Dagurinn sem ég varð fræg í Hollywood.....

http://en.wikipedia.org/wiki/Philippa_Gregory....... Þar sem verið er að sýna mynd í sjónvarpinu fannst mér vel til fundið að láta smá upplýsingar um rithöfundinn Philppu Gregory.Hún er með gráðu í 18 aldar bókmenntum og hefur Tudorættin heillað hana.

Hún hefur skrifað bókina, "The Other Boleyn Girl." og hefur sú bók verið kvikmynduð með Scarlett Johanssen ú hlutverki Maríu Boleyn en Natalie Portman í hlutverki Önnu Boleyn og með  sjarmatröllið Eric Bana sem Henry Tudor.Og þessa konu ætluðu bandaríkjamenn að gera fræga þegar hún mætti í Hollywood þar sem  var verið að filma myndina.

Hún segir svo frá sjálf,: " The day I became Huge in Hollywood." Ef maður lítur inn á Wikipedia (fremst í textanum) þá má sjá að hún var og er ekkert smá, þegar að rithöfundaferlinum kemur.

 Jæja.....þá er röðin komin að mér. Einu sinni fyrir löngu síðan var ég stödd í Hollywood og lenti inn á bar og þar voru staddir sjarmörar, frægir á hvíta tjaldinu. Ég kiknaði í hnjáliðunum og fölnaði upp við það eitt að sjá þá, en það náði ekki lengra,því miður.Wink
En leigubíllinn sem beið fyrir utan eftir okkur hafði ekki látið sitt eftir liggja að koma mér á framfæri, það beið nefnilega mikið lið fyrir utan barinn sem vildi vita nánari deili á mér. Og hann gerði mig sko heimsfræga á nóinu, hann sagði að ég væri fræg söng- og leikkona og það mætti reyndar sjá á mér útlitið væri sko í stíl við hæfileikana. Þegar ég kom út var blístrað og farið fram á eiginhandaráritanir ég átti fótum og þessum blessuðum bílstjóra að þakka að ég komst heil á húfi í burtu. En ég var stjarna í smástund.....hehehe. Heart LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gaman að sjá þig ... ég hélt að þú værir að segja okkur frá þeim degi er þú varst stór í Hollýwood ... heeehehe

en hvar ertu í heiminum núna????

www.zordis.com, 1.7.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hæ Zordis.

Er það nema von að þú spyrjir, hvar ég sé eiginlega stödd. Ég er ennþá stödd hérna heima(á Íslandi) en fer seinna eða fljótlega suður á bóginn.

Skrifa betur seinna,

Heyrumst,

Sóldís 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 1.7.2008 kl. 22:36

4 Smámynd: www.zordis.com

Þannig að þetta var s.s. þú í leik hinna frægu og myndarlegu!

Knús til þín.

www.zordis.com, 2.7.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Tína

Þetta hefur verið aldeilis fjör

Tína, 3.7.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband