Glöggt er gests augað...

Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að setja inn texta hérna, í hvert sinn sem ég reyni að vista þá hverfur allt saman.  Úff...ritandinn er rokinn út og suður með textanum sem hvarf. Crying

En suður í Hafnarfjörð var ákveðið að fara og byrja í Fjörukránni og fá sér eitthvað í svanginn, en það var þá lokað. En við tókum samt þá ákvörðun að koma seinna og þá að kvöldlagi og helst um helgi og virkilega leita uppi anda forfeðranna, Víkinganna. Víkingarnir höfða svo sannarlega til mín, ég er farin að hafa grun um að ég hafi verið uppi á þeim tíma, eitthvað Deja Vu dúkkar upp í huganum og það er sko engin blekking. Wink

En allavega þá varð okkur litið yfir fjörðinn, sem glampaði í sólinni og logninu, og þá blasti við smábátahöfnin og það var ævintýri líkast. Þarna lágu bátarnir, flestir í hvítir í grunninn, og biðu eiganda sinna. Og við óskuðum okkur að við ættum einn slíkan og við myndum láta okkur hverfa þó ekki væri nema nokkra klukkutíma, ég verð kapteinninn, pantaði ferðafélaginn, og stýri, þú verður að hafa einn með þér sem kann á þau mál. Ó, en hvað á ég þá að vera og gera? Þú verður konan um borð, og segir til um hvert við eigum að fara, hehe. Þessi var góður, það er árið 2007, Wake Up, baby. Þar með var sá draumur rokinn, maður verður nefnilega að lifa drauminn til enda, hvaða ár sem er.Wink

Ferðafélaginn var algjörlega heillaður af Hafnarfirði og vildi helst setjast þar að, en í bili sættumst við á A. Hansen og fórum þar inn og fengum okkur frábæra súpu og salatrétt. Gamla húsið undirstrikaði enn betur hjá aðdáanda Hafnarfjarðar ágæti staðarins og við eigum eftir að koma aftur og aftur. Staðurinn býður upp á nánari kynni, við eigum nefnilega ýmislegt sem við þessir innfæddu sjáum ekki vegna nálægðar en gesturinn sér og nýtur. KissingSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband