Enn á bókasafninu....!!!!!!

Alltaf á fimmtudögum lesa höfundar uppúr nýjum bókum sínum og annara, á bókasafninu í Kópavogi. Þetta er svo frábært framtak og meiriháttar skemmtun að hlusta á höfundana lesa. Joyful

Eftir lesturinn sitja höfundarnir fyrir svörum. Í þetta skiptið voru hjón sem vissu svo margt um presta sem höfðu að einhverju leyti verið hafðir til hliðsjónar við sögupersónur. Konan er kennari í bókmenntum en ég er ekki alveg viss um manninn hennar, en það var ekki komið að tómum kofanum hjá þeim. Sigurjón Magnússon rithöfundur, las upp úr bók sinni, ,,Gaddavír" og í framhaldi af því spunnust fjörlegar umræður. Þar á meðal um prestana. Wink Þeir voru víst alls ekki við eina fjölina felldir, í mörgum skilningi.

Steinar Bragi las upp úr bók sem heitir, ,,Hið stórfenglega leyndarmál heimsins." En Jón Karl Helgason las úr þýðingunni sinni, ,,Brestir í Brooklyn," eftir Paul Auster, og fyrir þeirri bók hef ég mikinn áhuga. Paul Auster er fínn höfundur og mjög sérstakur. InLove Minn maður.

Heyrumst.....Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband