Hit And Run

 Var að skoða dýralífsmyndir og Það var ein sem minnti mig á kött sem var einn af fjölskyldu meðlimunum einu sinni. Hann var alltaf til í tuskið og þó fór ég með hann einu sinni til dýralæknis og fór með hann í heimilisbílnum og það var sko lífsreynsla útaf fyrir sig. Ég ætla nú ekki að tala um hvað gerðist hjá dýralækninum.

Einu sinni þegar fjölskyldan kom heim lá Bangsi dauður rétt við húsdyrnar.Það hafði víst verið keyrt á hann og hann eyddi síðustu kröftunum í það að komast heim. Þetta atvik kostaði mikla sorg hjá fjölskyldunni.Ég hringdi grátandi í lögregluna með strákana mína allt í kringum mig með augun full af tárum. Lögreglumaðurinn spurði mig að því hvort ég væri nú viss um að kötturinn væri dauður. Ég svaraði skjálfandi og hálfgrátandi´að ég héldi það.

Ég er með það á hreinu,þó ég væri í uppnámi að lögregluþjónninn píndi niður hláturinn yfir þessum pínlegu aðstæðum.

Þá sagði sonur minn, sá yngsti."Mamma getum við ekki reynt blásturaðferðina?"

En Bangsi var farinn á vit feðranna svo að blástursaðferðin var ekki reynd. En jarðaför varð að halda Bangsi var jú einn af fjölskyldunni.Við fundum tóman skókassa og þar var Bangsa  komið fyrir og eitthvað hlýlegt sett utan um hann og síðan sungum við skjálfandi röddu, Ó Jesú bróðir besti.

Þetta var sorgardagur fyrir okkur öll,við vorum að kveðja góðan vin, hinstu kveðju.Halo

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband