Draumalandið er ein af þeim bókum sem er tilnefnd til næstu íslensku fagurbókmenntanna, þ.e.a.s. hún er reyndar ekki í þeim flokki, heldur í heimildaflokknum. Og það er spurningin, bókin á heima í báðum flokkunum. Hún er víst sjálfshjálparbók., en hvenær tökum við Íslendingar við okkur.
En sú bók sem er spáð vinningi í fagurbókmenntunum er Sendiherrann, eftir Braga Ólafsson, Sykurmola. Annars koma fleiri bækur sterklega til graina,s.s. Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur og Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann, þetta er æsispennandi.Fleiri bækur eru tilnefndar s.s. Guðlausir menn og Fyrir kvölddyrum. Ég er nú ekki alveg með síðast talda titilinn. EN...! Allar eiga þær athygli skilið, svo nú er bara að bíða, og sjá til.
Fór á bókasafnið í dag, það var verið að lesa uppúr barnabókum. Sigrún Eldjárn kynnti tvær nýjar bækur, Gula sendibréfið og Eyju gullormsins.´Mér fannst ég sjá alveg nýja hlið á Sigrúnu, hún var svo lífleg og skemmtileg. Hún sýndi myndir með annari bókinni, sögurnar hennar eru nýtískulegar og heillandi, mjög vel gert hjá henni.
Viðborg Davíðsdóttir las upp fyrir litlu krakkana og stóð sig afspyrnu vel. Mikið skemmtilegri en ég hafði reiknað með.
Síðust, en ekki síst var Margrét Tryggvadóttir með söguna af: Undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar. Og það var mjög sérstakt. Þessi saga vann til verðlauna í barnabókarsamkeppninni síðustu. Ég veit ýmislegt um þá samkeppni þar sem ég veit deili á höfundum sem tóku þátt í þessari keppni. Sagan sem vann er allt öðruvísi, því að texti og myndir eru alls ekki í takt. Myndirnar sýna eitt en textinn allt annað, þetta er alveg öfugsnúið og vekur upp spurningar. Frábært fyrir krakkana að takast á við svona sögu, hún er örugglega ekki fyrir svefninn. Það sofnar örugglega enginn krakki undir þessari sögu, þau vakna ef eitthvað er.
Ég hitti konu sem ég þekki nokkuð vel í dag í Kringlunni í dag og fengum við okkur kaffi saman og heilmikið tal, hún var nýkomin frá Kanaríeyjum eftir þriggja vikna dvöl. Hún elskar Spán útaf lífinu. Við eigum eftir að hittast aftur og tala meira. Fljótlega.
Heyrumst....það hefur sko verið nóg að gera....
Flokkur: Lífstíll | Fimmtudagur, 7. desember 2006 | Facebook
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ghelga
-
olafurfa
-
agny
-
ak72
-
andrigeir
-
blossom
-
sjalfbodaaron
-
axelaxelsson
-
axelthor
-
asthildurcesil
-
baldher
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gudmundsson
-
brahim
-
gattin
-
borkurgunnarsson
-
carlgranz
-
austurlandaegill
-
einarbb
-
einararnason
-
emilkr
-
frode
-
gretarmar
-
bofs
-
noldrarinn
-
gthg
-
hallarut
-
maeglika
-
harhar33
-
hehau
-
hildurhelgas
-
drum
-
don
-
fridust
-
ingagm
-
golli
-
isleifur
-
boi
-
jensgud
-
naflaskodun
-
joiragnars
-
jonaa
-
jamesblond
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
prakkarinn
-
ktomm
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
hrafnaspark
-
larahanna
-
altice
-
ludvikludviksson
-
lydurarnason
-
manisvans
-
morgunbladid
-
poppoli
-
rassoplusso
-
kotturinn
-
palmig
-
hux
-
hafstein
-
raksig
-
ransu
-
rlord
-
robertb
-
rutlaskutla
-
fullvalda
-
sigro
-
sighar
-
stebbifr
-
geislinn
-
steina
-
svanurg
-
christinemarie
-
tibsen
-
eggmann
-
vilborg-e
-
ippa
-
vga
-
zordis
-
kermit
-
steinisv
-
thorhallurheimisson
-
thj41
-
thorsaari
-
iceberg
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.