Djöflaeyjan Þessi kvikmynd er rammíslensk og er þetta í þriðja skipti sem ég sé hana. Ég sá leikritið líka og það var meiri háttar Það hlýtur að vera mikið spunnið í verk sem þetta, tíminn hefur nefnilega tilhneygingu til að breiða einhvern vef yfir suma hluti og þeir falla í gleymskunnar dá. Myndin er byggð á metsölubókum Einars Kárasonar, ,, Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Líklega datt mér myndin í hug vegna þess að ég var nýlega á upplestri á Gljúfrasteini, þar sem Einar Kárason las smásögu eftir sig sjálfan og þetta smásagnakver hans kemur út núna fyrir jólin. Bæði las hann vel og svo var sagan ógleymanleg. Djöflaeyjan fjallar um stórfjölskyldu Karólínu spákonu og þau amerísku áhrif sem tröllriður öllu á þessum tíma. Myndin er afburða vel leikin og leikstjórnin auðvitað í höndunum á Friðrik Þór Friðriksyni, hvað annað? Baltasar Kormákur stendur sig vel, vægt til orða tekið, hann er mjög góður leikari og þarna fær hann sko tækifæri til aðsýna það. Það er eitt atriði í myndinni sem ég er enn að furða mig á og það er þegar Sigurveig Jónsdóttir heldur ein á balanum fullum af vatni til að skvetta á eld sem hefði auðveldlega getað brennt braggann eins og hann lagði sig. Voru einhverjar tæknibrellur í gangi? Gísli Halldórsson stendur sig frábærlega rétt eins og aðrir leikarar í þessari fínu mynd. Það gengur á ýmsu hjá þessari makalausu stórfjölskyldu. Sigurveig Jónsdóttir leikur Karólínu spákonu, í gegnum hana gerist í raun öll þessi saga....sagan segir frá fkölskylduátökum, sorgum og gleði. Myndin er fyndinn á köflum og þess á milli hádramatísk. En þetta er saga fjölskyldu sem reynir þrátt fyrir allar uppákomurnar, að standa á hálu svelli tilverunnar. Afraksturinn er ein af perlum íslenskrar kvikmyndagerðar. Segir á kápunni um myndina....og það er sko tilfellið.
Flokkur: Lífstíll | Fimmtudagur, 6. desember 2007 | Facebook
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ghelga
- olafurfa
- agny
- ak72
- andrigeir
- blossom
- sjalfbodaaron
- axelaxelsson
- axelthor
- asthildurcesil
- baldher
- birgitta
- bjarnihardar
- gudmundsson
- brahim
- gattin
- borkurgunnarsson
- carlgranz
- austurlandaegill
- einarbb
- einararnason
- emilkr
- frode
- gretarmar
- bofs
- noldrarinn
- gthg
- hallarut
- maeglika
- harhar33
- hehau
- hildurhelgas
- drum
- don
- fridust
- ingagm
- golli
- isleifur
- boi
- jensgud
- naflaskodun
- joiragnars
- jonaa
- jamesblond
- islandsfengur
- jonsullenberger
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- hrafnaspark
- larahanna
- altice
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- manisvans
- morgunbladid
- poppoli
- rassoplusso
- kotturinn
- palmig
- hux
- hafstein
- raksig
- ransu
- rlord
- robertb
- rutlaskutla
- fullvalda
- sigro
- sighar
- stebbifr
- geislinn
- steina
- svanurg
- christinemarie
- tibsen
- eggmann
- vilborg-e
- ippa
- vga
- zordis
- kermit
- steinisv
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég væri til í að sjá þessa mynd!
Kvikmyndakveðjur en nú er Bart Simpson á skjánum börnunum til mikillar gleði!
www.zordis.com, 8.12.2007 kl. 20:58
Myndin er virkilega þess virði að sjá hana....og svo er hún íslensk að auki og allir leikarar íslenskir.
En ég væri alveg til í að sjá eitthvað af Bart Simpson, mér skilst að þær séu sniðugar og þar að auki ádeila í þeim.....fyrir fullorðna...hemm og humm.
Sóldís Fjóla
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.12.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.