Einelti....... og trúarbrögðin misnotuð

Einelti er ekki hægt að afsaka og ef það á að nota trúarbrögð til að réttlæta hryllingin  þá stend ég ekki þegjandi hjá.

Einelti er fyrirlitlegt  og segir mikið um gerandann..... afbrýðissemi stjórnar oft gerðunum og ýmis önnur geðveiki.


mbl.is Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæl Sóldís.

Ég er ekki viss um að ég sé sammála.  Þetta kallazt varla einelti, jafnvel í víðtækri merkingu þess orðs.  Ef svo væri, þá væri frímúrarareglan með einelti gagnvart konum, þar sem konur fá ekki aðgang þar inn.  Fíladelfíu er uppálagt að meina hverjum sem er aðgangi að þeim söfnuði, en þá vaknar spurningin: Er hægt að réttlæta að slík stofnun fái peninga frá ríkinu.  Málið er nefnilega að ríkið hefur ekki heimild til að mismuna borgurum sínum og fyrir mér er þetta fyrst og fremst spurning um það.

Ég tek það fram að ég á engra hagsmuna að gæta, er hvorki trúaður né samkynhneigður.  Bara forvitinn og lærdómsþyrstur að upplagi og eðlisfari...

Kveðja úr austri, Sigurjón

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sigurjón ég á engra trúarlegra hagsmuna að gæta.

En hegðun þessara Hvítasunnumanna er fyrir neðan allar hellur og ég hika ekki við að kalla þessa hegðun Einelti.

Að þeir sem trúarsöfnuður fái greitt frá ríkissjóði er til haborinnar skammar. Það erum víst við sem borgum í einhverri mynt.

Hvort fólk er samkynhneigt kemur mér persónulega ekki við.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.11.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Hilmar Einarsson

Athyglisverð tíðindi.  Ég hélt að hvítasunnusöfnuðurinn væri fríkirkja.  Siðast þegar ég vissi voru fríkirkjuleiðtogar að grennja hástöfum yfir því að "fá ekki ríkisframlög", spyr sá sem ekki veit?

Spyr sá fáfróði, getur ekki verið að samkynhneigðir séu að leggja hvítasunnusöfnuðinn í einelti?

Er það ekki víðast hvar stjórn  og hverjir ekki kóra og kórstjóra að ákveða hverjir syngi í viðkomandi kórum, ég vissi ekki að það væru nein sérstök mannréttindi að sæta slíku ákvörðarðanavaldi.

Maður er alltaf að læra eittthvað nýtt í lífinu.

Hilmar Einarsson, 28.11.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Sigurjón

Sæl aftur Sóldís.

Ég hlýt að spyrja þig: Hvernig skilgreinir þú einelti (þá nákvæmlega)?  Vegna þess að þetta sem fjallað er um þarna á ég mjög erfitt með að skilgreina sem einelti.

Hvítasunnusöfnuðurinn stendur ekki fyrir opinberri niðurlægingu á samkynhneigðum eða eltir þá uppi og niðurlægir.  Það væri einelti.  Það, að h.s. meini samkynhneigðum aðgang, er þeirra mál og kemur ekki öðrum við, nema að þessi söfnuður fær styrki frá ríkinu.  Það er heila málið.  Hann á ekki að fá styrk frá ríkinu ef hann mismunar fólki á þennan hátt.  Enda fær frímúrarareglan ekki styrk frá ríkinu, þar sem þeir mismuna fólki eftir kyni (og reyndar fleiru).

Höfum skilgreiningarnar á hreinu...

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 28.11.2009 kl. 19:59

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Einelti fellst ekki bara í því líkamlega heldur líka í því andlega. Og trúfélög geta ekki ákveðið kynhvatir fólks.

 Fólk hefur fullann rétt ....það er mannlegt....til að vera samkynhneigt  rétt eins og að vera gagnkynhneigt.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.11.2009 kl. 20:18

6 identicon

Það er þessari kirkju sem og annarri að ákveða hver syngur í henni.
En að setja fyrir sig að einhver sé samkynhneigður, er ekki sérlega gott til afspurnar fyrir neina kirkju.
Ég vil helst ekki trúa því að slíkur greinarmunur sé gerður á fólki.
Það má aldrei gleyma kærleikanum í þessu öllu.
Hann er ofar öllu í kristinni trú.
Sagt er að Guð elski alla menn, en hati syndina.
Skilgreining sumra á synd er að samkynhneigð sé synd.
En því ekki að bjóða þá syndarann velkominn í kirkjuna ef hann vill um annað borð sækja hana.
Það getur ekki verið nema gott fyrir hvern sem er að sækja kirkju!
Samkynhneigðir geta líka verið kristnir !
Kirkjan á að bjóða alla velkomna, samkynhneigða sem gagnkynhneigða !

Sól (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:31

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Auðvitað ræður kirkjan hver sýngur ....það er ekki málið þetta mál virðist snúast um kynhneygð.

Ég er sammála Hörpu um flest það sem hún segir og eitt er víst að kærleikurinn er ekki við stjórnvölinn. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.11.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurjón og Sóldís, Fíladelfía fær EKKI styrk frá ríkinu og heldur ekki frá Kirkjubyggingasjóði. Rétt skal verta rétt.

Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 08:49

9 Smámynd: Sigurjón

Sæll Jón Valur.

Ég stóð í þeirri trú að öll skráð trúfélög fengi e.k. styrki frá ríkinu, en það leiðréttist þá hér með.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 29.11.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband