Gróa á Leiti

Orð eru til alls fyrst. Við notum þau til að tjá okkur í mannlegum samskiptum. Rithöfundar hafa gætt þau lífi og lit í sögum sínum og ævintýrum. Og öll höfum við einhverntíma lent í ævintýrum.Eða upplífað eitthvað sem er ævintýri líkast. En við erum ekki öll þeirri gáfu gædd að glæða þau lífi og koma þeim á framfæri við aðra eins og við upplifum þau sjálf. En til allrar hamingju höfum við átt frábær skáld sem hafa komiðsínum villtustu hugarórum á þrykk, öllum til gleði og ómældra ánægju.

Einn sá slyngasti í þessum efnum, var Munchausen sem sagði svo lygilegar sögur af sjálfum sér að firnum sætti.  Eitt sinn rakst hann á rjúpnahóp og dauðlangaði til þess að fá nokkrar þeirra í kvöldmatinn en þar sem hann var búinn með öll höglin í byssuna sína brá hann á það ráð að nota hlaðstokkinn í hlaupið í haglastað.Hann yddaði stokkinn vel og vandlega og hleypti af um leið og rjúpurnar flugu upp. Hlaðstokkurinn féll til jarðar spölkorn í burtu, honum til mikillar gleði. Á hann voru þræddar sjö rjúpur sem hljóta að hafa furðað sig á því að vera færðar svona umsvifalaust uppá steikarteininn. En Munchausen kom svo sannarlega fleirum á óvart en rjúpunum.

Með sögum sínum gerði hann nafn sitt ódauðlegt í hinum Vestræna heimi og hefur örugglega orðið mörgum manninum, jafnt rithöfundum sem alþýðufólki uppsprett og innblástur allkyns furðu og ýkjusagna. 

Það er haft að orðtaki að, ,,Hratt fljúgi fiskisaga,” það má til sannsvegar færa í ævintýri H.C.Andersen þar sem ein sakleysisleg fjöður varð að fimm hænum. Í þessu bráðskemmtilega ævintýri sýnir höfundur okkur hvötina til að færa atburðina í búning hannaðann eftir innræti og ímyndunarafli hvers og eins. 

En við skulum byrja á byrjunni sem hófst í hæsnahúsi að kvöldi dags eftir sólsetur. Ein hvítfjöðruð og virðingarverð hæna í alla staði klóraði sér með goggnum undir vængnum og við það datt af ein lítil fjöður og þar með fór sagan af stað. Næsta hæna við hliðina á henni, athugul,virðuleg og vammlaus hæna sem ávalt hélt vöku sinni kom sögunni til næsta nágranna, uglunnar sem vældi henni áfram til dúfnanna sem síðan ropuðu henni áfram og þannig koll af kolli, uns litla hvíta fjöðrin var orðin að fimm hænum. 

Sögur sem þannig vinda upp á sig hafa orðið afspyrnu vinsælar meðal almennings. Fræg er sagan af dauða Mark Twain sem hann bar til baka með þeim orðum að frásagnir um dauða sinn væru stórlega ýktar. 

 En hvernig verða slíkar sögur til, sem ganga á milli manna og taka til sín næringu allstaðar á leiðinni. Blása út eins og púkinn á fjósbitanum og verða pattaralegri og bústnaðri því lengur sem ferðin stendur.                                                                     

Það gengur þannig fyrir sig  að einhver trúir manni fyrir sögu og biður hann vel fyrir hana, það er öruggasta aðferðin til að koma henni af stað. Og framhaldið gengur eins og í lygasögu sögumanni til mikillar ánægju en til hrellingar þeim sem um er rætt. Reynslusögur njóta mikillar hylli og eru góður vitnisburður um lifandi sagnalist. Í þeim er oft notað ýkt og öfgafullt orðalag til að láta í ljósi sterkar tilfinningar eða miklar áherslur og eru þá gjarnan notuð slanguryrði. Til dæmis, æðisgenginn eða geggjaður.  

Slíkar reynslusögur eiga sér oft einhverja stoð í raunveruleikanum en oftast er sagan hlaðinn ýkjum. Hraði er einkenni nútímans til að auka spennu þó er það ekki einhlítt samanber Munchausen í sögunni hér á undan. 

,, Slæmur er sá sem lýgur en verri er sá sem trúir,” segir máltækið. Ein frægasta persóna í ,, Pilti og stúlku,” eftir Jón Thoroddsen er Gróa á Leiti, alræmd kjaftatýfa og slúðurkerling. Hún hafði að orðtaki, ,, ólýginn sagði mér, en hafðu mig samt ekki fyrir því blessuð.” Á þann hátt kom Gróa sér inn undir hjá fólki og náði sér þannig í efnivið í slúðrið sem hún bar síðan út um allar sveitir

Heyrumst  Wink         

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband