Barni rænt

Hvernig líður þessu blessaða barni? Og hvernig líður foreldrunum sem hljóta að vera uppfull af sektarkennd að hafa ekki passað börnin sín betur. Og hvernig líður þessu glæpahyski sem framkvæmdi þennan hræðilega verknað? Þetta er aðgjört siðleysi og skepnuskapur að ræna barni, margt er nú hægt að heimfæra undir skepnuskap en þetta er eitt af því verra.

En sem betur fer er þessum ógæfusömu foreldrum sýnd samstaða, fólk tekur sig saman og leggur mikið fé af mörkum, því það eru sjáanlega peningar sem stjórna þessum hryllingi, til bjargar barninu og foreldrum þess. Þessi atburður hlýtur að vera mikið áfall fyrir ferðamannaiðnað í Portúgal og því skyldi maður ætla að kapp væri lagt á að finna barnið og refsa þeim sem hlut eiga að máli. Sum mál eru þannig vaxinn að það eru engar refsingar nógu vondar, sorgin sem þetta mál hefur vakið upp er svo almenn, allir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum svo að barnið finnist og létt raunir þessara sorgmæddu foreldra. Hvað gengur fólki til sem rænir sakleysinu, peningar eru afl þess sem gera skal, það er vitað....en þeir eru ekki ALLT. Vonandi tekst að ná þessu hyski sem rændi barninu, þau eiga allt vont skilið. Þau eru SIÐLAUS. Devil


mbl.is Rowling lofar 190 milljónum til að bjarga Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband