Tungumálamiðstöð.....

Vigdís forseti er sannur Íslendingur og gefst ekki upp.....núna stendur til að reisa 3000 fermetra hús ...það er hreint kraftaverk Halo eins og fjármálin eru núna.  Ég er stolt af því að vera Íslendingur.  Smile
mbl.is Reisa tungumálamiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Átti þetta að vera kaldhæðni? Þá er það líka kaldhæðni að tungumálamiðstöð sé nefnd eftir Vigdísi, sem ekki getur talað neitt af hinum Norðurlandamálunum.

Vendetta, 19.6.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Nei....kaldhæðni var nú ekki meiningin.

Satt að segja vissi ég ekkert um það að hún kynni ekkert af norðurlanda málunum. (Kannski við fáum Jóhönnu sem túlk.)

En Vigdís hefur staðið sig afburðavel sem forseti.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 19.6.2010 kl. 13:08

3 Smámynd: Vendetta

Þegar hún reyndi að tala dönsku í sjónvarpsviðtölum, þá skildi enginn Dani eitt einasta orð. Sumir þeirra héldu, að hún væri að tala íslenzku.

Vendetta, 19.6.2010 kl. 13:14

4 Smámynd: Sigurður Árnason

Hvaða máli skiptir það þótt hún tali ekki norðurlandamálin? Við getum bara talað ensku við hinar norðurlandaþjóðirnar. Vigdís talaði í rauninni mikilvægari mál eins og ensku og frönsku sem nýtast manni á alþjóðavettvangi. Enskan nægir í samskiptum okkar við norðurlandabúa og þá eru líka allir jafnir að tala annað mál en móðurmálið.

Sigurður Árnason, 19.6.2010 kl. 18:01

5 Smámynd: Vendetta

Ég segi það nú líka. Þá hefði hún átt að tala ensku, en ég heyrði hana aldrei tala það mál svo að ég veit ekki hvort hún talar það vel eða illa.

Vendetta, 19.6.2010 kl. 21:35

6 Smámynd: Vendetta

Ég veit vel, að skilyrði fyrir því að vera forseti er ekki tungumálakunnátta, enda altalað að Kristjárn Eldjárn var mikið síðri tungumálamaður en Halldóra. Hins vegar er það annig, að þeir sem ekki tala eitthvert tungumál, ættu ekki að vera að því opinberlega. Mín skoðun er sú, að fulltrúar Íslands eigi ekki að gera sig að fíflum með því að reyna að tala tungumál á opinberum vettvangi sem þeir ekki valda. Að sama skapi á ekki að skipa utanríkisráðherra, sem ekki talar amk. ensku skiljanlega.

Í fyrstu athugasemd minni fannst mér það kaldhæðni að kalla tungumálamiðstöð eftir Vigdísi frekar en öðrum sem eru betur að sér í tungumálum. Í öðru lagi sýnist mér ekki þörf á að eyða svo miklu fé í gæluverkefni, sem Kristín Ingólfsdóttir gat ekki fært nein haldbær rök fyrir.

Ef hins vegar þetta framtak leiðir eitthvað gott af sér, þá er það ágætt. En hins vegar er ekki nóg að halda ráðstefnur og tala um hlutina ef svo ekkert er gert í praxís til að viðhalda eða vernda tungumál og menningu lítilla samfélaga víðs vegar um heiminn. Margir hafa lagt hönd á plóginn sl. 100 ár og aðrir munu halda áfram alveg óháð ráðstefnum í tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og alveg óháð UNESCO.

Vendetta, 19.6.2010 kl. 22:01

7 identicon

Ég á frekar erfitt með að skilja þetta sjónarmið að Vigdís kunni ekkert Norðurlandatungumál.  Hún talar dönskuna reiprennandi og ég get upplýst það að Danir eiga ekki erfitt með að skilja hana.  Sumir ættu að vera með Vigdísi á fundum með öðrum Norðurlandabúum áður en þeir láta rangfærslur af þessu tagi frá sér.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:19

8 Smámynd: Vendetta

Heyrðu mig H.T. Bjarnason: Vigdís getur ekki fyrir sitt litla líf talað dönsku. Hún talar eitthvað sem er kallað skandinavíska, sem er hvorki fugl né fiskur. Ég bjó í Danmörku lengi og þar voru oft sýnd viðtöl við hana þar sem danskur fréttamaður spurði hana á dönsku, og hún talaði á þessari hrogna-skandínavísku sinni. Það var nauðsynlegt að texta það sem Vigdís sagði, þar eð enginn hefði annars skilið hvað hún sagði. (Ég vil bæta því við að það er oftast ekki textað í danska sjónvarpinu, þegar viðmælendur tala norsku eða sænsku). Þeir Danir sem sáu þetta viðtal sögðu mér, að þeir hefðu ekki skilið neitt af því sem Vigdís sagði. Sama gildir um þá Íslendinga sem tala skandínavísku eins og Vigdís, enginn skilur þá.

Ástæðan fyrir því að þú segir, H.T. Bjarnason, að Vigdís tali ágæta dönsku, er að þú talar ekki bofs í dönsku heldur. Þú ættir að kynna þér málin betur áður en þú opnar þverrifuna.

Vendetta, 27.6.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband