Ég hef aðeins verið að kíkja inn í Bloggheima og við það að svipast þar um hef ég hugsað ýmislegt. Það hefur nefnilega læðst að mér sá grunur að þeir sem skrifa mest og oftar en ekki harðvítuglega um Femínista séu í reynd í einhverskonar hlutverka-krísu.
Þeir séu í reynd að upplifa gamla stælinn þegar karlar voru húsbændur á sínu heimili, og ekkert múður, kerling.
Að í gegnum allann orðaflauminn megi glitta í gömlu karlrembuna.
En tímarnir eru breyttir, frá því sem var. Við konurnar höfum líka fengið ný hlutverk, eins og t.d. því að sjá líka um fjölskylduna fjárhagslega, og að viðbættu barnauppeldinu, það fylgir víst konunni að ganga með börnin, hvað sem hver segir. Og það er ekkert smá mál, sumar konur verða að vinna næstum fram að fæðingardegi, fæðingarorlofið er inní spilinu, ég var einu sinni að vinna með ungri konu sem var svo slæm af grindargliðnun að hún gat varla gengið. En hún lét sig hafa það að mæta á vinnustaðinn, við reyndum eftir bestu getu að láta hana vinna eitthvað létt, eitthvað sem hún gat setið við. Það voru bara konur sem unnu á staðnum og skildu málið, þær höfðu jafnvel upplifað það sama. Það er nefnilega ekki bara ánægjan af að búa barnið til,það hangir fleira á spýtunni, það þarf að ganga með barnið og hugsa um það.
Stráka og stelpur, öll börn eiga að vera velkomin.
Hvernig stendur þá á þessum árásum, talar fólk ekki saman? Hvað í fjandanum er að? Lífið snýst um fleira og meira en kynlif. Við þurfum öll að komast af, hvernig væri að gera það í sameiningu. Það væri flott. SAMMÁLA,
Smáhugleiðing......heyrumst.....
Lífstíll | Fimmtudagur, 15. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór í gær að sjá kvikmyndina Venus í Regnboganum við Hverfisgötu, fór á sýningu klukkan sex og hélt að ekkert væri af fólki á þessum tíma, en í salnum var heilmikið af fólki sem naut myndarinnar í botn. Enda er myndin meiri háttar góð, með Peter O´Toole í aðalhlutverki, hann var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðuna.
Peter O´Toole komst virkilega á kortið þegar hann lék Arabíu Lawrence, maðurinn var svo glæsilegur og flottur í því hlutverki og í viðbót gat hann leikið og það var sko toppurinn.
Á vissum tímapúnkti og reyndar allar götur áfram, er hann glæsimenni. Hann vekur upp ákveðnar hugsanir um stolt en jafnframt einhverja fágun, hann minnir mig á þegar ég, þá stödd á glæsibar í Hollywood, sá Harry Belafonte. Ég kiknaði í hnjáliðunum þegar ég sá manninn, svo hávaxinn, grannur og uppfullur af reisn og þokka. Þessir tveir hafa vinningin, þegar kemur að glæsileika og einhverjum ólýsanlegum töfrum.
Það er eins og skaparinn hafi ákveðið að gefa fólki eitthvað meira en öðrum, þá á ég við útlitslega og líka talent, og láta síðan reyna á hvernig spilast úr þessu öllu saman. Fólk fer óneitanlega misjafnar leiðir, en halda samt alltaf þessari reisn og útgeislun.
Vanessa Redgrave, lék X eiginkonu í myndinni, þessarar sem er tilbúin að líta framhjá hliðarsporum eiginmannsins og taka við honum á hverju sem gengur. En eiginmaðurinn fer sína leið og gerir það sem honum sýnist hverju sinni. Redgrave leikur sitt hlutverk frábærlega vel og slær engar feilnótur.
Þessi mynd er virkilega þess virði að sjá hana, ég mæli eindregið með henni. Það eru nefnilega einhverjir galdrar, eða humm, töfrar í gangi. Stundum tekst að festa á filmu eitthvað óútskýranlegt, réttur tónn er sleginn og kemst til skila. Frábær mynd.
Heyrumst......
Lífstíll | Þriðjudagur, 13. mars 2007 (breytt kl. 08:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú eru krakkarnir að um það bil að byrja nýtt líf, útskriftar boð í gær og smá æfing, fólk að hittast í fyrsta sinn. Það er alltaf spennandi þegar fólk er að spá í framtíðina, vonandi að lukkudísirnar fylgi þeim og að ástin endist sem lengst og eins og prestarnir segja að unga parinu takist að leggja rækt við sambandið og virða hvort annað, verði góðir félagar. Um það snýrst hjónabandið, heiðarleika, traust og virðingu.
Þá höfum við það, svart á hvítu eða réttara sagt rósrauður bjarmi er yfir öllu, þau eru svo yndislega ástfanginn.Frábært.!!!!
Varð að byrja vikuna á góðum nótum.
Heyrumst......
Lífstíll | Mánudagur, 12. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sammála, Ómari R. Valdimarssyni, omarr.blog.is.....um nafnleysi á Blogginu - og reyndar hvar sem er.
Sá eða Sú sem ekki getur látið uppi eigið nafn, hefur eitthvað að FELA.
Heyrumst.....
Lífstíll | Sunnudagur, 11. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú ætlar Salma Hyek að fjölga mannkyninu, það er frábært. Hún verður örugglega flott mamma,ég sá hana í Frida og var hún meiriháttar þar. Margur er knár þó hann sé smár, það hefur hún sýnt og sannað. Hún er ein af þessum fallegu konum, þar hefur skaparinn ekki kastað til höndunum.
Heyrumst.....
Lífstíll | Laugardagur, 10. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú stendur mikið til. Nú er tími ferminganna og brúðkaup að auki. Boðskortunum rignir inn og auðvitað rekst ýmislegt á og þá er að vinna úr því. Skyldleikinn við fermingarbarnið ræður úrslitum en stundum getur þetta kostað vandræði.
Brúðkaupið er sérkapituli, um það er engin spurning. Maður bara mætir og gleðst með unga parinu og vonar að bandið endist og endist. Og segir til hamingju.
Dagarnir líða svona einn af öðrum, hver og einn með sína gleði og sín vandamál. Svo spurningin er bara, ,, Er glasið hálffullt....eða....hálftómt. Auðvitað er glasið ekki bara hálffullt....það er fullt af gleði og hamingju.
Heyrumst.....
Lífstíll | Föstudagur, 9. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var að fá hamingjuóskir frá Noregi og það hljómaði á þessa leið. " I wish you a very good, world woman day," þetta er flott!!!!!
Annars fór ég og snæddi með þessum baráttukonum á Grand Hotel í hádeginu. "Máttur á milli landa,- beislum mannauðinn."Var fyrsti fyrirlestur. Fyrirlestrana fluttu Gunnhild Riske, mannfræðingur frá Danmörku og talaði hún um mikilvægi mentorsins. Það voru orð í tíma töluð, hjálp er svo nauðsynleg þegar fólk flytur á milli landa og þekkir ekki til þeirrar menningar sem gildir í viðkomandi landi, síðan er það tungumálið. Íslenskan er alls ekki auðveld og að kunna tungumálið er atriði númer 1. Og það er eins gott að tileinka sér menningu þeirrar þjóðar sem við tilheyrum og börnin okkar tilheyra líka. Þetta er bæði gott og nauðsynlegt mál en til að koma svona hlutum í framkvæmd þarf einmitt konur.!!!!!!
Næst talaði Sigrún, frá fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hennar erindi fjallaði um
,, Óskráðan mannauð á vinnumarkaði," það er nefnilega það. Hvað mikið kann fólk og veit, á öllum aldri. Það sem fólk kann ómeðvitað, hefur bara lært á leiðinni en nýtist svo ótrúlega vel. Stundum veit fólk einu sinni ekki hvað leynist innra með því og finnst svo margt ekki kunnátta af því að það hefur ekki viðurkenningu frá einhverjum skóla. Þá finnst því það ekki kunnátta og þetta þarf að draga fram í dagsljósið.
,,Konur og stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda," Sæunn Stefánsdóttir, formaður innflytjendaráðs, flutti þetta erindi. Þar er á ýmsu að taka. Þetta var allt saman mjög fróðlegt,það þarf svo sannarlega að hrista upp í manni öðru hvoru. Ég fékk allavega mikið út úr þessum fundi.
Fundarstjóri var: Amal Tamimi frá Alþjóðahúsi. Það mætti margt af henni læra. Hún stóð sig afspyrnu vel.
Það er reyndar eitt sem ég skil alls ekki, afhverju karlmenn fara í svona mikið uppnám ef konur segja eitthvað. Gera þeir sér ekki grein fyrir því að stundum þarf að kveða fast að orði svo að til heyrist. Þetta með grænu karlana á umferðaljósunum, að æsa sig upp útaf því er alveg út úr korti. Mér finnst aðalatriði að komast heill á húfi yfir götuna, börn jafnt sem fullorðnir. En stundum þarf að hafa hátt strákar mínir, slappið þið bara af. Konur eru fínar. Sagan sýnir það, allavega viljið þið endilega ná í þær,sumar,stundum.
Heyrumst......
Lífstíll | Fimmtudagur, 8. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum byrja sumir dagar alveg ömurlega en enda svo frábærlega vel. Eða þannig held ég að þessi dagur endi.
Nú er bara að sjá til.
Heyrumst......
Lífstíll | Miðvikudagur, 7. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)






Lífstíll | Þriðjudagur, 6. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var í laugunum í dag, þar voru stödd tvenn frönsk pör sem kysstust og knúsuðust. Sem betur fer var ég með sólgleraugu þá sást ekki að ég var að gjóa til þeirra augunum.
Auðvitað vakti þetta athæfi athygli íslendinganna sem voru staddir í pottinum, sem vissu hreint ekki hvernig þeir áttu að vera. Kannski að þeir hefðu þurft einhverja kennslu í opnum tilfinningum. Það er víst sagt, að ef maður er í góðum tengslum við eigin tilfinningar, þá láti maður þær í ljósi. En í sundlaugunum? Eitthvað var landinn efins, hvort þetta væri nú staðurinn fyrir kossa og knús.
Þetta er stundum spurningin, að gera hlutina á réttum stað og á réttum tíma. Vitum við ekki nokkurn vegin hvað passar, þurfum við að láta segja okkur, hvenær passar að gera vissa hluti.
En kossar og knús, myndi nú einhver segja, hverskonar fordómar eru þetta eiginlega? Frá hvaða plánetu ert þú eiginlega? Það er nú það....um þetta og ýmislegt annað eru skiptar skoðanir, humm. Hvað má, ég bara spyr.
Heyrumst......
Lífstíll | Þriðjudagur, 6. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar