Það er komið á daginn sem við konur vissum reyndar ALLTAF, konur eru, hvað sem hver segir, mikið lægra launaðar. Konur eru, mæður, eiginkonur, sambýliskonur, systur, frænkur en karlmenn ráða ferðinni. Hvar skyldu nú þessir sömu karlmenn hafa verið aldir upp, tæplega allir á upptökuheimilum!!!! Er ekki árið 2007??????
Lífstíll | Þriðjudagur, 27. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Börn fæðast svo saklaus, en svo líður tíminn og fólk fullorðnast? eða það er víst lögmálið og einhver hryllingur kemur í ljós. Sem betur fer eru þetta undantekningar en það hefur sýnt sig að þetta er til.
Maður er stöðugt að heyra um einhverskonar ofbeldi. Er þetta siðleysi eða siðblinda? Að ráðast á fólk og ræna það allri heilbrigðri hugsun vera stöðugt að vekja ótta en vera samt stöðugt í felum.? Hugleysi og bleyðuskapur einkennir þá sem vega úr launsátri. Núna nýlega kom kona sem ég þekki nokkuð vel, heim til sín, en var stoppuð af lögreglu sem sagði henni að maður hefði verið myrtur í götunni. Í fyrstu trúði hún varla því sem hafði gerst, hún býr við litla og friðsæla götu þar sem nágrannarnir bjóða góðan dag og allt gengur sinn vanagang. Er það virkilega á slíkum stöðum sem bófarnir láta til skarar skríða, þar sem fólk uggir ekki að sér, og treystir. Það notfæra bleyðurnar sér. Að bera niður þar sem síst skildi. Þetta er óhugnanlegt, að það skuli vera til svona andstyggilega innréttað fólk. Útreiknað í öllum sínum voðaverkum, allt venjulegt fólk á sér einskis ills von.
Annað atvik henti líka, þar voru tveir táningar, drengir á ferð, þegar fjórir strákar í hóp króuðu þá af og heimtuðu peninga og fleiri verðmæti. Þeim tókst að vísu að komast undan, því að þetta gerðist um miðjan dag, (eins og morðið) og það vildi þeim til happs að það var skóli þarna rétt hjá og bæði nemendur og kennarar voru úti við. Er þetta siðblinda og siðleysi þegar táningar hegða sér svona að maður minnist nú ekki á morðingjann. Vonandi tekst að koma lögum yfir þessa hugleysingja og þrjóta.
Var að hugsa um þessi atvik í morgun.....
Lífstíll | Mánudagur, 26. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Morgunstund gefur gull í mund, segir máltækið. Lengi vel hélt ég að ég væri morgunmanneskja, sem sagt A manneskja, af því það þyrfti að mæta í vinnu og koma krökkunum í skóla. En ég hef oft hugsað um þetta af því að stundum er ég glaðvakandi eldsnemma, en stundum er ég fjallhress seint að kvöldi og ekki vitund syfjuð. Um tíu leytið er ég til í að gera allt mögulegt, skrifa inn á bloggið, það er ég að gera núna, ryksuga og hamast í skápum og allskonar húsverkum. Þetta getur verið dálítið snúið, stundum er ég upplögð eldsnemma á morgnana en er algjör nátthrafn þess á milli.
Er sem sagt möguleiki að maður sé einhverdskonar blanda af A og B persónu. Það lítur þannig út allavega núna. Ég er ekki viss um að ég vilji breyta þessu í bili. Bara að láta þetta ráðast, vera stundum í hasar stuði og stundum ekki. Ég ætla ekki að gera þetta að áhyggjumáli í augnablikinu, ég ætla bara að horfa aðeins á sjónvarpið og kvikmynd á eftir. Ef ég er vakandi.
Sweet Dreams.....þegar ég fer að sofa, hvenær sem það nú verður.
Lífstíll | Sunnudagur, 25. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morð eru hrikaleg og skilja eftir óafmánleg spor. Þeir/þær sem verða vitni að slíku eða réttara sagt eftirköstunum, bíða þess seint ef nokkurn tíma bætur. Þessi hryllingur situr í minninu. Fólk sem hafði ekki uggað að sér áður, verður á varðbergi. Ekkert má fara úrskeiðis.
En hvernig líður manneskju sem tekur líf einhvers annars? Á því augnabliki getur hún ekki verið andlega heil. Það er nefnilega hægt að drepa fólk á margan hátt, andlega og líkamlega.
Eftirköstin af slíku hryðjuverki verða nefnilega ekki séð í fljótu bragði. Núna mjög nýlega frétti ég af morði sem var framið að vísu á erlendri grundu, en það breytir allri hugsun gagnvart morðinu að landi býr við sömu götu. Það verður nálægara og maður verður þáttakandi í eftirköstunum.
Hvenær drepur maður mann????? Það er ágeng spurning.
Lífstíll | Sunnudagur, 25. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú á að fara í mál við ríkið vegna nýju vændislaganna. Einhver ennþá ónefndur, fékk það hjá Pólski stúlku og borgaði henni 10.000.- krónur fyrir. En þá versnaði aðeins í málinu, það átti nefnilega að borga skatt af drættinum og það er ríkið.....eða fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Hehehehehe.....
Hver er þá pimpinn.??????....
Sá sem fer í málið, veit allt um sökudólginn.
Lífstíll | Laugardagur, 24. mars 2007 (breytt kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, auðvitað birtist sá sem ég talaði við í gær, en allt í einu var eins og dæmið hefði snúist við. En allavega uppgötvaðist það að líklega værum við sálufélagar. Því segi ég það, afkomandi Víkinganna í báðar ættir, að ég hefði þegar upp væri staðið upplifað ýmislegt. Hehe...þetta var frábært og reyndar dálítil sjálfsskoðun, það kom nefnilega ýmislegt á daginn sem mér hefur alltaf fundist...ja, bæði sjálfsagt og alls ekki í frásögur færandi. Er ekki INN núna að vera dálítið djarfur og opinskár, það er einmitt það sem gerðist. Ég yrði ekki hissa þó það birtist mynd af mér á forsíðu SÉÐ OG HEYRT, bara fyrir að vera til. Ég hef algjörlega tekið stakkaskiptum og stend með sjálfri mér....og hana nú.
Þetta finnst mér gott mál, að uppgötva sjálfan sig.
Heyrumst við fyrsta færi.......
Lífstíll | Föstudagur, 23. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrautlegt og reyndar dálítið furðulegt samtal sem ég átti í dag við manneskju sem ég þekki ekkert en ég átti samt samtal í tvígang við þessa manneskju. Þessi dularfulla manneskja sagði mér sögu sína síðustu árin. Auðvitað varð ég furðulostin en samt ekki fyrr en eftir á. Fyrsta útgáfa var á þá leið að hann hefði af fyrra bragði, lokið öllum samskiptum við tvær kærustur, vegna þess að þær vildu ekki giftast heldur lifa í opnum samböndum. Flestar konur vilja endilega giftast , ef þær eru tilfinningalega tengdar viðkomandi manni, en þessar vildu það ekki. Svo sambandinu var slitið af hans hálfu. Dálítið duló. Hann var sá sem hafnaði.
Seinna um daginn talaði ég aftur við sömu manneskjuna og þá fékk ég aðra útgáfu af þessum kvennamálum. Fyrri kærastan hafði hafnað honum og hann var komin yfir það. En það giltu ekki sömu lögmál um þá seinni, þar var barn í spilinu. Hún fór í burtu með barnið og hét því að innprenta barninu hatur á honum og að hann myndi aldrei sjá það, fyrr en að minnsta kosti, barnið væri um fimmtán ára aldur.
Það sem ég hugsaði var: er þessi vitleysa að ganga, þetta hefur nefnilega verið inni á Blogginu og Femínistum kennt um þetta alltsaman. En hvað er það sem raunverulega er í gangi. Hjá viðkomandi manneskju var orsökin fyrir uppnáminu í startið að konan klæddi sig eins og henni sýndist og sjáanlega til að ganga í augunum á öðrum karlmönnum. Ó... Mig sárlangaði til að spyrja viðkomandi hvort trúarbrögð hefðu eitthvað með þetta að gera, en ég lét það eiga sig. Datt í hug franski kvendómarinn sem var látinn fjúka fyrir satt að segja ömurlegan og furðulegan dóm, barsmíðar á eiginkonunni voru í stakasta lagi af því að það var siðvenja heima hjá eiginmanninum í Marokkó. En í þess stað reyndi ég að róa viðkomandi til að fá út það sanna í málinu. Og sagði viðkomandi frá því sem fráskilin maður sagði einu sinni: Ég hata Xið mitt af því að ég elska hana, um leið og ég hætti að hata hana, þá er ég hættur að elska hana. Þá veit maður það.!!!!!! Viðkomandi sagði að hatur væri ekki í hans orðabók....ja hérna. Málið er að það þarf lágmark tvo til að deila og báðir aðilar hafa eitthvað til síns máls. Stundum er ástin sem var í upphafi steindauð og annar aðilinn eða jafnvel báðir til í að segja allann fjandann. Og það getur sko kostað átök, en þessi var alls ekki neitt tilbúin að tala um málið nema við mig og þá bara frá einni hlið....sinni.!!!!!!
Mikið er ég fegin að ég er ekki hjónabandsráðgjafi......það er sko hörkudjobb.
Líklega talar viðkomandi við mig aftur ég vona bara að mig dreymi eitthvað flott í nótt , mér veitir ekki af mikilli orku í þetta mál. Verður fólk alfarið geggjað í svona málum, ÚFF.
Lífstíll | Fimmtudagur, 22. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið úti er andstyggilegt, vægt til orða tekið. Ekki gönguveður.....ekki sundveður, best að halda sig bara inni við.
Vonandi verður veðrið skárra á morgun.....búðarveður. Það er frábært. Þá er hægt að bæta sér upp veðrið í dag.
Skypið er frábært, þar er hægt að gefa góð ráð í öllum mögulegum málum. Það hef ég verið að gera í dag, kannski ég ætti að leggja þetta fyrir mig. Allavega virkaði það sem ég sagði mjög vel, betur en ég átti von á.
Lífið leikur suma svo grátt eða það finnst þeim sem á í hlut, en svei mér þá,ég held ég hafi bjargað lífi í dag. Vonandi virkar það á báða vegu.
Lífstíll | Fimmtudagur, 22. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fékk þá hugmynd eftir að Partners, sýndi bæði myndir og texta um Grand Canyon sem var meiri háttar, að segja lítilsháttar frá Ameríku ferð sem var farin fyrir löngu síðan. Þessi bútur er frá Utah, nánar til tekið Salt Lake City.
Við nálguðumst nú óðum Salt Lake City,það var komið kvöld, en það var bjart eins og um miðjan dag. Himininn logaði af eldingum sem fylgdu ógurlegar drunur sem líktust helst kjarnorkusprengingum. Regnið steyptist, eins og syndaflóð, úr þrumureiðum himninum. Þessa nótt var gist á móteli í útjaðri borgarinnar.
En næsta dag var ekið inn í Salt Lake City höfuðborg mormónanna. Hótel var valið í samræmi við bágborinn fjárhaginn sem hafði tekið stökkbreytingu niður á við eftir viðgerðina á bílnum, (sem bilaði í bilaði í brjáluðum hita í Death Walley og þar veiktist ég líka, nánar til tekið í Barstow) greiðslunni til fátæka læknisins, (sá bar sig illa) ásamt öðrum kostnaði á leiðinni. Nú voru góð ráð dýr.Í fyrstu var reynt að tala við AAA og fá lán út á bílinn, (flugið fékkst endurgreitt og bíll keyptur í ferðalagið) en það var ekki hægt þar sem við höfðum ekki svokallað "pink slip" sem er nokkurs konar afsal, ekki var hægt að ganga frá þessu formsatriði í San Diego, því að við lögðum af stað á laugardegi og þávar allt lokað.
Þeir sem urðu fyrir svörum hjá AAA sögðu: ,,Þið komist aldrei héðan og verðið bara innlyksa." En því var hraustlega svarað:,, ég skal sýna ykkur það og koma við hjá ykkur á leiðinni þegar við yfirgefum borgina." Þetta var Xið mitt sem svaraði og þetta var sko hraustlegt svar því að við stóðum á gati.
Fyrst var myndavélin látin fjúka og veðsett hjá hótelstjóranum sem var japanskur eins og myndavélin líka, það gerði útslagið í þeim viðskiptum. En síðar var leitað á náðir Gyðinganna og kom þá í ljós að einn reyndist öðrum betri og var nú mestallt veðsett s.s. sólarútvarp,plötuspilari, kíkir og fl.
Svo heiðarlegir reyndust bæði hótelstjórinn og Gyðingurinn að þeir sendu allt sem veðsett var til Íslands um leið og greiðslan var send og fyrir lánið var borgað sáralítið. Það er sem sagt til gott og heiðarlegt fólk.!!!!!
Þetta var bara byrjunin á dvölinni, sem var reyndar stutt, í Salt Lake City þar sem Mormónamusterið var þungamiðja borgarinnar sem allt skipulag miðaðist við. Göturnar voru númeraðar útfrá musterinu, þær sem lágu í suður voru nefndar South Temple, 1st South, 2nd South og þannig áfram, eftir áttum. Þetta mun þó að einhverju leyti hafa breyst seinna. Við ókum út að Salt Lake en það var orðið of áliðið dags og því ekki hægt að fara í vatnið.
Borgin er 42oo ft. yfir sjávarmáli og stendur undir stórkostlegum fjallatindum sem sumstaðar rísa allt upp í 7200 ft.frá dalbotninum.
Ýmislegt fleira gerðist þarna, en það var ekki til setunnar boðið ef við ætluðum að halda áætlun. Það voru fullt af ríkjum framundan. En nú læt ég staðar numið í bili, þetta hrip var nú einungis ætlað sjálfri mér.....en þetta er nú bara BLOGGIÐ...hehe.
Lífstíll | Fimmtudagur, 22. mars 2007 (breytt kl. 09:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)


Lífstíll | Fimmtudagur, 22. mars 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar