Ég hef verið að ferðast aðeins um Bloggheima og sé þá að sögur af hinum ýmsu gerðum eins og t.d. framhaldssögur ganga ljósum logum. Sumar eru hreint frábærar og maður bíður spenntur eftir framhaldi, sumar sögurnar eru bara sagðar einu sinni og standa fyllilega fyrir sínu.
Þessi framtakssemi kveikti hjá mér þá hugsun að þetta væri alls ekki svo vitlaust. Svo ég læt eina sögu flakka til að athuga viðbrögðin. Saga þessi birtist fyrst inni á Rithring.is og fékk þó nokkra athygli.
Gatan
Um leið og hún lagði druslulega dúkkuna með sprungna postulínshausinn í hálsakot og þrýsti henni að sér heyrði hún veinin sem bárust utan af götunni. Hún lagði andlitið þétt að gluggaborunni til að reyna að átta sig á hvaðan hljóðin kæmu en sá ekkert. Hún fikraði sig varlega niður mjóann rimlastigann ofan af loftinu niður í gömlu tómu hlöðuna. Með dúkkuna í handarkrikanum hljóp hún úr bakhúsinu gegnum portið út á götuna. Sólin sem stóð rétt í hádegisstað sendi geisla sína yfir sviðið. Á holótta götuna sem var öll í pollum eftir undangengnar rigningar síðustu daga. Pollarnir sem voru misstórir, voru gulleitir af gruggugu vatni og myndu innan tíðar þorna upp af sjálfu sér eða með hjálp sólarinnar. En flestum, nema sólinni stóð á sama um þessa götu. Húsin beggja vegna götunnar voru flest einlyft og lágreist en nokkur samt tvílyft og var þeim flestum vel við haldið og sagði útlit þeirra reyndar nokkra sögu um hugsanir þeirra sem þarna bjuggu. Þarna bjó jú stolt fólk. Húsin sunnan megin við götuna höfðu sum höfðu meira að segja garða eða tún sem lágu að sjó. Oft lagði sterka sjávar-og þanglykt yfir þorpið. Því þorp var þetta í mörgum skilningi og laut sömu lögmálum og önnur smáþorp. Allir vissu allt um alla. Og var vitneskjan falin í þögn afskiptaleysis. Öðru megin götunnar stóðu sverir tréstaurar sem báru uppi rafmagns- og símalínur. Og við annan enda götunnar stauramegin áttu hljóðin upptök sín. Kona um fimmtugt afskræmd í andliti úr hamslausri reiði, barði að utan einn staurinn og formælti guði, þú hefur drepið barnið mitt, helvítið þitt, æpti hún aftur og aftur og barði staurinn af stjórnlausri heift. Íbúar götunnar höfðu þyrpst út til að fylgjast með, enginn hreyfði hönd né fót til að stöðva eða hugga konuna en allir fylgdust þögulir með hamslausri sorg hennar. Það tíðkaðist ekki í þessu litla samfélagi að láta tilfinningar sínar í ljósi eða skipta sér um of af nágrönnunum. Unga telpan sem hafði sem hafði staðið grafkyrr tók dúkkuna varlega úr handarkrikanum og færði hana í fang sér og þrýsti henni að sér allsendis óörugg um hvernig hún átti að bregðast við því sem fram fór. En barnsleg forvitni rak hana áfram, hún leit á þögula nágrannana sína en tók síðan að fikra sig hægt eftir götunni í áttina að æpandi konunni. En skyndilega var kippt í hana aftanfrá. Hún leit skelkuð upp og beint upp í reiðilegt andlit föður síns sem var með sixpensarann langt fram á ennið og skáhallt yfir annað augað. Hann var þykkvaxinn og fremur lágvaxinn af karlmanni að vera. Hann gasaði af áfengi og dró hana afturábak og inn í miðjan hóp fjölskyldu hennar sem stóð þar hjá í einum hnapp. Niðurlút tók hún í sig kjark og leit á móður sína, eins og í leit að stuðningi. Lágvaxna rauðhærða konu sem enn bar með sér að hún hafði einu sinni verið falleg. Þó hún væri innan við fertugt var hún nú slitin af þrældómi, barneignum og illa til höfð eftir að hafa búið með drykkfelldum eiginmanni í mörg ár. Hún stóð hjá svipbrigðalaus og þreytuleg að vanda og þagði eins og hinir. Hún leit síðan á eldri systkyni sín eitt af öðru en staðnæmdist að lokum við elsta systkynið, bróður sinn. Eins og einhverra skýringa væri að leita þar í skarpleitu grönnu andliti hans sem gaf í skyn skapfestu og ró. En þögn hópsins var algjör. Konan hélt áfram að veina og reif nú hár sitt og formælti almættinu sem hafði tekið barnið.
Ertu að hefna þín..? Helvítið þitt..Fyrir hvað..? Svaraðu mér.. , Ekkert svar.
Allir vissu að konan sem æpti á guð var ekki móðir barnsins. Hún var amma þess sem gengdi hlutverki móðurinnar sem var sjaldnast þar sem hún átti að vera.
Skyndilega komu tveir lögregluþjónar gangandi fyrir hornið á enda götunnar. Staðnæmdust þar og horfðu á konuna. Í sömu mund kom líkvagn akandi úr andstæðri átt. Hann ók hægt eftir holóttri götunni og jós vatnsvængjum upp úr drullupollunum. Kolsvartur líkvagninn með gylltu skrauti virtist, þar sem hann kom, svo ógnvekjandi. En um leið var hann staðfesting á þessum sorgaratburði þar sem hann færðist sífellt nær konunni sem formælti guði. Enn og aftur leit litla ljóshærða telpan á fjölskyldu sína og nágranna en þar ríkti sama þögnin og áður.
Hvernig átti hún að skilja þetta.? Hún sem var bara sex ára.
Heyrumst.....Sóldís
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 30. ágúst 2007 (breytt kl. 20:19) | Facebook
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ghelga
- olafurfa
- agny
- ak72
- andrigeir
- blossom
- sjalfbodaaron
- axelaxelsson
- axelthor
- asthildurcesil
- baldher
- birgitta
- bjarnihardar
- gudmundsson
- brahim
- gattin
- borkurgunnarsson
- carlgranz
- austurlandaegill
- einarbb
- einararnason
- emilkr
- frode
- gretarmar
- bofs
- noldrarinn
- gthg
- hallarut
- maeglika
- harhar33
- hehau
- hildurhelgas
- drum
- don
- fridust
- ingagm
- golli
- isleifur
- boi
- jensgud
- naflaskodun
- joiragnars
- jonaa
- jamesblond
- islandsfengur
- jonsullenberger
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- hrafnaspark
- larahanna
- altice
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- manisvans
- morgunbladid
- poppoli
- rassoplusso
- kotturinn
- palmig
- hux
- hafstein
- raksig
- ransu
- rlord
- robertb
- rutlaskutla
- fullvalda
- sigro
- sighar
- stebbifr
- geislinn
- steina
- svanurg
- christinemarie
- tibsen
- eggmann
- vilborg-e
- ippa
- vga
- zordis
- kermit
- steinisv
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.