Nauðgun

Hvað í ósköpunum veldur því að nauðgunardómar eru svona lágir. Það er verið að ráðast á barn sem á engan hátt getur varið sig og misnota það kynferðislega. Hvað í ósköpunum getur réttlætt svona alvarlegan glæp?

Hvað er það í lögunum sem dómarinn getur fundið svona  Devil skepnu til málsbóta.??????????


mbl.is Í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert, enda var hann dæmdur sekur.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Halla Rut

Tvö og hálf ár sem þíðir að hann situr inní í ekki meira en tvö ár.  Einhver sem flutti inn eiturlyf fyrir nokkrum árum sem ég man eftir fékk 7 ár.  Hann náðist með dópið og var þá dæmdur fyrir þann skaða sem hann hefði getað gert en ekki eins og barnaníðingurinn sem hefur þegar gert skaðann. 

Ég er ekki að segja að það sé lítill glæpur að flytja inn eiturlyf en að það sé margfalt verra og alvarlegri glæpur en að misnot barn á ég erfitt með að kyngja. 

Lágmarks dómur fyrir einhverskonar kynferðislega misnotkun á barni ætti að vera 5 ár hæðst ætti að vera ævilangt. Ævilangt ætti ávalt að vera ef samræði hefur átt sér stað við barn undir 12 ára.

Hvenær ætla Íslenskir dómstórar að taka til hjá sér og leiðrétta þetta. 

Halla Rut , 30.5.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: halkatla

maðurinn hefur þegar eyðilagt sitt líf og fleiri, þetta er líka spurning um það hvort að það á að leyfa honum að eyðileggja fleiri líf, og svo hvernig svona dómur slær almenning. Greinilega ekki vel. Félagslegi þátturinn skiptir mjög miklu máli líka, hver hefði t.d ekki viljað vita af pabba Telmu í fangelsi áður en hann náði að nauðga henni og systur hennar aftur og aftur, taka af þeim klámmyndir óáreittur í mörg ár og svo selja þær til miðaldra undirheimalýðs? Dauðadómur er engin lausn og á ekki að vera til umræðu, en samfélagið verður að spyrja sig hvað á að gera til að vernda börn. Það er greinilegt að dómar og dómstólar eru engin lausn, en þessu hefði átt að taka á fyrir mörgum öldum. Það er ekkert nýtt að gerast, og það hefði sennilega verið skref fram á við að breyta um dómsmálaráðherra. En samfylkingin tekur hugsanlega á þessum málum þrátt fyrir það, vonum það besta.

halkatla, 31.5.2007 kl. 00:08

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vonandi taka rétt yfirvöld á þessum hryllingi, það er búið að eyðileggja líf barnsins sem í hlut á. Menn sem gera svona eiga að vera undir eftirliti, það er engin afsökun eða réttlæting til fyrir svona hegðun. Ef maðurinn er veikur þá á hann að vera á viðeigandi stofnun. Þetta er ömurlegt. Og hvernig réttarkerfið virkar er fyrir neðan allar hellur. Já, svo sannarlega vonar maður alltaf að tekið verði á málunum, en hvenær gerist það?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.5.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband