Dauðinn tekur sinn toll....

Sum ríki, og þá á ég við heilu ríkin, eru svo fátæk að þau eru ekki einu sinni við fátækramörk. Það að 20.000 þúsund börn deyja á dag vegna næringarskorts kemur okkur líklega ekkert við, þetta er nefnilega svo langt í burtu að við getum hæglega lokað augunum fyrir þjáningum meðbræðra okkar. Í heilu þorpunum er ekkert eftir nema börn og unglingar, foreldrarnir eru löngu dánir úr t.d. Alnæmi eða hugsanlega einhverjum öðrum sjúkdómi. Vatn sem við álítum svo sjálfsagt er munaðarvara á þessum slóðum fátæktarinnar ef eitthvað er í fljótandi formi er það vatn, ef vatn skyldi kalla, úr drullupollum.

Núna biðlar Desmond Tutu biskup til ríkustu þjóða heims, hann biður um hjálp, um aðstoð eins og Evrópu var veitt þegar hún þurfti að rétta sig við eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar. Þá var Evrópa, okkar heimsálfa hjálparþurfi og hún fékk þá hjálp sem dugði til framfara, eins væri hægt að gera núna að rétta Afríku hjálparhönd, að styðja við bakið á Desmond Tutu sem hefur fengið hjálp Avaaz.org til að koma óskum sínum og allra þessa þurfandi fólks á framfæri. Hann er að biðla til ríkustu þjóða heims sem gáfu loforð um hjálp á Umhverfisráðstefnunni í Þýskalandi en það hefur ekki staðist. Að standa við gefin loforð hefur alltaf verið álitið drengskaparbragð og vonandi verður sú hugsun ríkjandi áfram.

Hjálpum þjáðum meðbræðrum okkar, þó ekki væri nema í orðum, það er byrjunin.  Fólkið sem fólkið kaus, mannstu!, ræður ferðinni...... en það ræður ekki ferðinni nema við viljum það. Búum til betri heim. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband