REIÐI OG SORG

Það er ekki það, að maður viti ekki um misnotkun, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Heldur hitt, hvað maður er minntur hrikalega á þessar staðreyndir. Og þessar fréttir skekja mann alltaf til. Hvernig er það mögulegt að misnota saklaust og varnarlaust barn, hvar eru foreldrarnir sem eiga að vernda börnin sín? Hvað er hægt að gera í stöðunni þegar dómsvaldið sjálft bregst. Drepa níðingana? Nei, það má ekki, segja lögin, þau eru víst til að vernda okkur, sek eða saklaus. Þangað til kemur að geðveikum kynlífsfíklum, þá er dómsvaldið með allt á hreinu. Menn sem hafa misnotað börn frá unga aldri til táningsára og það fleiri en eitt, sleppa svo ótrúlega vel þegar kemur að því að dæma fyrir ódæðið. Eitthvað smotterý er ákveðið til handa glæpamanninum, skilorðsbundið smotterý eða fyrning. Og þessum truflaða einstaklingi er sleppt út í þjóðfélagið, líklega svo hann geti nú óáreittur haldið iðjunni áfram. Devil 

Líklega verða foreldrar að fara að vígbúast, þannig er staðan núna. Í nýlegri könnun sem framkvæmd var á Indlandi kemur heldur betur á daginn að börn eru misnotkuð þar ekkert síður en hérna á Íslandi. Og þar eins og hér eru ofbeldisseggirnir örugglega ekki dæmdir. Svona lið ætti að hengja upp á tánum á almannafæri, þar sem allir geta sýnt þeim fyrirlitningu og þá smán sem þeir eiga skilið. Ég held það væri ekki vitlaust að bjóða þeim sem eru í aðstöðu til að dæma þessa þrjóta, leyfa þeim að sjá hvernig lögmál frumskógarins virka. Ekki virka þau lög sem eru sett til verndar þeim sem þurfa svo sannarlega á réttlæti og stuðningi að halda, þolanda ofbeldisins. Þau virðast virka öfugt. Og það veldur bæði reiði og sorg. Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Hilmisson

þetta er athygglivert, að þú tjáir þig á þennan hátt, um svona málefni , og ert örugglega ekki ein um það. hins vegar er hægt að benda á leiðirnar til að fyrirbyggja, að slík viðurstyggð þurfi að eiga sér stað. til dæmis samband barsna og foreldris. Barn verður að vita að það má alltaf segja mömmu og pabba, þó að einhver sé búin að segja ekki má segja frá. Svo má segja að gráu svæðin eru svo óþægilega óljós. hvað er viðeigandi ,og hvað ekki. snerting er mikilvæg í  öllu uppeldi, en auðvita ekki sama hvernig snerting. svo verður barn að fá fræðslu helst hjá foreldri, eða í skólanum , um að sumt er bara bannað, sem varðar líkamann, eins og fálm og fikt, sem veldur smátt og smátt  óþægindum. en ég er alveg sammála að huluni verður að lyfta af þessu öllu. og gerendur, að fá viegandi dóm og helst stífa meðferð , ef hægt væri að hreinsa til innan í hausnum á þeim. þetta er ljóti vírusinn.

Högni Hilmisson, 10.4.2007 kl. 02:55

2 Smámynd: Högni Hilmisson

þetta er athygglivert, að þú tjáir þig á þennan hátt, um svona málefni , og ert örugglega ekki ein um það. hins vegar er hægt, að benda á leiðirnar, til að fyrirbyggja, að slík viðurstyggð þurfi að eiga sér stað. til dæmis,hvernig er samband barns og foreldris. Barnið verður að vita að það má alltaf segja mömmu og pabba, þó að einhver annar sé búin að segja" ekki má segja frá. Svo líklega eru gráu svæðin svo óþægilega óljós. hvað er viðeigandi , og hvað ekki. Snerting er mikilvæg í  öllu uppeldi, en auðvitað er ekki sama hvernig snerting. svo verður barn að fá fræðslu helst hjá foreldri, eða í skólanum , um að sumt er bara bannað, sem varðar líkamann, eins og fálm og fikt, sem veldur smátt og smátt  óþægindum. en ég er alveg sammála að huluni verður að lyfta af þessu öllu. og gerendur, að fá viðeigandi dóm og helst að fá stífa  meðferð , ef hægt væri að hreinsa til innan í hausnum á þeim. þetta er ljóti vírusinn.

Högni Hilmisson, 10.4.2007 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband