Flott fólk.....

Afhending Grímuverðlaunanna í gærkvöldi var meiriháttar á að líta. Þegar Herdísi Þorvaldsdóttur og Róberti Arnfinnssyni voru veitt heiðursverðlaunin, stóð allt fólkið í salnum á fætur og klappaði fyrir þeim. Þau eru meiriháttar fólk og hafa lagt listagyðjunni lið í gegnum tíðina, okkur öllum til ánægju og meiriháttar gleði. Eg man eftir Róberti í Fiðlaranum á Þakinu í hlutverki Tevje, hann átti salinn, fagnaðarlátunum ætlað aldrei að linna, hann var frábær. Herdís hefur staðið sig afspyrnu vel í gegnum alla tíðina og unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru. Leiklistin snýst um að túlka persónur og gera þær trúverðugar og það er ekkert smá mál að vel takist til, en þau eru svo hæfileikarík að allt verður svo átakalaust og eðlilegt í meðförum þeirra á hinum ólíkustu persónum. Þau eru bæði snillingar á sínu sviði.
mbl.is Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson heiðruð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband