Litarháttur....

Ég er nú alls ekki viss um að fjárhagsástæður séu stærsti þátturin í því að fólk af sama þjóðerni þjappar sér saman og myndar svokölluð, "Gettó." Það eru örugglega margar ástæður sem ráða ferðinni, sem dæmi menningin, tungumálið og litarhátturinn. Fyrir mína parta held ég stundum að ég sé litblind þegar að litarhætti fólks kemur, stóra málið er að fólk sé vel innrætt, gott fólk og heiðarlegt, það spilar stórt hlutverk. En það er ekki auðvelt að komast að fólki og kynnast því náið þegar það safnast saman og fær allann sinn styrk frá fólki af sama þjóðerni, hefðir þjóðar eru af hinu góða ef um heilbrigða hluti er að ræða og innflytjendur eru tilbúnir að semja sig að háttum, menningu og tungumáli þeirrar þjóðar sem þeir flytja til.

Ég hef búið þó nokkuð erlendis og veit fyrir víst að þeir sem aðlagast best eru þeir sem samþykkja nýja umhverfið, tungumálið og menningu þjóðarinnar sem upphaflega bjó/og býr í landinu. Það þyðir alls ekki að þeir þurfi að láta af öllum sínum hefðum og menningu en allt verður samt að miðast við nýja landið og fólkið sem þar býr.


mbl.is Vísar að innflytjendahverfum að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband