Karlmenn hafa kvartað sáran undan því að hafa ekki umgengnisrétt við börn sín, til jafns við mæðurnar eftir skilnað. En nú lítur út fyrir að þau mál séu mikið að lagast. Hjónaskilnaðir eru svo algengir í dag og oft er það þannig að börnin gleymast í rifrildi um eigurnar, en börn eiga svo sannarlega sinn rétt og sá réttur er að eiga bæði föður og móður sem hægt er að umgangast á eðlilegan hátt.
Þó að foreldrunum semji ekki, er ekki þar með sagt að börnin eigi að gjalda þess. Báðir foreldrar eiga skyldur við börnin, það fylgir því ábyrgð að eignast börn.
498 hjón skildu og 577 pör slitu sambúð á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 4.11.2011 Nú brosi ég hringinn.....
- 2.11.2011 Loksins.....loksins.
- 8.7.2011 Á hann við Ísland.....?????
- 2.7.2011 Ef sumir væru við suma.....!!!!!
- 27.6.2011 Ja hérna.
- 4.6.2011 Forseti Alþingis
- 31.5.2011 Banna.....banna.....
- 29.5.2011 Frú Jóhanna
- 10.5.2011 Góð fyrirmynd.....
- 6.5.2011 Pirraður þingmaður.
- 2.5.2011 Þvílíkt grín......hahaha
- 13.4.2011 Allt fyrir stólana.....
- 13.4.2011 Utanþingsstjórn......ekki seinna en núna .....strax.
- 10.4.2011 Jæja....hvað segið þið nú.....vinstra fólk
- 9.4.2011 Nú er spennandi að vita úrslitin.......
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ghelga
- olafurfa
- agny
- ak72
- andrigeir
- blossom
- sjalfbodaaron
- axelaxelsson
- axelthor
- asthildurcesil
- baldher
- birgitta
- bjarnihardar
- gudmundsson
- brahim
- gattin
- borkurgunnarsson
- carlgranz
- austurlandaegill
- einarbb
- einararnason
- emilkr
- frode
- gretarmar
- bofs
- noldrarinn
- gthg
- hallarut
- maeglika
- harhar33
- hehau
- hildurhelgas
- drum
- don
- fridust
- ingagm
- golli
- isleifur
- boi
- jensgud
- naflaskodun
- joiragnars
- jonaa
- jamesblond
- islandsfengur
- jonsullenberger
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- hrafnaspark
- larahanna
- altice
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- manisvans
- morgunbladid
- poppoli
- rassoplusso
- kotturinn
- palmig
- hux
- hafstein
- raksig
- ransu
- rlord
- robertb
- rutlaskutla
- fullvalda
- sigro
- sighar
- stebbifr
- geislinn
- steina
- svanurg
- christinemarie
- tibsen
- eggmann
- vilborg-e
- ippa
- vga
- zordis
- kermit
- steinisv
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú eimnitt lent i svona leiðindarmáli sem ég fæ nánast ekker að sjá næst elstu dóttir mína vegna þess að ég og móðirinn slitum sambúð og það alls ekki í góðu að hennar hálfu. Og því það bitnar það því miður á barninu. Ég sé hana kannski á 2-3 mánaði fresti og getur það verið jafnvel lengri tími sem líður á milli. Ég viðurkenni það að ég stóð mig ekkert vel á tímabili en ég hef bætt mig til munar og reyna að fá hana sem oftast en móðirin finnur stundum upp ástæðu til að ég fái ekki að sjá hana. En hún er farinn að hafa vit á þessu enda orðin 4 ára og hún spurði mig síðast hvort að ég og amma hennar ætluðum ekki að koma með afmælisgjöfina sjálf. En okkur hefur ekki verið boðið í neinar afmælisveislur hjá henni.
visiticeland@hotmail.com (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 10:49
Sæl Sóldís
Smá misskilningur hjá þér sem er reyndar algengur. Sameiginleg forsjá hefur ekkert með umgengni að gera, það er alveg aðskilið mál. Einu réttindi þess foreldris sem ekki hefur barnið hjá sér (lögheimilisforeldrið) og fylgja sameiginlegri forsjá eru þau að hitt foreldrið getur ekki flutt úr landi með barnið og fleiri slíkir hlutir. Sameiginleg umgengni eða jöfn umgengni er allt annað mál, en er orðin lög og viðurkennd regla víða td Frakklandi, en þá verða foreldrar ða búa í sama skólahverfi og fleira. Ef áhugasöm þá skoðaðu abyrgirfedur.is Kveðja
Lúðvík Börkur Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 10:59
Það er synd gagnvart barninu ef báðir foreldrar geta ekki umgengist sín börn á eðlilegan hátt. Barnið hefur sínar tilfinningar gagnvart báðum foreldrum og það hefur foreldrið, yfirleitt, gagnvart sínu barni. Ég er sjálf skilin margra barna móðir, ég skildi að vísu seint og um síðir, þannig að börnin gátu sjálf ákveðið sig. Börnin eiga ekki nema eina foreldra, og ég er óendanlega þakklát fyrir það að börnin okkar umgangast okkur bæði á eðlilegan máta. Það þarf engan lagabókstaf í því efni. Kannski er ég heppinn, mér finnst þetta svo frábært. Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.6.2007 kl. 11:45
Sameiginleg forsjá er verri en forræði.. ef einhver hefur forræði þá hefur hinn aðilin skýlausan rétt á umgengni en ef um sameiginlegt forræði er að ræða þá er það mat dómstóla að um samningsatriði sé um að ræða milli foreldrana.. yeah right ! Þekki þessi mál út og inn eftir margra ára baráttu við X frá helvíti.
Óskar Þorkelsson, 6.6.2007 kl. 13:04
Margra ára baráttu við X frá helvíti!!!!!!!! Hvernig líður þér eiginlega í þessari baráttu.? Það er hægt að lesa reiðina út úr þínum skrifum. Ég þekki alls ekki svona mál af eigin reynslu, svo ég verð bara að giska á hvað á milli ykkar X fer, og það lítur ekki vel út. Sameiginleg forsjá, virðist vera ónýt, af þínum orðum að dæma, en forræði er eitthvað allt annað og virðist vera heppilegra.
Hefur X þitt þá þetta forræði, ekki virðist það virka þér í hag. Mikið er ég fegin að börnin voru orðin það stór, í mínum skilnaði, að þau gátu bara tekið sínar ákvarðanir sjálf. Úff....þvílíkt hatur sem getur orðið í svona málum.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.6.2007 kl. 16:42
Ég er víst ein af þessum fráskildu /misskildu eitthvað og eru 10 ár síðan .. Í mínu tilfelli má segja að það hafi þurft skilnað til að hann yrði faðir.. Börnin voru bara " mín deild" þangað til...
En hann er sennilega einn af fáum feðrum sem hefur getað haft þá og fengið að hafa meira en samið var í upphafi.. Þegar ég hef bent honum á hvað hann sé heppinn að fá það þá hefur hann haldið því fram við að það fái nú allir feður ( fráskildir) því miður veit ég að svo er ekki..
Stundum vildi ég óska að ég hefði flutt í annað sveitarfélag þegar við skildum..en ég taldi mig vera að gera það besta fyrir drengina mína í sambandi við skóla og umgengni við föður sinn... en því miður er ég ekki svo viss í dag. Svo má líka segja að maður sé nú aldrei skilinn við þann sem maður á börn með..maður losnar aldrei alveg..því miður..
Sameiginleg forsjá er í raun bara orð á blaði, það er ég nýbúin að komast að ... Svarið hjá embættisaðilanum var þetta þegar ég spurði í hverju felst eiginlega sameiginlg forsjá.? " Það er nú bara misjafnt eftir málum og fólki..
En ef að ykkur langar til að spjalla um svona forræðis/skilnaðarmál þá er ykkur velkomið að hafa samband við mig hér ingaorama@gmail.com
Börn eru alltof oft notuð sem vopn við skilnað gegn öðrum aðilanum og ég ætla að vera svo ljót að segja að ég geti ekki kallað það annað en andlegt ofbeldi gegn barninu og það er mjög ljótur leikur hjá þeim sem leikur hann. Því barnið elskar báða foreldrana sama hvað gengur á og á ekki að þurfa að lenda í svona sama hversu ungt eða gamalt það er..
Eg tel mig geta séð báðar hliðarnar en svo er líka allt í lagi fyrir fólk að ræða saman um svona mál "því betur sjá augu en auga" ...
Agný, 7.6.2007 kl. 01:38
Takk fyrir kommentið Agný. Við erum á svipuðu róli hvað varðar skilnaðinn, en eins og ég sagði þá voru börnin orðin það stór að þau gátu tekið ákvarðanir sjálf. Að fyrra bragði hef ég ekkert samband haft við Xið, en sömu sögu er ekki að segja á hinn veginn. Börnin héldu sjáanlega að allt væri í lagi að hafa okkur saman og völdu jólin í málið. En það var ekki, það þurfti sjúkrabíl til að flytja Xíð á spítala, ég fékk næstum taugaáfall við þessi ósköp sem voru þó alls ekki mér að kenna. Svo líklega skilur maður ekki alveg þegar börn eru annars vegar.
Mér finnst frábært hjá þér að gefa upp mailið þitt því það er örugglega rétt hjá þér að betur sjá augu en auga. Ég reyni eftir bestu getu að sjá báðar hliðar á svona málum, en það er ekki alltaf auðvelt, það vakna ýmsar spurningar eins og hversvegna var skilið? Til þess geta legið margar ástæður.
Börnin umgangast okkur bæði, en eftir bursstið um jólin hef ég haldið mig til hlés, lái mér það hver sem vill. En eins og staðan var, og hafði verið alla tíð, var skilnaður það besta í stöðunni.
Bestu þakkir fyrir innleggið þitt til þessara mála, það virðast vera ýmsar skoðanir í gangi og ágætt að fá skoðanir sem flestra og það eru örugglega margar hliðar á þessum málum. !!!!! Kveðjur....Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.6.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.