígúrur frá nýjum og gömlum bíótímum, barir og allskonar uppstillingar úr kvikmyndum. Og við mættum svo sannarlega á svæðinu með 3 börn sem skemmtu sér brjálæðislega vel í hinum og þessum tækjum að ekki sé minnst á gosbrunninn, þar gátu krakkarnir leikið sér endalaust. Þetta var meiriháttar byrjun á sjóferðinni sem var framundan.
Gistingin er sko ferðasaga útaf fyrir sig, en það bíður betri tíma. En það voru fínar móttökur.
Okkur var ekið á flugvöllinn í Madrid en þaðan átti að fljúgja til Aþenu, en þar tókum við þetta frábæra skip Sky Wonder uppá ellefu hæðir og allur sá lúxus um borð sem hægt er að hugsa sér, allavega fyrir venjulegt fólk eins og okkur.
Þegar til Aþenu kom náðum við okkur í leigubíl, sá sem ók okkur var svo málglaður að áður en við vissum af vorum við öll kominn inn í bílinn hans sem tók fimm manns, venjulega. ( Við vorum 9 í allt.!!!!!!!!!) Við ókum í loftinu til að skoða gömlu frægu rústirnar og bílstjórinn talaði stanslaust. Tíminn var jú tæpur og eins gott að nota hann til hins ýtrasta. Við vorum of mörg í bílnum sem þýddi að bíllinn kostaði meira, en svei mér þá ferðin var peninganna virði, já og svo átti eftir að komast til baka með sama bílstjóranum. Á öllum mínum ferðum erlendis hef ég aldrei fundið eins fyrir rassinum á mér en það var sko setið undir mér, alla leið, fram og til baka. Þetta var skrautlegt ferðalag, svo tóku rústirnar við og auðvitað var hitinn í toppi, þetta var í júnílok. Annars gat ég ekki séð að mengunin væri neitt meiri í Aþenu en öðrum stórborgum en það hefur verið sagt að Aþena sé versta borg í Evrópu hvað mengun snertir. Ekki gat ég séð það, en kannski var þessi dagur betri en aðrir.
Framhald seinna......heyrumst fljótt....
Lífstíll | Miðvikudagur, 28. febrúar 2007 (breytt kl. 21:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að synda er alveg frábært sport og gott fyrirn heilsuna. Ég er ekki hraðsyndari en, vatn og sjórinn er frábært. Ekki bara af bakkanum sem er líka fínt, en að synda og vera í vatninu, það er meiri háttar.
Núna er ég í sambandi við Kína, þar hlýtur að vera vatn.Úff...trúi ekki öðru.
Heyrumst.....
Lífstíll | Miðvikudagur, 28. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spánverjar láta ekki að sér hæða,þeir beinlýnis auglýstu eftir konum!!!!! Þeir hafa sjáanlega ekki lesið íslenska bloggið hjá sumum.
Stundum held ég helst að þeir sem æpa hæst um hvað konur séu ómögulegar eigi bara ekki dætur, eiginkonur, sambýliskonur, mæður, systur og frænskur, svona sem dæmi. Hvar í ósköpunum eru menn sem láta svona eiginlega uppaldir. Við eigum jú öll mæður, engin spurning!!!!!!
En aftur að spánverjunum, þeir dönsuðu og höfðu, að því er virtist, hafa ferlega gaman af þessum samskiptum. Enda var fullt af konum sem mættu á svæðið, það voru víst allar útgáfur af báðum kynjum. Þetta kallar maður nú félagslyndi. Hugsanlega mætti eitthvað af þessu læra....hummm.
Heyrumst síðar......
Lífstíll | Þriðjudagur, 27. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábært veður til að njóta lífsins eftir hungurvökuna, fastan fyrir blóðtöku heldur alltaf fyrir mér vöku. Annars gekk þetta alltsaman vel fyrir sig, og verður ennþá betra þegar líður á daginn.
Nú eru það spennumyndir sem ráða ferðinni og þær eru fínar, besta afslöppun sem um getur. Allavega fyrir mig.
Það er afmæli í fjölskyldunni í dag 27. febrúar, og það eru sko fleiri góðir/góðar sem eiga afmæli í dag. Til hamingju. Það er nefnilega galdur að fæðast á svona flottum degi.
Heyrumst betur seinna.....
Lífstíll | Þriðjudagur, 27. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er febrúar að verða búin og nýr mánuður tekur við. Veðrið er fínt umræðuefni því að það er svo breytilegt. Það er hægt að spá og spekúlera en náttúran sjálf bara tekur völdin hvað sem hver segir.
En í dag er veðrið eins og í gær, engir sviptivindar sól og fínt.
Heyrumst þegar fer að líða á þennann fallega dag.....
Lífstíll | Þriðjudagur, 27. febrúar 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 118630
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar