DÉJÁ VU.....

Það er nefnilega það, kvikmynd væntanleg með Denzel Washington 26. apríl og hún heitir DÉJÁVU. Þetta minnir mig af einhverjum ástæðum á eitthvað annað, eitthvað sem mér fannst ég hafa upplifað áður. Eitthvað sem ég þekkti, en hvað skyldi það vera, eitthvað óþægilegt, allavega situr eitthvað í minninu sem er ekki þægilegt. Kannski þarf ég að fara á miðilsfund til að fá úr þessu skorið. Pinch Hver veit, þetta er eitthvað duló og myrkt. Þannig eru hlutir sem maður áttar sig ekki strax á.

Fyrir margt löngu síðan þvældist ég með konu á miðilsfund það var reyndar dálítið merkilegt því miðillinn sagði ýmislegt sem ég var ekki einu sinni að hugsa um, hvernig átti hún að vita það? Þetta kom mér á óvart en uppúr þessu fór ég að hugsa á öðrum nótum um þessi mál. Getur það t.d. verið að maður hafi hitt fólk í einhverju öðru lífi, (annað líf, því hef ég ekki trúað, fram að þessu) sumt fólk sem maður hittir á lífsleiðinni, er svo frábært og manni líkar strax vel við það, svo er annað fólk sem maður getur alls ekki þolað. Er þá eitthvað til sem heitir, annað eða önnur líf. Það er einhvern veginn ekki hægt að komast að þessu fyrir víst, eins og ýmsu öðru en auðvitað fyllist maður verstu grunsemdum. Þetta er stór spurning. Er lífið þá fyrirfram ákveðið, ráða örlögin lífshlaupinu er búið að skrifa tilveru manns í stjörnurnar? Þá er nú eins gott að vera sæmilega læs. En þetta er alveg þess virði að skoða. Woundering Hugs...hugs....


Stækkun Álvers.....

Jæja, þá  niðurstaða,  það verður ekki stækkun Álvers í Hafnarfirði. Það sem sköpum voru 88 atkvæði, málið skiptist sem sagt nokkurn veginn til helminga. Ég var stödd í Hafnarfirði um daginn og voru heitar umræður um Álverið, íbúinn í Hafnarfirði vildi ekki stækkun en utanbæjarmaðurinn færði allskonar rök fyrir stækkun. Sem sagt, maður á mann. Og þannig var niðurstaðan, örlfá atkvæði réðu um niðurstöðuna. Wink

BEST SELLERS.....

Að undanförnu hef ég verið að lesa í bók sem mér var send frá útlöndum, og ber nafnið BESTSELLERS, þar eru teknir fyrir metsöluhöfundar og þeir spurðir hversvegna þeir urðu metsöluhöfundar? Svörin er æði misjöfn, en ýmsum ber saman um að það sé gott að eiga góðan maka sem hefur áhuga á því sem verið er að skrifa og nennir að lesa það. Það sé svo hvetjandi, maður getur rétt ímyndað sér að það hljóti að virka vel að hafa einhvern áhugasaman sér við hlið. WounderingKissing 

Það er allur gangur á því hvernig fólk vinnur, sumir afla sér heimilda og taka góðan tíma að kynna sér það sem þeir ætla að skrifa um. Sumir skrifa um reynslu sína og nota þá skáldfákinn óspart, aðrir skrifa um reynslu annara. Einn af þessum metsöluhöfundum er fyrrverandi lögreglumaður sem skrifar spennubækur, hann hefur staðið í stöðugum málaferlum síðan hann hóf skriftir, því að svo margir hafa þóst þekkja sjálfa sig í persónum bókanna. Höfundurinn hefur alltaf sigrað í þessum málaferlum en auðvitað fer ofboðsleg orka í að standa í þessu. Málið er nefnilega að höfundi er leyfilegt að skrifa um reynslu annarra og sína eigin og reynslu almennt. Þá er nöfnum breytt og allar aðstæður settar í annað samhengi. Sjálf hef ég aðeins komið nálægt skriftum og fengið birt og fólk les aftur og aftur og reynir endalaust að herma söguna uppá mig eða einhvern annann. GetLost

Þegar er verið að skrifa notar höfundur eigið ímyndunarafl og blandar saman ýmsu sem hefur tilfallið á leiðinni, hnoðar og hrærir og býr til allavegan mynstur og útkoman er einhverskonar saga og stundum smellpassar útkoman; " The authors discuss their lives, how they started writing and how their careers developed, in great depth. They give their views on failure and success....." Líf rithöfundar er alls ekki alltaf dans á rósum en þegar vel tekst til er það ekkert minna en frábært. Wink

Þessi bók er ágætis lesning fyrir alla, ég mæli með henni. InLove Bækur eru frábærar, það er hægt að leggja þær frá sér ef manni likar ekki innihaldið og bókin segir ekki múkk og svo er hægt að lesa fram á rauða nótt, ef efnið er hagstætt. Wink


Aðalhlutverk.....

Þetta er dagur fermingarbarnanna og þau eru í stærsta hlutverkinu í dag. Hvert barnanna valdi sér ritningu og töluðu sumir svo lágt, muldruðu kannski feimni, að ég heyrði ekki hvað þau sögðu. Og nú er veislan eftir, þangað stefni ég að hitta fermingarbarnið.Smile  Það eru reyndar tvær veislur í dag.

Stór dagur.....

Í dag eru fermingarheitin unnin og blessuð börnin verða svona að hluta fullorðin. Þetta er engin smádagur í lífi þeirra og reyndar foreldra og skyldmenna líka. Vonandi verður þessi dagur þeim bara til gæfu. Smile Til hamingju, fyrirfram.

 


DEXTER Í DJÚPUM SKÍT....

Endalausum árásum er haldið uppi af sumum hérna inni á Blogginu og að hverjum er þessum árásum beint? Konum....Femínistum...ég verð að játa það að ég skil ekki alla þessa reiði og hatur í garð kvenna. GetLost

Um síðustu jól var gefin út bók sem fjallar um fjöldamorðingja, Dexter í dimmum dal, ég verð að játa það að ég rétt komst hálfa leið með bókina. Dexter er nefnilega haldin að þeirri firru að hann geti drepið fólk, dæmt það án dóms og laga, og tekið það af lífi. Hann ákveður hvern á að drepa, EN SAMT ÞARF HANN AÐ FELA VERKNAÐINN. Og þó er hann að drepa fólksem að hans mati á ekki skilið að lifa. Og það er málið, af hverju tekur fólk valdið svona í sínar hendur? Eitthvað mikið hlýtur að vera að? Alien

En hvað? Það er spurningin. Wink


AÐ TÝNA BÍL.....

Það er sko ekkert smámál að týna bílnum sínum og það á planinu heima. Maður leggur bílnum samviskusamlega en þegar á að taka hann aftur, finnst hann ekki. Í þessu hef ég lent í margang, man ekki númerið á honum og meira að segja liturinn þvælist fyrir mér. En á endanum finnst þetta krútt og þá þar sem síst skyldi, þar sem ég lagði honum. Smile Þvílikur léttir, og auðvitað er ekki nokkrum manni blandað í málið, það gæti litið hörmulega út.

Einu sinni var ég stödd á stóru bílaplani og sá þá ráfandi konu, ég gaf mig varfærnislega á tal við hana, þar sem ég þóttist þekkja einkennin á konunni. Enda kom það á daginn að konan var að leita að bílnum sínum. Égfór auðvitað mjög varlega,þetta var viðkvæmt mál,og spurði um númerið á bílnum, konan starði á mig. Guð, það veit ég ekki, var svarið. Eftir mikil heilabrot kom í ljós að hún mundi litinn og að auki var bíllinn með grill að framan. Með þessar upplýsingar fundum við bílinn eftir dálítla leit. Það er eins og bíllinn manns tengist manni á einhvern sérstakan hátt, við rötum alltaf saman áður en lýkur. Og eins var það með þessa konu, bíllinn kom í leitirnar, hann vildi bara þessa konu og bara beið eftir að vera fundinn. Frábært. Heart


Nú er það vatnið sem blívur.....

Það er ekkert sem heitir að nú á að drekka vatn, ekki kaffi eða gos. Ég er með það á hreinu að vatn er allra meina bót. Þegar ég var út í á Spáni vaknaði ég í myrkrinu við það að það var kallað; quisiera un vaso de agua.....AGUA, þetta var Perla Líf að kalla eftir vatni. Auðvitað skreiddist ég út úr rúminu til að gefa barninu að drekka. Ég komst fljótlega að því að börnin á þessum bæ drekka sáralítið gos, það er kannski leyft á laugardögum sem er nammidagur og það sem meira var að börnin höfðu sáralítinn áhuga bæði á gosi og nammi.  Halo Þó þarf að kaupa allt vatn. Það má heilmikið af þessu læra, við íslendingar eigum besta vatn í heimi og þurfum ekki annað en skrúfa frá krananum til ná í þetta frábæra vatn. En drekkum við þetta fína vatn? Það er spurningin. Allavega ætla ég að læra af börnunum á Spáni og drekka meira vatn.

Ég hafði lítið þekkt til Spánar nema sem túristi, liggjandi á bekk að lesa spennureyfara, þangað til að dóttirin flutti ásam tveimur börnum sínum þangað. Eftir það kynntist ég Spáni og lærði það, að það er ýmislegt í menningu spánverja sem er allt öðruvísi, en að svo mörgu leyti spennuminna og þægilegra en hérna heima. Ég held að það sé hverjum manni hollt að búa, þó það sé ekki nema í nokkur ár, erlendis. Eftir þá veru kunnum við að minnsta kosti að meta tæra vatnið okkar, og reyndar ýmislegt fleira. Wink Eitt er víst, að svo lengi lærir sem lifir og það er dýrmætt.

 


Morðið í götunni.....

Sem betur fer líður tíminn og vondir atburðir dofna í minninu. Auðvitað er of snemmt að gleyma, hvað þá fyrir þá sem áttu hlut að máli, en hlutir fjarlægast sem betur fer. Morð eru alltaf morð og vekja upp hrylling, vonandi tekst að handsama morðingjann. Þá fer fólki að líða betur, það er eins og ganga á jarðsprengjusvæði, að vita af lausum morðingja. En það er verið að vinna í málinu, á fullu. Það leikur grunur á því að morðinginn hafi þekkt fórnarlambið, kallað til hans og heilsað með faðmlagi og hugsanlega kossi og rekið hníf í manninn í faðmlaginu. Úff...þetta er skelfilegtog svo Mafíulegt.Frown Það er líklega best fyrir andlegu heilsuna að stoppa.

Annars var einhver frétt í MBL. um kærasta í USA sem grillaði kærustuna. Þvílíkur kærasti. Frown

 


DUDE....IS MY NAME.....

Það er alveg furðulegt þegar fólk vill ekki sitt eigið nafn, heldur vill það frekar ganga undir furðulegum dulnefnum. Eins og t.d. SATAN og sá hafði nú ekki og hefur ekki enn gott orð á sér. Devil

Hvort þetta er gert til að fela sig á bak við, allavega er þetta mjög undarlegt. Það er til í dæminu að einhver sveipaður þessari hulu kalli sig UGLU. En samt kemur ekkert af viti úr þeirri áttinni. Er ekki Uglan vísdómsfugl.? Blush

Sumir kalla sig einhverju sárasaklausu nafni, bara ekki sínu. Sum þessara nafna hafa einhverja merkingu, en sum alls ekki. Og þá er ekki nokkur leið að botna í þessu, nema að fólk vill ekki sitt eigið. Bara eitthvað til að leita skjóls í, fela sig. Eitthvað sem hugsanlega tilheyrir einhverjum öðrum. Woundering

Hún er svo furðuleg þessi löngun til að eignast það sem aðrir eiga, og njóta þess, auðvitað í leynum.Þetta er umhugsunarefni fyrir foreldra að skíra börnin sín réttum nöfnun, því að um leið og krakkaskammirnar hafa aldur til nota þau nöfn annara. Woundering Nafngiftir eru alls ekki merki um skýrleika, það er auðséð, fyrst fólk notar fyrsta færi á að breyta.

Þetta er umhugsunarefni......Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband