sveitabrúðkaup....!

Ég er búin að sjá sveitabrúðkaup og er myndin vel þess virði að sjá hana. Leikstjóri er auðvitað hinn margrómaði klippari Valdís Ólafsdóttir henni hefur tekist að safna í kringum sig fínu liði af leikurum og ætla ég fyrst að nefna Herdísi Þorvaldsdóttir en hún bókstaflega stal senunni hvert einasta skipti sem hún var í mynd. Hún er óborganleg í hlutverki sínu.

Aðrir leikarar eru: Kristbjörg Kjeld, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Theodór Júlíusson, þetta er úrvalslið. Í Fréttablaðinu stendur um myndina að hún sé með;  Skemmtilega persónusköpun, smitandi leikgleði og fyndna framvindu.

Handritið er bara umgjörð, spuni er málið og vita leikarar reyndar aldrei hvenær þeir eru í mynd, hópefli er þetta víst kallað. Leikararnir vinna handritið í samvinnu við leikstjóra og móta leikararnir persónur sínar sjálfir.

Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Valdísar og tekst vel upp, hver og ein persóna á sér leyndarmál sem ekki má ljóstra upp fyrr en í lokin. Og þannig ætla ég að hafa það líka, ég segi ekki frá innviðum og sögu brúðkaupsins, sjón er sögu ríkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki búin að sjá hana, ekki segja mér!

Rut Sumarliðadóttir, 24.9.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Tína

Hef eingöngu heyrt góða dóma um þessa mynd en á alveg eftir að sjá hana. Læt nú vonandi fljótlega verða af því.

Tína, 26.9.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband