Leti....

Var bara heima átti að mæta á fund, afsakaði mig með snjókomu.  Það er það eina sem er gott við veðrið hérna á Ísskerinu er að það er svo auðvelt að afsaka sig. Wink

Fermingarnar framundan þurfa sko tíma, það er betra að velja nú rétt, ef maður velur á annað borð. Auðveldast er auðvitað að opna bara budduna og setja eitthvað í fermingarumslagið, og mæta í veisluna. Annars er þetta svo stór dagur hjá blessuðum börnunum að maður leyfir sér ekkert kæruleysi. Smile 

En í dag er undirrituð bara í sjónvarpsstuði. Smile


Viljastyrkur.....?????

Stundum hvarlfar að mér undarleg hugsun, þýðir þögn það að vera sammála, eða er verið að nota þögnina sem vopn.? Eitt veit ég þó fyrir víst að þar sem þögnin ríkir, þrífst ýmislegt misjafnt. Er þá hávaða rifrildi betra, nei....það er alveg ömurlegt. Bæði fyrir rifrildisseggina og þá sem þurfa af einhverjum ástæðum, að þola hörmungina. Oftar en ekki eru það börnin sem þjást fyrir þetta hvorutveggja. Crying 

En hvernig líður þessu fólki sem er alltaf í einhverskonar uppnámi? Borgar það fyrir sig einhversstaðar annars staðar, því að venjulega í svona kringumstæðum kemur upp PATTstaða, enginn vinnur, nema síður sé. Þá þarf að gera eitthvaðí málinu og það er gert á bandvitlausum stað. Devil 

Viljastyrkur hefur ekkert með málið að gera, reyndar eru allir búnir að steingleyma upphafinu en muna bara eftir að rífast. Úff...Frown

Martraðir gera sko ekkert boð á undan sér, þær bara koma óboðnar. Ég hlýt að hafa verið með einhverskonar martröð því að þegar ég vaknaði var þessi brjálaða hugsun efst á baugi. Woundering

Þess vegna er svo dýrmætt þegar fólk er að byrja, að njóta stundarinnar og vona bara að lukkudísirnar séu í startholunum og fylgi fast eftir með góðar úrlausnir í farteskinu. Smile

Skynsemi kemur svona málum ekkert við, tilfinningar af verstu sort ráða ferðinni og við þeim er brugðist af hörku. Hvernig væri að láta Hearthjartað ráða ferðinni, sumir segja, ha...hann var góður þessi, hjartað er bara vöðvi. En aðrir segja, þar býr allt þetta góða og sáttfúsa.

Smá...hugleiðingar í morgunsárið, en ....

heyrumst þegar fer að líða á daginn. Smile


Að standa í eigin lappir.....

Afneitun, er svo makalaust orð. ég fór að leita að þessu makalausa orði í Íslenskri Orðabók. Það fannst ekki við fljótlega yfirferð en auðvitað fann ég eins og skot afturkreistingur, það einhvern veginn blasti við strax. Kannski er afneitun það að vera andlegur afturkreistingur í stöðugri leit að blórabögglum. Hinu og þessu er kennt um þegar eigin hegðun á í hlut. Hvernig væri nú að líta aðeins í eigin barm og athuga hvað finnst þar?Wink

Þetta er nefnilega virkilegt skoðunarefni. Reynsla og bækur kenna manni margt um mannlega hegðun. Það er t.d. eitt sem er mjög vinsælt að kenna foreldrumum alla skapaða hluti það vill nefnilega svo til að genin raðast svo misjafnlega. Sömu foreldrar eignast jafnvel fullt af börnum og þau eru eins misjöfn og þau eru mörg, þau alast upp við sömu félagslegu kringumstæðurnar en samt er útkoman alls ekki sú hin sama. Crying Þetta hef ég orðið vör við gegnum tíðina, ein ekta slúðurkerling bauð mér meira að segja feður til handa börnunum mínum. Ég segi nú bara, ÓMYGOD. Allt var á hreinu af minni hálfu en það þýddi ekkert að segja við þessa kerlingu, hún lifði bara í sínum slúðurheimi og fitnaði bara af slúðrinu eins og púkinn á fjósbitanum. Hugsanlega er þessi hegðun hluti af afneitun eða þá að konan hefur þurft að lifa sínu lífi gegnum annara líf. Hver veit, sumt í tilverunni er svo dularfullt, þá er nú betra að lesa bara spennubækur þar fæst lausnin allavega í enda bókarinnar, hehe. Smile Lífið er alveg makalaust, stundum.

En talandi um spennubækur, það er frábært að lesa góða spennubók, kannski er það afneitun að lesa um ófarir annara. En, ég segi þá bara eins og kerlingin í sögunni, ólýginn sagði mér. Smile

 


Nú vandast málið.....

Nú eru fermingar framundan og ég er búin að finna það út að það er langbest að krakkarnir ráði sjáfir. Þau eru í allavegana sporti og vita langbest hvað kemur sér vel.Smile

 


Barna níðingar....

Hvernig getur nokkur lifandi manneskja leyft sér að misnota sakleysi barna? Það er siðleysi og siðblinda að notfæra sér hrekkleysi þeirra og reyndar allra sem ekki hafa hugmynd um að svona óþverrar séu til....!!!!! Fólk sem þannig hegðar sér á ekki tilverurétt í mannlegu samfélagi. Woundering 

Netið er landamæralaust og það notfæra þessir óprúttnu og ömurlegu náungar sér. Sumir sjá peninga í öllu og er þá nákæmlega sama hvernig þeirra er aflað. Það er SIÐLEYSI. Devil

Nafnleysi er miskunnarlaust notað og allkyns óþverri settur inn á síður og blogg þeirra sem eru inni á Netinu. Þetta er SIÐLEYSI. Devil

Það er eins gott að standa vaktina....Alien

Heyrumst.....Smile


Sky Wonder skemmtiferðaskip.....

Flottur hópur frá S-Ameríku skemmti með dansi og allavega uppá komum um borð í Sky Wonder. Setti inn myndir af dönsurunum, vona að þær komi vel út. Smile

Að nota sína eigin mottu......

Sumir virðast ómögulega geta notað sína eigin mottu, endilega að nota annarra manna mottur. Þetta getur verið ferlega slæmt, það hefur sýnt sig. Devil Að vera stöðugt að dusta skítinn eftir aðra úr eigin mottu, það er sko, "no good."  Margir vel pennafærir hafa jafnvel skrifað heilu sögurnar um svona fyrirbæri, því þetta er auðvitað ekki eðlilegt og allt sem er óeðli er þess virði að rannsaka nánar. Enda hefur fullt af fólki beinlínis atvinnu af því að rannsaka þetta.

Þessvegna er um að gera að nota eigin mottur. Að hver og einn dusti sinn eigin skít. Cool

Heyrumst fljótlega.....Smile

 


Að ganga of langt......

Hvenær er gengið of langt?? Það er einstaklingsbundið hvað fólki finnst um það. Er það of langt gengið að fólk tali endalaust um pólitík eða klám, stundum finnst mér nóg um. Snýst lífið ekki um pólitík, það er pólitík í öllu, smáu og stóru, segja sumir. En hvað um klám? Sumir sjá klám í öllu, Spaugstofan tók heldur betur á þessu máli í gærkvöldi. Woundering

Ég var í brúðkaupsveislu í gærkvöldi og þar voru sýndar kvikmyndir af stekkjarpartíum hvors fyrir sig. Áður en að mynd brúðarinnar kom, tóku vinkonur hennar, skólasystur og saumaklúbbssystur til máls og hrósuðu henni á hvert reipi, sem hún á örugglega skilið. Sú sem hafði orð fyrir þeim, talaði sérstaklega um forustuhæfileika hennar og vilja hennar til að vera þáttakandi í bókstaflega öllu. Þetta var alltsaman hraustlega til orða tekið og maður hafði enga tilfinningu fyrir oflofi eða að of langt væri gengið. Svo kom myndin, svo kvenleg og fáguð. Brúðurin þreif bílrúður í gríð og erg en á kvenlegan máta, síðan dansaði hún lítið klædd einhvern austrænan dans, en auðvitað voru fleiri konur til staðar. En en engin dansaði eins og hún, hreyfingarnar voru erótískar í meira lagi, mýkt handahreyfinganna ótrúlega flottar. Viðstaddir karlmenn voru yfir sig hrifnir og fannst þetta sjáanlega meiri háttar. En konurnar voru þögular og virtust bíða eftir meiri rúðuþvotti. Ég er ansi hrædd um, miðað við sumt blogg hérna inni, þá hefði þetta verið talið hið versta klám. En hvað er klám, það er í auga og hugsun þess sem horfir.Sjálfri fannst mér þetta meiriháttar flott en þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja orð. Hvar eru þá mörkin? Það er spurningin. Blush Brúðguminn var stoltur af sinni, það var auðséð.

Þá var komið að brúðgumanum, hans steggjarpartíi. Veislustjóri spurði viðstadda vini hvort þeir vildu  segja nokkur orð um vininn sem var jú að gifta sig. En....þeir kváðu nei við því. Myndbandið segir allt sem segja þarf, var þeirra svar, hehe. Þá kvað sko aldeilis við annan tón. Þeir stigu uppí flottann bíl og höfðu nóg af brennivíni meðferðis og nú var skálað óspart, þeir helltu að spænskum sið hvor uppí annann. Fóru í Bláa Lónið og þar klæddist brúðguminn sundbol með mjóu bandi upp í rasskoruna og var þetta allt saman sýnt í smáatriðum.  Myndbandið var frábærlega klippt af einum vinanna sem kann til verka og þeir tóku svo sem uppá ýmsu fleira og það sem vakti furðu mína að það sá varla vín á nokkrum manni, þrátt fyrir að drjúgt væri sopið. Ég þori nú ekki annað en taka það fram að bílstjórinn var blá-skínandi edrú. En ....allavega þarna voru strákar á ferð og ég gat ekki betur séð en að kvenpeningurinn nyti alls þessa í botn. Miðað við hlátur og upphrópanir. Er sem sagt ekki sama hver gerir hlutinn? Wink

Það er nefnilega það sem ég hef alltaf sagt, það er munur á kynjunum. Ég er alls ekki að segja að hlutverk kvenna sé að vera undirgefnar,eða heilalausar og skoðanalausar, langt því frá. En bæði þessi myndbönd voru gerð af ungu nútímafólki, kannski rúmlega tvítugu. Sjálfri fannst mér þetta hvoru tveggja vera í góðu lagi. Hvort fyrir sig valdi sína leið. SO.....er ekki 2007....hvað er að. Ef þetta er klám, þá finnst mér það gott KLÁM......Heart

Heyrumst......Smile


Yndisleg athöfn og veisla á eftir.....

Það er alveg frábært hvað brúðkaup hafa mikil tilfinningaleg áhrif. Fjölskyldur tengjast, allir vinirnir beggja, brúðarinnar og brúðgumans leggja sig alla fram um að gera daginn sem eftirminnilegastann.Kissing Foreldrarnir eru svo stoltir af afkvæmum sínum og geisla úr hamingju. Allt er svo jákvætt og vekur væntingar og vonir.

Með þá hugsun ætla ég að fara að sofa. Kissing Góða nótt. Sleeping


Á slóðir Jónínu Ben......

Var um fimmleytið að kveðja tvær sem voru að fara í flug, áleiðis til PÓLLANDS. Að gera hvað? Er það nema von að fólk spyrji. Cool Til að styrkja kroppinn og verða svolítið mjórri. Það er sko ekki amalegt að ráðast í þessar framkvæmdir í þessu dásamlega umhverfi og snjólausa veðri í PÓLLANDI. Við fáum hingað verkamenn sem helst fá ekkert eða eins lítið og hægt er, borgað. Og þeir, Pólverjar fá rjómann af kvennaliði okkar og heilmikið meðlæti. Heart Kílóin fjúka, og við íslendingar fáum til baka réttsniðnar konur, ánægðar konur, nei annars, hamingjusamar konur. Yess....þetta er málið, að taka á umfram málinu. New Woman......Free Woman. InLove Þetta er nefnilega til hagsbóta fyrir alla. Smile

FREE WOMAN,ég hélt það væri ilmvatn, en það er ekki þannig. Frelsið er yndislegt og meira en þess virði að fara langar leiðir til að öðlast það. Það er klárt mál að ég fer næst. Smile

Heyrumst......Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband