Hefðir....

 Í Festum.

Klukkan tifaði áfram og yfir sjö, en það var umræddur tími. Við vorum boðin í trulofunarveislu þarsem kærastinn var staddur í Afríku, heimalandi sínu að halda uppá trúlofunina með föður kærustunnar en sem sagt kærastan hélt í gilli fyir vini og vandamenn í Svíþjóð. Partíið var haldið á þriðju hæð í stúdentagarði og plássiðmjög takmarkað, en einhvernveginn voru allir mjög sáttir með það, rétt eins og með klukkuna. Klukkan sjö þýddi einhverntíma á því bili, annars var bara beðið. Þessum tíma mátti hagræða en framtíðin var lífið sjálft.

En þetta er ekki alveg svona einfalt.

Faðirinn lætur ekki verðmætin sem felast í því að eiga dóttur af hendi við við hvern sem er. Fræg er sagan af því þegar faðir vísaði 5 manna sendinefnd sem mætti til að semja um kaup á dóttur. Faðirinn sem lika hafði sér til styrktar og halds 5 manns sagði að kaupandi væri siðlaus skepna, drykkfeldur, lauslátur, færi illa með fé og engan veginn samboðinn fjölskyldunni. Sendinefndin druslaðist í burtu með skottið ámilli lappanna og auðvitað varð ekkert úr smningum. Svona fer þegar svikin vara er á boðstólunum og upp kemst um svikin tímanlega.

Já, alveg rétt, það blandaðist inn í málið að það voru tengsl við ráðherra og auðvitað flækti það málin en frú ráðherrans var systir móður umræddrar konu. Það skal tekið fram að hérna var um sannkristið fólk að ræða, ekki einhverrar annarar trúar og Amen eftir því efni.

Er þetta spurning um heila öld aftur í tímann miðað við vestræn gildi,- eða er þetta spurning um sjálfstæði. Að ekki sé hægt að selja konur eins og húsdyr þar sem allt ræðst af eigandanum.

En nú var dansinn eftir. Sú sem var að trúlofa sig startaði dansinum, alein, en ekki lengi karlmenn og konur bættust í hópinn og það var sko dansað af hjartans list, þetta Afríkufólk er svo hávaxið og grannt og gengur þráðbeint, bæði konur og karlar. Konurnar eru sumar eins og hávaxnir karlmenn, þær eru ekkert endilega brjóstamiklar en um rassinn gegnir öðru máli, hvað grannar sem þær eru, þá skagar rassinn út og það er ekki löstur, það er meiri háttar flott. Þó sumar konurnar séu aðeins þybbnar eru þær fit og flott og bera sig vel.Músikin var eins og maður væri komin inn í frumskóg, framandi en seiðandi og flottur og grannir hávaxnir líkamar sveiguðust í takt við hana.

Endast þessi hjónabönd betur en vestræn hjónabönd sem er nú oft og tíðum ekki stofnað til af mikilli forsjá og algjörlega án hjálpar eða afskipta foreldranna. Og þó er nú skárra að væntanlegum foreldrum og fjölskyldunni líki sæmilega við nýja meðliminn.

Auðvitað er þetta gert alltsaman með hefðirnar í huga og leikriti líkast.En það kom nú ýmislegt fleir til sögunnar, en meira seinna. Ég er reyndar í bloggfríi en fylltist af einhverri dularfullri þörf fyrir að trúa blogginu fyrir þessari upplifun. Hérna nefnilega varðveitast hlutirnir. Og það er svo frábært.

 

 

 

                                     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Klósettferd og brakandi popp og kanski ein koffínlaus diet kók líka.  Njóttu hlésins .................... 

www.zordis.com, 23.6.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég ætla svo sannarlega að njóta lífsins núna....hehe...

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.6.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband