Að bjarga barni....

Núna nýverið las ég grein um að það var einn unglingspiltur eftirlifandi í Afrísku þorpi, enginn fullorðinn til þess að taka ábyrgð á börnunum sem voru eftir. Foreldrarnir voru dánir annað hvort úr hungri eða AIDS. Hvað bíður þessara barna? Þessi unglingspiltur var sá elsti í þessu þorpi og reyndi eftir bestu getu að halda lífinu í börnunum, en getur unglingur axlað þessa ábyrgð, getur hann útvegað mat á svæði þar sem er mjög takmarkað aðgengi að mat að maður minnist nú ekki á tilfinningalíf þessara einstaklinga.

Þessvegna finnst mér Angelina Jolie og Brad Pitt og Madonna og sem betur fer fullt af öðru góðu fólki sem skilur þennann hræðilega vanda, vera að gera góða hluti. Þetta fólk á peninga, en það verður að vinna fyrir þeim peningarnir vaxa ekki á trjánum, það er löngu vitað. Allt þetta fólk skilur þennann vanda og reynir að leysa hann, það er nefnilega svo auðvelt að dæma en það þarf hugrekki til að takast á við vandann. Að bjarga, þó ekki væri nema einu barni er frábært, kannski getum við hin lært eitthvað af þessu fólki. Það er allavega athugandi.


mbl.is Pitt vill gera fjölskyldu sína að lifandi fyrirmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband