Ólíkir menningarheimar.....eða....??????

Annars eru hér í nágrenninu hjón frá Afríku. Þau eiga eitt barn sem hvorki getur talað né gengið en er tveggja ára og frúin á von á öðru barni fljótlega. Þau eru nýflutt og með fullt af kössum með ýmsu dóti, óupptekið. En systir mannsins var að fara að  gifta sig svo maðurinn brá sér til Afríku til að vera viðstaddur giftinguna sem staðgengill látinna foreldra þeirra. Svona er hefðin rík og tekur yfir alla skynsemi, samt er maðurinn háskólamenntaður á vestræna vísu í SAMSKIPTUM. Ætli pabbinn hafi séð þetta fyrir þegar hann gifti dótturina.

En nú var málið orðið nálægara, nákomið skyldfólk var að fara að trúlofa sig. Þau voru löngu byrjuð búskap og áttu meira að segja eitt barn!

Veislan byrjaði um tvöleytið á laugardegi en þá var búið að flytja næstum allt úr stofunni í annað herbergi því að veislan var haldin heima. Elda mat, margréttað fyrir tugi manna enda reyndist fjöldinn vera um 50 manns. Í startið töluðu samningamennirnir um kaupin ávæntanlegri brúður sem auðvitað lét ekki sjá sig fyrr en samningar höfðu tekist og komið á hreint með verðið. (Leikrit....ekki gleyma því.) Beljur sem eru þó nokkuð verðmætar í þessum hluta Afríku voru notaðar sem viðmiðun og því nokkuð í húfi að kýrnar væru sem flestar það sýndi svart á hvítu hvers virði konan væri. 

Það var túlkur til staðar til að útskýra fyrir okkur sem ekki töluðum málið hvað væri í gangi, framvinduna í leikritinu. Á sama tíma var faðir brúðarinnar væntanlegu að halda aðra veislu heima hjá sér.

Eftir mikil ræðuhöld og samningaumleitanir á báða bóga var komist að niðurstöðu og þá birtist kærastan loksins klædd að sið innfæddra, þessari innkomu fylgdu kossar og fjafir til mæðra parsins en á eftir þessari seremóníu var snætt og teknar myndir en síðan var Marsípan tertan skorin handa gestum. Kakan var búin til að íslenskum kokki og var frábær, með nöfnum parsins og flottum ávaxtaskreytingum.

En veisluhöldin héldu áfram, þetta var orðin eins og framhaldsmynd af, "Four Weddings And A Funeral."  Og reyndar magnað og áhrifaríkt, allt saman. Meira seinna. Heyrumst. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

hljómar spennandi og framandi að vissu marki.  Ólíkir menningarheimar "réttlæta" kaup og sölu á dætrum, eða hvað?  Ertu sem sagt í Afríku???

 Njóttu þín í pásunni

www.zordis.com, 20.8.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Nei....ég var ekki í Afríku.....var á Norðurlöndunum. En það er ýmislegt í þessum framandi menningarheimum sem kemur manni á óvart. Ég er svo sannarlega búin að reyna ýmislegt nýtt í þessari pásu. Heyrumst....Takk fyrir innlitið....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.8.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband